Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.08.2014, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 27.08.2014, Qupperneq 2
27. ágúst 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Advania 12. september 2014 Ertu búin(n) að skrá þig? Haustráðstefna Skráning á advania.is/haustradstefna LANDBÚNAÐUR „Ég er komin með tæpan helming af þeim tíu millj- ónum sem ég var að vonast til að geta farið með í bankann,“ segir Jóhanna Þorvaldsdóttir, geita- bóndi á Háafelli í Hvítársíðu. Hún rær nú lífróður til að bjarga geita- búinu frá uppboði sem er yfirvof- andi innan 20 daga. Hún segir að fjárstuðningur komi víða að en sérstaklega frá Noregi, Bandaríkjunum og svo Íslandi. Vestanhafs hafa hönnuðir selt bolla og taupoka með geitamynd og áletraðri stuðningsyf- irlýsingu við geitabúið. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína á Háafell í sumar að sögn Jóhönnu. „Það voru svona um 50 til 100 á dag,“ segir hún. Ekki voru allir gestirnir að velta fyrir sér rækt- unarstarfsemi land- námsgeitarstofnsins. Sumir komu gagngert til að líta Casanova augum en geitin sú fór með mikilvægt hlutverk í Game of Thrones og hlýtur því að teljast til fræg- ari ferfætlinga landsins. Einnig hafa fjölmargir hvatt átakið á þar til gerðum fésbók- arsíðum. - jse Jóhönnu á Háafelli berst stuðningur víða að í lífróðri til bjargar geitabúinu: Styrkja geitabú með könnusölu Ari, ertu skjálfandi yfir þessum niðurstöðum? „Já, en vel undir stærðargráðunni 2 og skiptast heilabylgjurnar jafnt á milli þeirra eldstöðvakerfa sem máli skipta.“ Ari Trausti Guðmundsson jarðvísinda- maður telur að aukin skjálftavirkni og þróun berggangsins í Bárðarbungu halli í eldsumbrot frekar en ekki, þótt sjaldan sé vissa í svona málum. BÖRN Skólar Hafnarfjarðarbæjar eru byrjaðir en enn vantar fjöl- mörg börn pláss á frístundaheim- ili bæjarins. Ríflega sjö hundruð umsóknir um frístundaheimili bárust en um 250 börn eru á bið- lista og vantar 18-20 starfsmenn til að geta boðið börnunum pláss. Geir Bjarnson, æskulýðs- og for- varnafulltrúi Hafnarfjarðar, segir töluvert af fólki hafa sótt um stöð- urnar síðustu tvo daga en jafnvel þótt ráðningar úr þeim hópi gangi upp vanti enn um 10-14 starfs- menn. „Við höfum auglýst í stöðurnar í allt sumar á síðu bæjarins og síð- ustu vikur auglýst á öðrum stöð- um. Við höfum einnig verið í sam- starfi við Vinnumálastofnun sem hefur fjöldann allan af atvinnu- lausum á skrá en höfum ekki feng- ið umsóknir úr þeim hópi. Þetta er hálft starf og þótt fólk fái hálfar bætur á móti þá vill það mögulega ekki missa hlunnindi sín, eins og frítt í sund og bókasöfn.“ Börnin á biðlistanum eru alveg niður í sex ára aldur og sum hafa sérstakar þarfir. „Við forgangs- röðum og hleypum yngstu börnun- um fyrst inn en við hleypum ekki fötluðu barni inn nema stuðnings- fulltrúi fyrir það hafi verið ráð- inn.“ Geir segir marga foreldra ergi- lega og skammast yfir að ekki hafi verið auglýst betur eftir starfs- fólki. „Það er ekki vandamálið. Við höfum auglýst nóg. Þessi árgang- ur sem er að koma upp í skólana núna er stærsti árgangur Íslands- sögunnar og við höfum að hámarki fimmtán börn á hvern starfsmann. Börnin eru það dýrmætasta sem Ríflega þriðjungur barna enn á biðlista 250 börn eru enn á biðlista eftir plássi á frístundaheimili þrátt fyrir að skólastarf sé hafið í Hafnarfirði. Æskulýðsfulltrúi segir að erfitt sé að manna stöður á heim- ilunum þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar og að árgangur sex ára barna sé afar stór. FJÖLMIÐLAR Mikael Torfason yfir- ritstjóri 365 frétta og Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri Fréttablaðs- ins hafa látið af störfum. Kristín Þorsteinsdóttir er nýr yfirrit- stjóri 365 frétta og Sigurjón Magnús Egils- son er fréttarit- stjóri. Kristín og Sigurjón eru gamalreyndir fréttamenn. Hún var á árum áður á fréttastofu Ríkisútvarpsins og hann hefur verið frétta- og ritstjóri á Fréttablaðinu, DV og Blaðinu. - aó Kristín og Sigurjón tekin við: Breytingar hjá Fréttablaðinu VELFERÐARMÁL Heilbrigðiseftirlitið hefur gert kröfu um að matvælaframleiðsla í mötuneyti Hagaskóla verði takmörkuð vegna pláss- og aðstöðuleysis. Þetta veldur því að draga verður úr fjölbreytni á matseðli nemenda, taka út ákveðna rétti og takmarka grænmeti og ávexti. Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla, segir að á aðeins nokkrum árum hafi nemendum sem eru í mataráskrift fjölgað úr tvö hundruð í rúm fimm hundr- uð. „Eldhúsið er löngu sprungið og við sáum þetta alveg fyrir. Ég hef látið skóla- og frístundasvið vita af þessu reglulega og þrátt fyrir viðvörun frá Heilbrigðis- eftirlitinu í vor hefur ekkert verið aðhafst.“ Til að tryggja öryggi matvæla má til dæmis ekki elda kjúkling lengur í eldhúsinu og hverfur hann því af matseðlinum. Einnig þarf að taka út vinsæla rétti eins og hakk og spagettí, einfaldlega af því að það þarf að matreiða svo mikið magn og plássið er of lítið. Síðustu ár hefur skólinn boðið upp á veglegan grænmetis- og ávaxtabar sem nú þarf að takmarka. „Við höfum enn engin loforð fengið um að aðstaðan verði bætt,“ segir Ingibjörg en segist vona að eldhús Hagaskóla verði ofarlega á næstu fjárhagsáætlun. - ebg Heilbrigðiseftirlitið segir öryggi matvæla í mötuneyti Hagaskóla ekki tryggt: Mega ekki bjóða upp á kjúkling Við höfum einnig verið í sam- starfi við Vinnumála- stofnun sem hefur fjöldann allan af atvinnulausum á skrá en höfum ekki fengið umsóknir úr þeim hópi. Geir Bjarnason, æskulýðs- og forvarnafulltrúi Hafnarfjarðar. FRÍSTUNDAHEIMILI Börn niður í sex ára aldur eru á biðlistunum ásamt börnum með sérstakar þarfir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN við eigum og við gefum engan afslátt af því,“ segir Geir og bætir við að einnig hafi sérstaklega margar umsóknir borist frá eldri börnum ásamt því að með batnandi atvinnuástandi séu fleiri foreldrar útivinnandi. Biðlistarnir eru lengstir í Áslandsskóla og Hraunvallaskóla og húsnæðið er einnig orðið of lítið. „Þetta eru ný hverfi og margt fjöl- skyldufólk býr í þeim. Staðan er þannig að of mörg börn eru í of litlu rými en við erum að vinna í þeim málum, ásamt manneklunni.“ Ástandið hefur ekki verið svo slæmt í Hafnarfirði áður en Reykjavíkurborg glímdi við svip- aðan vanda fyrir fáeinum árum. Geir segir að litið sé til þeirra leiða sem borgin notaði og reynt að læra af þeim. erlabjorg@frettabladid.is JÓHANNA ÞORVALDSDÓTTIR Bústólp- inn og ferfætlingarnir á Háafelli eiga hauka í horni víða en það er spurning hvort það dugi til að bjarga búinu. UMHVERFISMÁL Bæjarráð Hvera- gerðis vill viðræður við Orku- veitu Reykjavíkur um framtíðar- lausnir vegna ónæðis af blæstri borhola í bæjarfélaginu. Málið hófst með undirskrifta- lista 26 íbúa nærri Hveragarð- inum þar sem óskað var eftir því að lausn yrði fundin á hávaða sem reglulega bærist frá bor- holu á hverasvæðinu. Bæjaryfir- völd funduðu þá með fulltrúum Orkuveitunnar og gerðu þeim „grein fyrir alvöru málsins“ eins og segir í fundargerð bæjarráðs. „Strax í kjölfar þess fundar var skrúfað fyrir holuna og þar með var hávaðinn úr sögunni.“ - gar Undirskriftir í Hveragerði: Borholublástur truflar íbúana Í ELDHÚSINU Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla, ásamt Trausta Magnússyni, matreiðslumeistara skólans, í eldhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KRISTÍN ÞORSTEINSDÓTTIR SPURNING DAGSINS börn eru á biðlista í Hafnarfi rði. barna sem sótt hefur verið um pláss fyrir eru því á biðlista. börn væru á bið lista í Reykjavík ef hlutfallið þar væri það sama. 250 35% 1300 HVÍTA-RÚSSLAND, AP Litlar vonir voru bundnar við að fundur Porosj- enkós Úkraínuforseta og Pútíns Rússlandsforseta í gær myndi valda straumhvörfum í deilum þjóðanna og átökunum í austanverðri Úkraínu. „Örlög friðar og örlög Evrópu verða ráðin í Minsk í dag,“ sagði Porosjenkó þó fyrir fundinn. Það eitt, að þeir skuli hafa hist og rætt málin, markar töluverð tímamót út af fyrir sig. Þeir hittust í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, þar sem þeir höfðu fyrr um daginn setið á fundum með forsetum Hvíta-Rússlands og Kasakstans. Einnig sat Margareth Ashton, utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins, fundinn með þeim. Átökin í austanverðri Úkraínu héldu áfram í gær. Þau hafa frá því í apríl kostað meira en tvö þúsund manns lífið. - gb Porosjenkó og Pútín hittust í Hvíta-Rússlandi: Ágreiningsmálin rædd í Minsk LEIÐTOGAFUNDUR Gestgjafinn Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, á milli þeirra Vladimírs Pútín og Petrós Porosjenkó. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.