Fréttablaðið - 19.08.2014, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 19.08.2014, Blaðsíða 40
19. ágúst 2014 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 24 Það er nóg að gera þessa dagana hjá dúóinu Funa sem saman- stendur af þeim Báru Grímsdótt- ur kvæðakonu og Chris Foster þjóðlagasöngvara og gítarista. Svo byrjað sé á deginum í dag þá verða þau á þjóðlagatónleikum í Norræna húsinu kvöld sem hefj- ast klukkan 20, ásamt norsku tónlistarkonunum Lindu Gytri frá Oldedalen sem státar af titl- inum Noregsmeistari í harmon- ikuleik og Unni Lövlid sem er rödd vesturstrandar Noregs og þykir með betri þjóðlagatónlist- arkonum. „Þetta eru í raun þrískiptir tón- leikar. Við skiptumst á að koma þar fram, við Chris saman og þær Linda Gytri og Unni Löv- lid hvor í sínu lagi,“ lýsir Bára. „Chris verður með langspilið og ég með borðhörpu sem heit- ir Kantele og Chris spilar líka á gítar. Efnið er blanda af göml- um íslenskum lögum sem hafa fundist í handritum, og enskum kvæðalögum. Ég ætla til dæmis að syngja enska ballöðu við lang- spilið. Lagið er þjóðlag og textinn sannsögulegur.“ Svo er það stóra þjóðlista- hátíðin á Akureyri sem hefst á morgun og stendur fram á laug- ardag. Þar verður bæði þjóðlaga- tónlist og þjóðdansar á dagskrá í meðferð fjölda listamanna frá Norðurlöndunum og nokkurra frá Írlandi og Skotlandi. Meðal þeirra íslensku eru Bára og Chris sem verða með tónleika á Kaffi Akureyri á föstudaginn, 22. ágúst. Þar flytja þau útsetningu á lagi sem Bára samdi við ljóð eldklerksins Jóns Steingríms- onar um Móðuharðindin. „Lagið heitir Angurvaka og við leikum undir á tvö langspil,“ lýsir Bára og bætir því að gárungarnir segi að eldklerkurinn sjálfur hafi leikið undurvel á langspil. gun@frettabladid.is Þjóðlistin í hávegum höfð hjá Funa Bára Grímsdóttir og Chris Foster frumfl ytja lag Báru við ljóð Jóns Steingrímssonar eldklerks á þjóðlista- hátíð á Akureyri í vikunni. En fyrst koma þau fram á tónleikum í Norræna húsinu í kvöld. DÚÓIÐ FUNI Bára og Chris eiga ýmis sérkennileg hljóðfæri sem þau leika á undir söng sínum. Spænski listamaðurinn Cayet- ano Navarro ferðast mikið og flest verka hans eru tengd upp- lifun hans af ferðalögum. Á sýn- ingu sem hann opnar í Gerðu- bergi á fimmtudaginn klukkan 18 og nefnist Walking around Iceland X58 sýnir hann ljósmyndir, klippi- myndir, myndbönd og lágmyndir. „Ég reyni að túlka hvaða augum gestir og heimamenn líta íslenska náttúru og fer með áhorfendur í huglægt ferðalag. Öll upplifum við umhverfið á mismunandi hátt og ekki síst landslag. Svo eiga minn- ingar okkar og tilfinningar stóran þátt í skynjuninni,“ segir hann. Cayetano Navarro er fæddur í Alicante á Spáni. Hann útskrif- aðist af myndlistabraut árið 2007 frá Universidad Miguel Hern- ández og var meðal þeirra tíu sem hlutu fyrstu einkunn. Ári síðar lauk hann námi í kennsluréttind- um frá sama háskóla. Hann kveðst hafa átt tíðar ferðir milli Íslands og heimalandsins undanfarin ár og upp á síðkastið búið að mestu í Þykkvabæ, sem ráðsmaður hjá Júlíusi Má Baldurssyni sem rekur stærsta landnámshænsnabú lands- ins. Heimasíða hans er cayetanonav- arro.es. Sýningin Walking around Ice- land X58 er opin virka daga milli klukkan 9 og 18 og um helgar milli 13 og 16 og stendur til 19. október. gun@frettabladid.is Fer með áhorfendur í huglægt ferðalag Á sýningunni Walking around Iceland X58 sem spænski listamaðurinn Cayetano Navarro opnar í Gerðubergi á fi mmtudag skoðar hann hvaða augum gestir og heimamenn líta íslenska náttúru. Hann gefur hugmyndafl uginu lausan tauminn. SÝNISHORN Myndir Navarros eru á mörkum ímyndunar og veruleika. Ég reyni að túlka hvaða augum gestir og heimamenn líta íslenska náttúru og fer með áhorfendur í huglægt ferðalag. 11" verð frá 159.990.- 13" verð frá 179.990.- FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.