Fréttablaðið - 19.08.2014, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 19.08.2014, Blaðsíða 25
FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2014 Kynningarblað Vodafone, Síminn, Hressing, krísustjórnun og vörumerki Hugmyndafræði Vodafone á heimsvísu byggir á einfald-leika og áhyggjuleysi og það kunna íslensk fyrirtæki að meta. Sí- fellt fleiri fyrirtæki velja að greiða fast mánaðargjald fyrir notkun allra sinna fjarskiptatækja án þess að hafa áhyggjur af bakreikn- ingi síðar meir,“ segir Trausti Guð- mundsson, forstöðumaður fyrir- tækjaþjónustu Vodafone. Hann segir stöðu Vodafone á ís- lenskum fyrirtækjamarkaði vera afar sterka. „Mörg stærstu fyrirtækin og mikilvægustu stofnanir landsins hafa valið Vodafone, en að sjálf- sögðu líka þúsundir smærri fyrir- tækja. Við leggjum okkur fram við að hlusta á þeirra þarfir, veita góða og skjóta þjónustu og gera það sem við getum til að gera þau sam- keppnishæfari á sínum markaði.“ Bestu meðmælin Reynsla Vodafone af þjónustu við íslensk fyrirtæki er mikil og fjöl- breytt. Trausti segir að fyrirtæk- ið hafi metnað til að gera ávallt betur og fagnar því hve sumir viðskiptavinir geri miklar kröfur um áreiðanleika og gæði. „Við erum til að mynda stolt af því að öryggis- og viðbragðs- aðilar hafi kosið að vera með fjarskiptaþjónustu hjá okkur og lítum á það sem gæðastimp- il fyrir vörur og þjónustu Voda- fone. Dæmi um slíka aðila eru Neyðar línan, Landsbjörg, Slökkvilið höfuðborgarsvæðis- ins, Landhelgisgæslan, Land- spítalinn, Ríkisútvarpið og bæði stóru orkufyrirtækin sem stóla á okkur til að tryggja örugg og góð fjarskipti. Öll stærstu sveitarfélög landsins hafa einnig valið Voda- fone, stærstu smásölufyrirtækin og áfram mætti telja. Í því felast mikil meðmæli,“ segir Trausti. Í fyrirtækjaþjónustu Vodafone er lögð mikil áhersla á persónu- lega þjónustu og ráðgjöf. „Við lítum á okkur sem sam- starfsmenn viðskiptavina okkar en ekki eingöngu þjónustuaðila. Viðskiptavinir geta í mörgum til- vikum nýtt sér yfirgripsmikla tækniþekkingu okkar í sínum rekstri og við höfum tekið þátt í skemmtilegum nýsköpunar- og þróunarverkefnum þar sem fjar- skiptatæknin er nýtt á skemmti- legan hátt, ýmist til að skapa auknar tekjur fyrir viðskipta- vini eða hagræða í þeirra rekstri,“ segir Trausti. Sterkir innviðir mikilvægir fyrir samfélagið Þjónusta Vodafone nær um allt land og eru innviðir fyrirtækis- ins sterkir. „Við rekum okkar eigin fjar- skipta- og lykilkerfi sem ná til alls samfélagsins og bjóðum upp á víðnet sem tengir fyrir- tæki og útibú um land allt. Dæmi um slíkt eru smávöruverslanir og bensínafgreiðslustöðvar sem treysta á mjög háan uppitíma kerfa, þar sem ekkert má klikka,“ útskýrir Trausti. Fyrirtækjaþjónusta hefur á undanförnum árum verið vax- andi hluti af starfsemi Vodafone og nú er svo komið að helming- ur tekna fyrirtækisins kemur frá þjónustu við fyrirtæki. Leiðandi um allan heim Vodafone er eitt stærsta fjarskipta- fyriræki heims og hefur Voda- fone hér á landi beinan aðgang að tækniþekkingu, reynslu og vöru- þróun ytra. „Allt gefur það viðskiptavinum okkar forskot og það vilja íslensk fyrirtæki nýta sér til að verða sam- keppnishæfari á markaði. Tækni- framfarirnar stuðla einnig að létt- ari rekstri og við leggjum okkur fram um að kynna fyrir viðskipta- vinum nýjar og hagstæðar leiðir, ef við teljum þær henta fyrirtækjum sem eru í viðskiptum við okkur,“ segir Trausti. Á undanförnum misserum hefur Vodafone verið leiðandi í vöruþró- un hér á landi. Vodafone RED, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki, og Traveller-þjónustupakkarnir sem innihalda hagstæðari verð á ferða- lögum erlendis eru dæmi um slíkt. Í báðum tilvikum er áhyggjuleysi og einfaldleiki undirliggjandi þátt- ur í þjónustunni sem Trausti segir að viðskiptavinir kunni að meta. Mínar síður vinsælar Trausti segir þjónustuna vera í stöðugri þróun, með tilliti til þarfa og óska viðskiptavina. Þannig hafi til dæmis fyrirtækið þróað Mínar síður, þjónustusíður Vodafone á netinu, í samstarfi við stóra við- skiptavini. „Margir vilja þjónusta sig sjálf- ir með ýmsa hluti hvenær sólar- hringsins sem er og þar gegna Mínar síður lykilhlutverki. Þar hafa fyrirtæki góða yfirsýn yfir sín fjar- skiptamál, bæði varðandi notk- un og kostnað, og Mínar síður njóta mikilla vinsælda.“ Þar sem fagfólkið verslar er þér óhætt Vodafone er eitt stærsta fjarskiptafyrirtæki veraldar. Vodafone er einnig í fararbroddi þegar kemur að traustri og áreiðanlegri fyrirtækjaþjónustu á Íslandi. Það skýrist af fyrsta flokks þjónustu, sanngjörnu verði og öruggum fjarskiptakerfum, sem má alltaf reiða sig á. Meðal þeirra sem hafa valið Vodafone eru viðbragðsaðilar á borð við Neyðarlínuna, Landsbjörg, Landspítalann og Ríkisútvarpið. Trausti Guðmundsson er forstöðumaður fyrirtækjaþjónustu Vodafone. MYND/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.