Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.08.2014, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 14.08.2014, Qupperneq 4
14. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 11.918 sílamávar voru skráðir í veiði- skýrslur árið 2012. Þeir voru 34.030 þegar mest var árið 1998. VITA er lífið VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 Verð frá 49.900 kr.* ÍS LE N SK A SI A .I S V IT 7 00 61 0 7/ 20 14 Síðustu sætin Alicante, Spáni 19. og 26. ágúst *Flug fram og til baka með flugvallasköttum. Skoðið tilboðin á www.vita.is Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is NEYTENDAMÁL Innflutningur á helstu kjöttegundum hefur aukist frá árinu 2013. Ef innflutningur á fyrstu sex mánuðum ársins 2013 er borinn saman við sama tíma árið 2014 kemur í ljós að þriðjungi meira af alifuglakjöti, mest kjúklingi, hefur verið flutt inn og sex prósent meira af svínakjöti, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Gífurleg aukning hefur verið á innflutningi á ein- stökum hlutum svínsins, til að mynda hefur innflutningur á fryst- um svínahryggvöðvum aukist um helming á milli ára. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu hefur innflutning- ur á nautakjöti tífaldast á þessu sama tímabili. Miðað við þessa aukningu og innlenda framleiðslu árið 2013 munu 20 prósent af öllu nautakjöti á íslenskum markaði árið 2014 vera innflutt nautakjöt frá að minnsta kosti níu löndum. Aukinn innflutningur kemur til vegna meiri eftirspurnar á mark- aðnum sem innlendir framleið- endur anna ekki. Af þeirri ástæðu hafa verndartollar sem eru lagðir á allt innflutt kjöt verið harðlega gagnrýndir. Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna, er meðal þeirra sem sjá ekki tilgang toll- anna enda séu bændur fullkom- lega færir um að keppa við inn- fluttu vöruna án þeirra. „Vegna flutninga bætist sjálf- krafa kostnaður við innflutta kjöt- ið. Það er ákveðin fjarlægðarvernd fyrir innlenda framleiðslu. Sú vernd og jákvæðnin í samfélaginu gagnvart innlendum vörum ætti að duga íslenskum bændum í sam- keppni við innflutt kjöt. Ef ekki, þá er það staðfesting á að það er eitt- hvað meiri háttar að íslensku land- búnaðarkerfi,“ segir Jóhannes. Íslenskir neytendur kjósa oft fremur innlendar vörur, að sögn Jóhannesar, en í dag er ekki laga- leg skylda að merkja annað inn- flutt kjöt en nautakjöt. Með inn- leiðingu EES-tilskipunar mun verða skylda að merkja allt kjöt með upprunalandi en ekki er vitað hvenær það mun ganga í gegn. „Þar til reglum um merkingar verður komið á, skora ég á kjöt- framleiðendur að sýna neytendum þá virðingu að merkja kjötvörurn- ar,“ segir Jóhannes. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðis- flokksins tekur undir orð Jóhann- esar og segir augljóst að heildar- endurskoðun verði að eiga sér stað á landbúnaðarkerfinu. „Lögin segja til um að verndar- tollar eigi ekki að vera á innfluttu nautakjöti ef framleiðslan annar ekki eftirspurn. Þannig að það er alveg ljóst að það er eitthvað við þetta og í þessu kerfi sem þarf að skoða,“ segir Ragnheiður og minn- ir á að það sé stefna landsfundar Sjálfstæðisflokksins að endur- skoða landbúnaðarstefnuna. erlabjorg@frettabladid.is Fimmtungur af nautakjöti á markaði er innfluttur Innflutningur hefur aukist á nauta-, svína- og alifuglakjöti. Formaður Neytendasamtakanna segir að farið sé illa með neytendur með verndartollum og hvetur framleiðendur til að merkja allt kjöt með upprunalandi. NAUTAKJÖT Reglur um merkingar á upprunalandi gilda eingöngu um nautakjöt, en ekki til að mynda alifuglakjöt eða svínakjöt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þar til reglum um merkingar verður komið á, skora ég á kjötframleið- endur að sýna neytendum þá virðingu að merkja kjötvörurnar. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. GASA, AP Ítalskur fréttamaður og palestínskur túlkur hans létu lífið ásamt fjórum palestínskum lög- reglumönnum þegar ísraelskur sprengibúnaður sprakk á Gasa í gær. Þrír særðust, þar á meðal ljósmyndari frá bandarísku AP- fréttastofunni. Lögreglumennirnir voru að reyna að aftengja sprengibúnað- inn þegar hann sprakk, en frétta- mennirnir voru að fjalla um ástandið á meðan vopnahlé stóð yfir á Gasa. Þriggja sólarhringa vopnahlé rann út á miðnætti, en egypskir sáttasemjarar reyndu í gær hvað þeir gátu til að fá Ísraela og Pal- estínumenn til að fallast á lengra vopnahlé. - gb Vopnahlé rann út: Fréttamenn létust á Gasa SIMONE CAMILLI Fréttamaðurinn sem lést á Gasa í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SPÁNN Artur Mas, forseti katal- ónsku heimastjórnarinnar, blæs á allar efasemdir um að Katalónar geti kosið um það á tilsettum tíma hvort sjálfsstjórnarhéraðið fái sjálfstæði frá Spánverjum. Hefur hann sagt að fyrirhuguð þjóðaratkvæðagreiðsla skuli fara fram 9. nóvember næstkomandi. Efasemdaraddir voru þó farnar að heyrast, jafnvel úr röðum heima- stjórnarmanna, um að það gengi eftir. Joan Ortega, sem sæti á í heimastjórninni, hafði nýlega orð á því að best væri að fresta þjóðar- atkvæðagreiðslunni. Margir telja hana feigðarflan, sérstaklega vegna þess að spænsk yfirvöld viðurkenna ekki lögmæti hennar. Nú hefur Mas hins vegar tekið af öll tvímæli, að því að fram kemur á fréttavef El País, og sagt að Katalónar breyti sínum lögum í september, sem lögleiði þjóðar- atkvæðagreiðsluna sem fari svo fram á tilsettum tíma í sátt við guð og menn. Hann segir enga vara- áætlun til. - jse Artur Mas, forseti Katalóníu, segir heimastjórnina sitja við sinn keip: Katalónar staðráðnir í að kjósa HORFA HVOR Í SÍNA ÁTTINA Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar sem sést hér til vinstri, fékk engu tauti við Mas komið þegar þeir hittust á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/NORDICPHOTOS ÚKRAÍNA, AP Rússnesk bílalest með hjálpargögn var stöðvuð á landamærum Úkraínu í gær, þar sem stjórn Úkraínu sagðist gruna Rússana um græsku. Talsmaður Petros Porosjenkó Úkraínuforseta sagði vel hugs- anlegt að Rússar væru að plan- leggja „beina innrás á úkraínskt landsvæði undir því yfirskini að afhenda fólki hjálpargögn“. Í fyrradag hafði verið samið um að Rússar fengju að koma með hjálpargögn til Úkraínu. - gb Úkraínustjórn skellti í lás: Rússar ætluðu til Úkraínu SLYS Tveir erlendir ferðamenn á fimmtugsaldri, karl og kona, slös- uðust í mótorhjólaslysi á sunnan- verðu Snæfellsnesi í gærmorgun. Parið var á ferð við bóndabýlið Bláfeld í Staðarsveit. Allt útlit er fyrir að vindhviða hafi valdið því að fólkið lenti utan vegar. Mjög hvasst var á svæðinu þegar slysið átti sér stað. Konan slasaðist talsvert meira en maðurinn. Hún var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á gjörgæslu í Fossvogi. - ktd Erlendir ferðamenn slasaðir: Mótorhjólaslys á Snæfellsnesi AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Snjólaug Ólafsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá BREYTINGAR Dregur fyrir sólu í dag, síðast A-til. Úrkoma um mest allt land á morgun, einkum V-lands. Bætir í vind NV-til annað kvöld. Úrkoma N- og A-til á laugardag og víða strekkingur. Kólnar heldur í veðri. 10° 6 m/s 11° 9 m/s 12° 6 m/s 12° 5 m/s 3-8 m/s 7-15 m/s Gildistími korta er um hádegi 26° 31° 19° 22° 21° 22° 19° 21° 21° 26° 21° 31° 28° 35° 22° 22° 21° 21° 14° 3 m/s 13° 2 m/s 14° 3 m/s 13° 4 m/s 13° 5 m/s 12° 6 m/s 8° 7 m/s 12° 10° 9° 7° 13° 12° 14° 8° 12° 7° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur LAUGARDAGUR Á MORGUN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.