Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.08.2014, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 19.08.2014, Qupperneq 40
19. ágúst 2014 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 24 Það er nóg að gera þessa dagana hjá dúóinu Funa sem saman- stendur af þeim Báru Grímsdótt- ur kvæðakonu og Chris Foster þjóðlagasöngvara og gítarista. Svo byrjað sé á deginum í dag þá verða þau á þjóðlagatónleikum í Norræna húsinu kvöld sem hefj- ast klukkan 20, ásamt norsku tónlistarkonunum Lindu Gytri frá Oldedalen sem státar af titl- inum Noregsmeistari í harmon- ikuleik og Unni Lövlid sem er rödd vesturstrandar Noregs og þykir með betri þjóðlagatónlist- arkonum. „Þetta eru í raun þrískiptir tón- leikar. Við skiptumst á að koma þar fram, við Chris saman og þær Linda Gytri og Unni Löv- lid hvor í sínu lagi,“ lýsir Bára. „Chris verður með langspilið og ég með borðhörpu sem heit- ir Kantele og Chris spilar líka á gítar. Efnið er blanda af göml- um íslenskum lögum sem hafa fundist í handritum, og enskum kvæðalögum. Ég ætla til dæmis að syngja enska ballöðu við lang- spilið. Lagið er þjóðlag og textinn sannsögulegur.“ Svo er það stóra þjóðlista- hátíðin á Akureyri sem hefst á morgun og stendur fram á laug- ardag. Þar verður bæði þjóðlaga- tónlist og þjóðdansar á dagskrá í meðferð fjölda listamanna frá Norðurlöndunum og nokkurra frá Írlandi og Skotlandi. Meðal þeirra íslensku eru Bára og Chris sem verða með tónleika á Kaffi Akureyri á föstudaginn, 22. ágúst. Þar flytja þau útsetningu á lagi sem Bára samdi við ljóð eldklerksins Jóns Steingríms- onar um Móðuharðindin. „Lagið heitir Angurvaka og við leikum undir á tvö langspil,“ lýsir Bára og bætir því að gárungarnir segi að eldklerkurinn sjálfur hafi leikið undurvel á langspil. gun@frettabladid.is Þjóðlistin í hávegum höfð hjá Funa Bára Grímsdóttir og Chris Foster frumfl ytja lag Báru við ljóð Jóns Steingrímssonar eldklerks á þjóðlista- hátíð á Akureyri í vikunni. En fyrst koma þau fram á tónleikum í Norræna húsinu í kvöld. DÚÓIÐ FUNI Bára og Chris eiga ýmis sérkennileg hljóðfæri sem þau leika á undir söng sínum. Spænski listamaðurinn Cayet- ano Navarro ferðast mikið og flest verka hans eru tengd upp- lifun hans af ferðalögum. Á sýn- ingu sem hann opnar í Gerðu- bergi á fimmtudaginn klukkan 18 og nefnist Walking around Iceland X58 sýnir hann ljósmyndir, klippi- myndir, myndbönd og lágmyndir. „Ég reyni að túlka hvaða augum gestir og heimamenn líta íslenska náttúru og fer með áhorfendur í huglægt ferðalag. Öll upplifum við umhverfið á mismunandi hátt og ekki síst landslag. Svo eiga minn- ingar okkar og tilfinningar stóran þátt í skynjuninni,“ segir hann. Cayetano Navarro er fæddur í Alicante á Spáni. Hann útskrif- aðist af myndlistabraut árið 2007 frá Universidad Miguel Hern- ández og var meðal þeirra tíu sem hlutu fyrstu einkunn. Ári síðar lauk hann námi í kennsluréttind- um frá sama háskóla. Hann kveðst hafa átt tíðar ferðir milli Íslands og heimalandsins undanfarin ár og upp á síðkastið búið að mestu í Þykkvabæ, sem ráðsmaður hjá Júlíusi Má Baldurssyni sem rekur stærsta landnámshænsnabú lands- ins. Heimasíða hans er cayetanonav- arro.es. Sýningin Walking around Ice- land X58 er opin virka daga milli klukkan 9 og 18 og um helgar milli 13 og 16 og stendur til 19. október. gun@frettabladid.is Fer með áhorfendur í huglægt ferðalag Á sýningunni Walking around Iceland X58 sem spænski listamaðurinn Cayetano Navarro opnar í Gerðubergi á fi mmtudag skoðar hann hvaða augum gestir og heimamenn líta íslenska náttúru. Hann gefur hugmyndafl uginu lausan tauminn. SÝNISHORN Myndir Navarros eru á mörkum ímyndunar og veruleika. Ég reyni að túlka hvaða augum gestir og heimamenn líta íslenska náttúru og fer með áhorfendur í huglægt ferðalag. 11" verð frá 159.990.- 13" verð frá 179.990.- FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MENNING

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.