Fréttablaðið - 14.08.2014, Page 4

Fréttablaðið - 14.08.2014, Page 4
14. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 11.918 sílamávar voru skráðir í veiði- skýrslur árið 2012. Þeir voru 34.030 þegar mest var árið 1998. VITA er lífið VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 Verð frá 49.900 kr.* ÍS LE N SK A SI A .I S V IT 7 00 61 0 7/ 20 14 Síðustu sætin Alicante, Spáni 19. og 26. ágúst *Flug fram og til baka með flugvallasköttum. Skoðið tilboðin á www.vita.is Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is NEYTENDAMÁL Innflutningur á helstu kjöttegundum hefur aukist frá árinu 2013. Ef innflutningur á fyrstu sex mánuðum ársins 2013 er borinn saman við sama tíma árið 2014 kemur í ljós að þriðjungi meira af alifuglakjöti, mest kjúklingi, hefur verið flutt inn og sex prósent meira af svínakjöti, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Gífurleg aukning hefur verið á innflutningi á ein- stökum hlutum svínsins, til að mynda hefur innflutningur á fryst- um svínahryggvöðvum aukist um helming á milli ára. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu hefur innflutning- ur á nautakjöti tífaldast á þessu sama tímabili. Miðað við þessa aukningu og innlenda framleiðslu árið 2013 munu 20 prósent af öllu nautakjöti á íslenskum markaði árið 2014 vera innflutt nautakjöt frá að minnsta kosti níu löndum. Aukinn innflutningur kemur til vegna meiri eftirspurnar á mark- aðnum sem innlendir framleið- endur anna ekki. Af þeirri ástæðu hafa verndartollar sem eru lagðir á allt innflutt kjöt verið harðlega gagnrýndir. Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna, er meðal þeirra sem sjá ekki tilgang toll- anna enda séu bændur fullkom- lega færir um að keppa við inn- fluttu vöruna án þeirra. „Vegna flutninga bætist sjálf- krafa kostnaður við innflutta kjöt- ið. Það er ákveðin fjarlægðarvernd fyrir innlenda framleiðslu. Sú vernd og jákvæðnin í samfélaginu gagnvart innlendum vörum ætti að duga íslenskum bændum í sam- keppni við innflutt kjöt. Ef ekki, þá er það staðfesting á að það er eitt- hvað meiri háttar að íslensku land- búnaðarkerfi,“ segir Jóhannes. Íslenskir neytendur kjósa oft fremur innlendar vörur, að sögn Jóhannesar, en í dag er ekki laga- leg skylda að merkja annað inn- flutt kjöt en nautakjöt. Með inn- leiðingu EES-tilskipunar mun verða skylda að merkja allt kjöt með upprunalandi en ekki er vitað hvenær það mun ganga í gegn. „Þar til reglum um merkingar verður komið á, skora ég á kjöt- framleiðendur að sýna neytendum þá virðingu að merkja kjötvörurn- ar,“ segir Jóhannes. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðis- flokksins tekur undir orð Jóhann- esar og segir augljóst að heildar- endurskoðun verði að eiga sér stað á landbúnaðarkerfinu. „Lögin segja til um að verndar- tollar eigi ekki að vera á innfluttu nautakjöti ef framleiðslan annar ekki eftirspurn. Þannig að það er alveg ljóst að það er eitthvað við þetta og í þessu kerfi sem þarf að skoða,“ segir Ragnheiður og minn- ir á að það sé stefna landsfundar Sjálfstæðisflokksins að endur- skoða landbúnaðarstefnuna. erlabjorg@frettabladid.is Fimmtungur af nautakjöti á markaði er innfluttur Innflutningur hefur aukist á nauta-, svína- og alifuglakjöti. Formaður Neytendasamtakanna segir að farið sé illa með neytendur með verndartollum og hvetur framleiðendur til að merkja allt kjöt með upprunalandi. NAUTAKJÖT Reglur um merkingar á upprunalandi gilda eingöngu um nautakjöt, en ekki til að mynda alifuglakjöt eða svínakjöt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þar til reglum um merkingar verður komið á, skora ég á kjötframleið- endur að sýna neytendum þá virðingu að merkja kjötvörurnar. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. GASA, AP Ítalskur fréttamaður og palestínskur túlkur hans létu lífið ásamt fjórum palestínskum lög- reglumönnum þegar ísraelskur sprengibúnaður sprakk á Gasa í gær. Þrír særðust, þar á meðal ljósmyndari frá bandarísku AP- fréttastofunni. Lögreglumennirnir voru að reyna að aftengja sprengibúnað- inn þegar hann sprakk, en frétta- mennirnir voru að fjalla um ástandið á meðan vopnahlé stóð yfir á Gasa. Þriggja sólarhringa vopnahlé rann út á miðnætti, en egypskir sáttasemjarar reyndu í gær hvað þeir gátu til að fá Ísraela og Pal- estínumenn til að fallast á lengra vopnahlé. - gb Vopnahlé rann út: Fréttamenn létust á Gasa SIMONE CAMILLI Fréttamaðurinn sem lést á Gasa í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SPÁNN Artur Mas, forseti katal- ónsku heimastjórnarinnar, blæs á allar efasemdir um að Katalónar geti kosið um það á tilsettum tíma hvort sjálfsstjórnarhéraðið fái sjálfstæði frá Spánverjum. Hefur hann sagt að fyrirhuguð þjóðaratkvæðagreiðsla skuli fara fram 9. nóvember næstkomandi. Efasemdaraddir voru þó farnar að heyrast, jafnvel úr röðum heima- stjórnarmanna, um að það gengi eftir. Joan Ortega, sem sæti á í heimastjórninni, hafði nýlega orð á því að best væri að fresta þjóðar- atkvæðagreiðslunni. Margir telja hana feigðarflan, sérstaklega vegna þess að spænsk yfirvöld viðurkenna ekki lögmæti hennar. Nú hefur Mas hins vegar tekið af öll tvímæli, að því að fram kemur á fréttavef El País, og sagt að Katalónar breyti sínum lögum í september, sem lögleiði þjóðar- atkvæðagreiðsluna sem fari svo fram á tilsettum tíma í sátt við guð og menn. Hann segir enga vara- áætlun til. - jse Artur Mas, forseti Katalóníu, segir heimastjórnina sitja við sinn keip: Katalónar staðráðnir í að kjósa HORFA HVOR Í SÍNA ÁTTINA Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar sem sést hér til vinstri, fékk engu tauti við Mas komið þegar þeir hittust á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/NORDICPHOTOS ÚKRAÍNA, AP Rússnesk bílalest með hjálpargögn var stöðvuð á landamærum Úkraínu í gær, þar sem stjórn Úkraínu sagðist gruna Rússana um græsku. Talsmaður Petros Porosjenkó Úkraínuforseta sagði vel hugs- anlegt að Rússar væru að plan- leggja „beina innrás á úkraínskt landsvæði undir því yfirskini að afhenda fólki hjálpargögn“. Í fyrradag hafði verið samið um að Rússar fengju að koma með hjálpargögn til Úkraínu. - gb Úkraínustjórn skellti í lás: Rússar ætluðu til Úkraínu SLYS Tveir erlendir ferðamenn á fimmtugsaldri, karl og kona, slös- uðust í mótorhjólaslysi á sunnan- verðu Snæfellsnesi í gærmorgun. Parið var á ferð við bóndabýlið Bláfeld í Staðarsveit. Allt útlit er fyrir að vindhviða hafi valdið því að fólkið lenti utan vegar. Mjög hvasst var á svæðinu þegar slysið átti sér stað. Konan slasaðist talsvert meira en maðurinn. Hún var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á gjörgæslu í Fossvogi. - ktd Erlendir ferðamenn slasaðir: Mótorhjólaslys á Snæfellsnesi AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Snjólaug Ólafsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá BREYTINGAR Dregur fyrir sólu í dag, síðast A-til. Úrkoma um mest allt land á morgun, einkum V-lands. Bætir í vind NV-til annað kvöld. Úrkoma N- og A-til á laugardag og víða strekkingur. Kólnar heldur í veðri. 10° 6 m/s 11° 9 m/s 12° 6 m/s 12° 5 m/s 3-8 m/s 7-15 m/s Gildistími korta er um hádegi 26° 31° 19° 22° 21° 22° 19° 21° 21° 26° 21° 31° 28° 35° 22° 22° 21° 21° 14° 3 m/s 13° 2 m/s 14° 3 m/s 13° 4 m/s 13° 5 m/s 12° 6 m/s 8° 7 m/s 12° 10° 9° 7° 13° 12° 14° 8° 12° 7° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur LAUGARDAGUR Á MORGUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.