Fréttablaðið - 19.08.2014, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 19.08.2014, Blaðsíða 1
NÁTTÚRUHAMFARIR „Brýr eru dýr mannvirki. Ef brýrnar tvær á Jök- ulsá á Fjöllum, sem eru á þjóðvegi eitt, tæki af gæti kostað tvo til fjóra milljarða að endurbyggja þær,“ segir Hreinn Haraldsson vegamála- stjóri. Ekkert hafði dregið úr skjálfta- virkni í Bárðarbungu í gærkvöld. Telja jarðvísindamenn að kvika sé á hreyfingu austan við Bárðarbungu við jökuljaðar Dyngjujökuls. Þá sýna mælingar að leiðni í Jökulsá á Fjöllum er há miðað við árstíma. Vegagerðin, líkt og aðrir, undir- býr sig undir að það geti farið að gjósa við Bárðarbungu í Vatna- jökli. En menn telja líklegt að vatn sem leystist úr læðingi við slíkt gos myndi valda flóði í Jökulsá á Fjöll- um. Þrjár brýr eru á ánni, við Upp- typpinga, við Ásbyrgi og við Gríms- staði á Fjöllum. Það eru brýrnar við Ásbyrgi og Grímsstaði sem á að reyna að bjarga. „Við erum að safna upplýsingum um tæki sem við gætum notað til að rjúfa þjóðveginn svo vatnið færi sitt- hvorum megin við brýrnar,“ segir Hreinn. Hann segir að verði flóð í Jökulsá sé talið að um sex klukku- stundir líði þar til flóðið verði komið að Grímsstöðum og aðrir sex tímar þangað til það komi að Ásbyrgi. „Hvort að það tekst að bjarga brúnum með þessum hætti fer algerlega eftir því hversu stórt flóðið yrði. Ef þetta yrði mjög stórt flóð væri það tilviljunum háð hvort mannvirkin stæðust áhlaupið,“ segir Hreinn. – jme / sjá síðu 8 FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl-júní 2014 Þriðjudagur 16 GOTT VIÐ KRÖMPUM OG HARÐSPERRUMGENGUR VEL KYNNIR Eftir þungar æfingar og mikið svitatap er gagnlegt að taka inn steinefnið magnesíum því það tapast í gegnum svita og getur skortur leitt af sér aukna þreytu, harðsperrur og vöðvakrampa. HALLDÓRA GYÐAMATTHÍASDÓTTIR ÞRÍÞRAUTARKONA: „Ég mæli eindregið með Magnesíum Sport-spreyinu því það hefur hjálpað mér við að byggja upp vöðva, gegn þreytuverkjum og til að koma í vegf M agnesíum er steinefni sem líkaminn þarfnast og er nauðsynlegt til orkufram-leiðslu ásamt því að stuðla að betri heilsu beina, vökvajafnvægi og til stjórnunar á tauga- og vöðvasam-drætti. Vegna nútímalifnaðarhátta hefur upptaka á magnesíum í mat-aræði okkar minnkað og eins geta streita, áfengissýki, vefjagigt, lyfja-notkun og miklar æfingar valdið tapi á magnesíum úr líkamanum. FRÁBÆR NÝTINGRannsóknir hafa sýnt fram á að magnesíumsprey nýtist líkamanum betur en töflur og duft og veldur ekki ónotum í maga eða niðurgangi eins og magnesíuminntaka getur valdið. EINFALT OG ÞÆGILEGT Í NOTKUN Magnesíumspreyið er einfalt og handhægt í notkun og hefur verið vinsælt hjá íþróttafólki í ýmsum greinum, svo sem þríþraut, hlaupi, knattspyrnu, crossfit, sundi, fjall-göngum og hjólreiðum enda hefur spreyið fengið fjölmörg heilsu- og nýsköpunarverðlaun. ÚTSÖLUSTAÐIRLyfja, Lyf og heilsa, Lyfjaver/Heilsuver, flest apó-tek, Fjarðarkaup, Heilsuhúsið, Blómaval, Garðheimar, valdar Hagkaupsverslanir og Krónubúðir, Systrasamlagið, Þín verslun Seljabraut, Tri og Krossfit Reykjavík. Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is. VISSIR ÞÚ?Að af þeim 206 beinum sem eru í líkam-anum eru 106 í höndum og fótum? 54 eru í höndunum og 52 í fótunum. FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2014 Kynningarblað Vodafone, Síminn, Hressing, krísustjórnun og vörumerki 2 SÉRBLÖÐ Fyrirtækjaþjónusta | Fólk Sími: 512 5000 19. ágúst 2014 193. tölublað 14. árgangur SKOÐUN Eygló Harðardótt- ir skrifar um norrænt sam- starf um kynjajafnrétti. 18 SPORT Jón Arnór tekur slaginn með Íslandi á móti Bretum annað kvöld. 32 TÍMAMÓT Systur syngja saman í fyrsta skipti í nær 40 ár. 20 Opið allan sólarhringinn í Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka Probiotic 16 Strain Betri melting! 16 tegundir góðra gerla Sérvalin steinefni Má taka hvenær sem er dags NEXT • KRINGLUNNI • SÍMI 551 3200 NÝJAR VÖRUR KOMNAR Í HÚS FARTÖLVUBÆKLINGUR FYLGIR BLAÐINU Í DAG ! LÍFIÐ Stofnaði hóp á Facebook þar sem fólk getur fundið sér kúrufélaga. 38 LÖGREGLUMÁL Hundrað og fimmtíu tilkynningar um heimilisofbeldi bárust lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu (LRH) á fyrri helmingi þessa árs. Það eru um þrjátíu fleiri en á sama tíma síðastliðin þrjú ár. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn LRH, segir að til standi að breyta verklags- reglum og hafi sveitarfélögin á svæðinu lýst yfir vilja sínum til að taka þátt í að skera upp herör gegn samfélagsvánni. Lögreglan á Suðurnesjum breytti sínu verklagi í þessum málaflokki eftir að tilraunverk- efni, sem kallað var „Að halda glugganum opnum“ heppnaðist afar vel. Friðrik Smári segir full- snemmt að segja til um hvernig breytingar lög- reglunnar í borg- inni verði en segir þó að þær verði hugsanlega í líkingu við það sem gert var á Suðurnesjum. Borgarlögreglan á þar hægt um vik því nýr lögreglustjóri, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, var lögreglu- stjóri á Suðurnesjum áður. María Gunnarsdóttir, forstöðu- maður barnaverndar í Reykja- nesbæ, fagnar því að byggja eigi á góðri reynslu Suðurnesjamanna. „Þetta verkefni hefur skilað miklum árangri og fest sig algjörlega í sessi hér,“ segir hún. Að sögn Maríu byggir aðferða- fræðin meðal annars á því að ger- andinn í heimilisofbeldismálum er tekinn af heimilinu. Fjölskyldan getur því dvalið þar áfram í stað þess að þurfa að leita í úrræði á borð við Kvennaathvarfið. Ef ger- andi sættir sig ekki við það er nálg- unarbanni beitt. Mikil áhersla er lögð á fræðslu og upplýsingagjöf. Til dæmis koma lögregluþjónar og fulltrúar félagsþjónustu aftur inn á heimilið innan þriggja daga til að kynna brotaþola réttindi og valkosti. María segir að þessi aðferðafræði snúist um að lyfta umræðu um heim- ilisofbeldi upp á hærra plan. „Það þurfti að opna þessa umræðu, alveg eins og gert var með umræðuna um kynferðisofbeldi fyrir 25 árum.“ - jse, aó Taka ofbeldið nýjum tökum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu breytir í vetur verkferlum sínum í málum sem snúa að heimilisofbeldi. Tilkynnt ofbeldismál fleiri í ár en á sama tíma síðustu ár. Byggt verður á góðri reynslu frá Reykjanesbæ. FRIÐRIK SMÁRI BJÖRGVINSSON 2011 2012 2013 2014 123 129 120 150 Miðað við fyrri helming áranna. Heimild: Afbrotatölfræði 2014, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Heimilisofbeldi Bolungarvík 12° SV X7 Akureyri 16° VSV 3 Egilsstaðir 13° VNV 2 Kirkjubæjarkl. 16° SV 2 Reykjavík 12° VSV 3 Bjart nokkuð víða í dag en þykknar upp með vestur- og austurströndinni. Vindur fremur hægur og hiti á bilinu 9-18 stig. 4 LOKAÐ Almannavarnir hafa lokað nokkrum leiðum norðan Vatnajökuls vegna ótryggs ástands við Bárðarbungu. Ferðamenn á svæðinu sem Fréttablaðið ræddi við vissu margir hverjir ekki af jarðhræringunum. FRÉTTABLAÐIÐ/SVEINN Krefst rannsóknar Orri Vigfússon krefst þess að ráð- herra skipi óháða nefnd til að rann- saka áhrif eldislax á villta stofna. 4 Skortir samráð Gylfi Arnbjörns- son segir að allt samráð vanti við fjárlagagerð. Formaður BSRB hefur áhyggjur af stöðunni. 6 Í kapp við tímann Margar merki- legar fornminjar hafa fundist við uppgröft á Gufuskálum. Tíminn er naumur því sjórinn brýtur landið við rústirnar. 10 Færri fara í skóla Nemendum fækk- ar bæði í menntaskólum og háskólum landsins. Minnkandi atvinnuleysi er ein af skýringunum. 12 Vegagerðin undirbýr aðgerðir vegna yfirvofandi goss í Bárðarbungu: Ætla að reyna að bjarga brúm BANDARÍKIN Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur sett af stað opinbera rannsókn og sent Eric Holder ríkissaksóknara til Ferguson í Missouri vegna dauða hins unga Michaels Brown sem varð fyrir byssuskoti lögreglu- manns 9. ágúst. Forsetinn sárbænir enn íbúa bæjarins um að sýna samstöðu svo öldurnar megi lægja í bænum en óeirðir brutust út á ný á sunnu- dagskvöld eftir að krufningar- skýrsla leiddi í ljós að unglingur- inn var skotinn sex sinnum, þar af tvisvar í höfuðið. Brown var óvopnaður þegar hann lést en óvíst er af hverju lög- reglumaðurinn hleypti af skot- vopni sínu. - nej Hefur sett af stað rannsókn: Ríkissaksóknari til Ferguson BEITA TÁRAGASI Mótmælendur hörf- uðu í gær þegar lögregla beitti skyndi- lega táragasi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Við erum að safna upplýsingum um tæki sem við gætum notað til að rjúfa þjóð- veginn. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.