Fréttablaðið - 19.08.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.08.2014, Blaðsíða 4
19. ágúst 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4 7.356 svartbakar voru skráðir í veiði- skýrslur árið 2012 en mesta skráð veiði á þessari tegund var árið 1995 eða 35.787 fuglar. NÁTTÚRA Verndarsjóður villtra laxastofna, NASF, hefur óskað eftir því við Sigurð Inga Jóhanns- son umhverfisráðherra að óháð rannsókn verði tafarlaust gerð á fiskeldi á Vestfjörðum. Tilefnið er slysaslepping úr kvíum Fjarðalax í Patreksfirði, og að í sumar hefur eldisfiskurinn veiðst í sjó, árósum og ám vestra. Orri Vigfússon, sem skrif- ar bréfið fyrir h ö nd N A S F, segir að upplýs- ingum um slysa- sleppinguna, og almennt um fisk- eldi á svæðinu, sé ekki treyst- andi. „Nú þegar er langt komið með að veiða 200 laxa við og í nálægum ám og að sögn heima- manna sjást ennþá laxatorfur í sjónum. Það eru því nægar vís- bendingar um að umhverfisskað- inn hlýtur að hafa verið miklu meiri en fram hefur komið,“ skrif- ar Orri. Fiskistofa heimilaði 17. júlí neta- veiðar á laxi undir eftirliti í Pat- reksfirði til að freista þess að ná eldislöxunum sem sluppu úr eld- iskvíum Fjarðalax í nóvember. Árangur netaveiðanna er lítill, en Guðni Magnús Eiríksson, sviðs- stjóri á lax- og silungsveiðisviði Fiskistofu, telur líklegt að alls hafi veiðst á annað hundrað laxar á síð- ustu vikum, mest á stöng. Veiði- málastofnun erfðagreindi 21 lax sem hafði veiðst í ferskvatni fyrir Fiskistofu og enginn vafi leikur á því að um eldislax úr slysaslepp- ingunni er að ræða. Það sem talið er alvarlegast er að laxarnir sýndu merki þess að þeir væru kynþroska og Veiðimálastofnun staðfestir að laxarnir voru af tegund norskra eldislaxa. Upphaflega gerði Fjarðalax ráð fyrir því að 200 laxar hefðu slopp- ið, eins og Fréttablaðið greindi frá á sínum tíma. Spurður hvort van- mat hafi verið um að ræða segir Guðni Magnús að svo virðist vera. Hann hafi fengið þau svör frá fyr- irtækinu að laxarnir hafi verið allt að 500 talsins, en fleiri geti laxarn- ir ekki hafa verið er mat Fjarða- laxmanna þar sem slátrun úr sjó- kvínni var að ljúka. Guðni segir sleppinguna líklega vera bundna við þennan tiltekna atburð. „En ef við horfum til lengri tíma þá er fyrirhugað að byggja upp mikið fiskeldi og þar geta orðið óhöpp. Þessu er tekið mjög alvar- lega hér,“ segir Guðni. svavar@frettabladid.is Ráðherra krafinn um rann- sókn á fiskeldi á Vestfjörðum Fjöldi þeirra eldislaxa sem sluppu úr sjókví Fjarðalax í nóvember virðist hafa verið vanáætlaður. Taldir hafa verið 500 en ekki 200 eins og upphaflega var sagt. Ráðherra er beðinn um að hefja óháða rannsókn vestra. Í PATREKSFIRÐI Við Ósá, sem einnig er nefnd Botnsá, hafa veiðst á annað hundrað eldislaxar. MYND/ORRI ORRI VIGFÚSSON Jónatan Þórðarson, eldisstjóri Fjarðalax, sagði í viðtali við Fréttablaðið 1. apríl að 200 laxar hefðu sloppið og það væri vitað mjög nákvæmlega. Hann sagði umræðuna um hættu á erfðamengun frá norska eldiskyninu á villigötum og hættuna á erfðamengun hverfandi litla, enda væri fiskurinn ókynþroska. Hann taldi víst að fiskurinn dræpist í sjó, enda yrði eldiskynið svo seint kynþroska að hann myndi aldrei ganga í laxveiðiá fyrr en mörgum árum eftir að hann sleppur. Líkurnar á að hann dræpist í millitíðinni væru yfirþyrmandi miklar. Jónatan segir í viðtali við Fréttablaðið að þróunin hafi komið á óvart. Hins vegar sé enginn villtur lax á því svæði sem eldislaxinn kom fram og því hætta lítil. REIKNAÐ MEÐ AÐ LAXINN DRÆPIST Í HAFI LEIÐRÉTTING Ranglega var sagt í Fréttablaðinu í gær að skuldir spænska ríkisins væru milljarður evra. Þær eru miklu meiri en það því þær fóru yfir billjón evrur. Það er að segja 1.000.000.000.000 evrur. Beðist er velvirðingar á mistökunum. BRETLAND „Þetta var nú allt saman hálfgerður misskilningur,“ segir Kristinn Hrafnsson, tals- maður Wikileaks, um fréttir þess efnis að Juli- an Assange væri farinn að hugsa sér til hreyf- ings úr sendiráði Ekvadors í London. „Hann var að svara spurningum sem sneru að einhverjum orðrómi sem komst á flot í gær- kvöldi og nótt um að hann ætlaði að gefa sig fram við lögreglu í dag [í gær]. Það var enginn fótur fyrir því,“ segir Kristinn. Sjálfur hafi Kristinn svo fengið spurningar snemma í gærmorgun um það hvort Assange væri tilbúinn til þess að yfirgefa sendiráðið. „Ég gat ekki svarað öðru vísi en þannig að hann væri auðvitað tilbúinn til þess hvenær sem er, og það helst sem fyrst. En það getur náttúrlega ekki gerst nema að breyttum forsendum, þannig að Bretar fari að virða það hæli sem búið er að veita Julian í samræmi við alþjóðasamninga.“ Tilefni blaðamannafundarins með Julian Assange, sem haldinn var í sendiráði Ekvadors í London í gærmorgun, hafi fyrst og fremst verið það að tvö ár voru um helgina liðin síðan Ekvador veitti Assange hæli. Ricardo Patino, utanríkisráðherra Ekvadors, hafi verið stadd- ur í London og því tekið þátt í fundinum til að ítreka stuðing Ekvadors við Assange. gudsteinn@frettabladid.is Kristinn Hrafnsson blæs á orðróm um að Julian Assange hafi ætlað að gefa sig fram við lögreglu í gær. Fréttir af Assange voru misskilningur Í SENDIRÁÐI EKVADORS Ricardo Patino, utanríkis- ráðherra Ekvadors, ásamt Julian Assange á blaða- mannafundinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið landsins með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá BJARTVIÐRI VÍÐAST HVAR Á LANDINU NÆSTU DAGA og fremur hægur vindur. Hiti verður með ágætum í innsveitum og þar sem skjóls nýtur en nokkuð svalara með ströndum. 12° 7 m/s 11° 4 m/s 12° 3 m/s 11° 7 m/s Strekkings- vindur með S-ströndinni annars hægari. Hæg breyti- leg átt, stífari vindur með A-ströndinni. Gildistími korta er um hádegi 26° 33° 18° 21° 21° 20° 21° 19° 19° 27° 18° 31° 31° 31° 24° 19° 16° 20° 16° 2 m/s 12° 3 m/s 13° 2 m/s 11° 3 m/s 16° 3 m/s 15° 5 m/s 11° 4 m/s 13° 13° 10° 10° 13° 12° 9° 9° 9° 10° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur FIMMTUDAGUR Á MORGUN ÚTIVIST Gönguhópur Blindra- félagsins stóð fyrir afmælis- göngu á Akrafjall síðastliðinn sunnudag. Blindrafélagið, sem fagnar 75 ára starfsafmæli sínu í vikunni, og Akraneskaupstaður stóðu sameiginlega að göngunni og var markmiðið að vinna gegn staðalímynd blindra og sjón- skertra, samkvæmt frétt Akra- nes.is. Blindrafélagið lagði til sjón- skerðingar-hermigleraugu. Með þau á nefinu fengu sjáandi göngu- garpar smá hugmynd um hvernig það er að vera sjónskertur og þurfa að fóta sig á fjalli. - fb Blindir og sjáandi í samfloti: Afmælisganga á Akrafjall VIÐSKIPTI Jón Sigurðsson, fyrr- verandi forstjóri FL Group, gefur kost á sér í stjórn N1 á hluthafa- fundi sem fram fer á morgun. Jón gaf kost á sér til setu í stjórninni fyrir aðalfund. Kauphöllin taldi vafa leika á hæfi Jóns til setu í stjórn félaga með skráða fjármálagerninga og dró hann því framboð sitt til baka fyrir síðasta aðalfund félagsins. Í bréfi til stjórnarformanns vegna framboðsins nú segir Jón að Kauphöllin hafi nú stað- fest við hann að hún muni ekki gera athugasemdir við framboð hans eða setu í stjórn félaga með skráða fjármálagerninga. - jhh Stjórnarkjör í N1 í vikunni: Jón Sigurðsson gefur kost á sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.