Fréttablaðið - 19.08.2014, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 19.08.2014, Blaðsíða 43
ÞRIÐJUDAGUR 19. ágúst 2014 | LÍFIÐ | 27 Kíkið inná: heklanotadirbilar.is GÓÐIR, NÝLEGIR, TRAUSTIR GÆÐABÍLAR Á GÓÐU VERÐI VW Touareg V6 TDi Ásett verð: 4.790.000 VW Golf TDi Trendl. VW Golf Trendline TDi MM Colt AT Ásett verð: 2.790.000 Ásett verð: 2.390.000 Ásett verð: 750.000 VW Bjalla Design 160 hö VW Passat Alltrack 4Motion Ásett verð: 3.990.000 Ásett verð: 5.990.000 VW Polo 1.4 Comfortl. AT Kia Cee’d EX Sport Toyota Auris Terra Ásett verð: 2.340.000 Ásett verð: 2.890.000 Ásett verð: 1.490.000 Komdu og skoðaðu úrvalið! Skoda FabiaAmb. 1.6 TDi Ásett verð: 2.690.000 „Pælingin er að þegar þú labbar inn þá sértu kominn til Hawaii,“ segir Jóel Briem en hann vinnur nú að því að opna staðinn Bar Ananas á Klapparstíg þar sem Café List var áður til húsa. „Hugmyndin kviknaði þegar ég og Stulli sátum og drukkum kokkteil,“ segir Jóel en þá vísar hann til Einars Sturlu Moinichen. Félagarnir eru vanir menn í veitinga- rekstri og mun nýi staðurinn fara undir hatt Bar Co, samsteypu sem á nokkra skemmti- og veitingastaði í Reykjavík og snýst um að halda stöðunum við og í góðu ástandi. Nýi staðurinn er þó ögn öðruvísi en gengur og gerist í Reykjavík þar sem staðurinn er fyrsti strandbar Íslandssögunnar og mun þemað vera ananas. „Það mun allt tengjast ananas, ananasljós, ananaskokteilar, allt út í ananas,“ segir Jóel og hlær en hann er með góðan hóp lista- manna að endurgera staðinn þessa dagana. „Össi 7berg er að mála fyrir okkur ásamt ástralska listamanninum Guido og hún Skugga líka,“ segir Jóel. „Það er rosalega góður hópur sem kemur að þessu og allir að vinna að þessu konsepti.“ Fyrsti strandbarinn Jóel Briem vinnur nú að því að opna Bar Ananas. „Ég er búin að vera rosalega lengi að koma plötunni frá mér,“ segir Halla Norðfjörð en hún gefur út sína fyrstu sólóplötu í dag sem ber nafnið The Bridge. Varðandi tón- listarstefnu segir Halla erfitt að flokka plötuna. „Ég hef heyrt alls konar pælingar, til dæmis álfa- fólktónlist,“ segir Halla og hlær. „Ætli þetta sé ekki bara einhvers konar melankólísk fólktónlist.“ Halla hefur meira og minna verið í tónlist allt sitt líf en hún byrjaði að spila á píanó þegar hún var þriggja ára. „Ég söng líka alltaf í laumi,“ segir tónlistarkon- an sem hætti síðan í píanónámi þegar hún var átta ára. „Ég byrjaði síðan aftur þegar ég var átján ára í píanói við FÍH og söng við Söng- skóla Sigurðar Demetz.“ Halla kenndi sér hins vegar sjálf að spila á gítar og snertir á ýmsum strengjahljóðfærum en hún spilar meðal annars á mandólín og litla hörpu á nýju plötunni. „Ég hef stundum heyrt að ég sé með svo- lítið öðruvísi stíl á gítarinn, en það er örugglega þannig þegar maður lærir sjálfur,“ segir hún. „Þá spil- ar maður bara það sem maður heyrir í hausnum og finnur út úr því.“ Halla heldur útgáfutónleikana á Café Rosenberg í kvöld og er það Svavar Knútur sem hitar upp fyrir tónlistarkonuna. - bþ Kenndi sér sjálf á gítar Halla Norðfj örð gefur út sína fyrstu sóló-plötu í dag og blæs til útgáfutónleika á Café Rosenberg í kvöld. SÖNG Í LAUMI Halla Norðfjörð hefur verið að syngja síðan hún var þriggja ára. MYND/ÚR EINKASAFNI Ég hef stundum heyrt að ég sé með svolítið öðruvísi stíl á gítarinn, en það er örugglega þannig þegar maður lærir sjálfur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.