Fréttablaðið - 27.08.2014, Side 4
27. ágúst 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4
Eigum við að búast
við enn einu stríðinu eftir
eitt ár eða tvö?
Mahmúd Abbas, forseti Palestínu
FERÐAMÁL Bæjarráð Árborgar hefur
veitt fimmtán til tuttugu leyfisum-
sóknum um íbúðaleigu til ferða-
manna til skamms tíma jákvæða
umsögn.
„Okkur hefur sýnst að þetta stríði
ekki gegn skilgreiningu í skipulagi
á íbúðabyggð,“ segir Ásta Stefáns-
dóttir, framkvæmdastjóri sveitar-
félagsins. „Það er ekki fortakslaust
bann við atvinnustarfsemi í íbúða-
byggð en hún þarf að samrýmast
búsetu fólks og má ekki vera til
ama.“
Ásta segir að þó málefnið sé
umdeilt hafi ekki komið á henn-
ar borð kvartanir vegna jákvæðra
umsagna bæjarráðsins. Það er
sýslumaður sem veitir leyfin.
Íbúðirnar eru á Eyrarbakka,
Stokkseyri, Selfossi og í nærlæg-
um sveitum. Ekki hefur verið veitt
umsögn um íbúðir í fjölbýli.
Ásta segir að síðan megi skoða
ýmsa þætti, til dæmis hvort fast-
eignagjöld á eignir sem eru nýttar í
atvinnuskyni eigi að vera hærri en
almenn fasteignagjöld. - jse
Um tuttugu leyfi gefin út í Árborg um íbúðaleigu til ferðamanna:
Ferðaþjónusta í íbúðahverfum
HIÐ LJÚFA LÍF Á EYRARBAKKA Það
er ekki slæmt fyrir ferðamenn að búa í
gömlu húsi á Eyrarbakka en umgjörðin
um slíkt er nokkuð umdeild.
SVÍÞJÓÐ Strætisvagnabílstjórar
sem eru í róttækum armi stéttar-
félags síns í Stokkhólmi vöruðu í
síðustu viku við því að þeir myndu
ekki aka strætisvögnum sem eru
með kosningaauglýsingum Sví-
þjóðardemókrata. Bílstjórarn-
ir segjast með því vera að taka
afstöðu gegn kynþáttahatri.
Fyrsti strætisvagninn var tek-
inn úr akstri í gærmorgun. Haft
er eftir bílstjóranum að sumir hafi
sparkað í lokaðar dyr vagnsins.
Hins vegar hafi þeldökkur maður
þakkað bílstjóranum fyrir með
handabandi. - ibs
Auglýsingar á strætó:
Bílstjórar neita
akstri vagna
HEILSA Alþjóðaheilbrigðisstofnun-
in segir að banna eigi notkun raf-
sígaretta innanhúss og að hætta
eigi að selja þær börnum.
Í skýrslu frá stofnuninni kemur
fram að ekki gangi að halda því
fram að sígaretturnar geti hjálpað
fólki að hætta að reykja fyrr en
sterk sönnunargögn komi fram
þess efnis.
Sérfræðingar stofnunarinnar
vara við því að fóstur ófrískra
kvenna geti skaðast af völdum
reyksins. Einnig óttast þeir að
varan geti orðið til þess að notk-
un hefðbundinna sígaretta muni
aukast hjá ungmennum. Jafnframt
hvetja þeir til þess að auglýsingar
rafsígaretta verði bannaðar. - fb
Ný skýrsla birt:
Ræðst gegn
rafsígarettum
UTANRÍKISMÁL Gunnar Bragi
Sveinsson utanríkisráðherra opn-
aði í fyrradag starfsstöð þýðing-
armiðstöðvar á Seyðisfirði.
Í tilkynningu segir að þrír
starfsmenn muni starfa á Seyðis-
firði. Nú þegar eru starfsstöðvar
á Ísafirði, Akureyri og í Reykja-
vík.
Þýðingarmiðstöð utanríkis-
ráðuneytisins var stofnuð árið
1990 vegna viðræðna um EES-
samninginn. Meginhlutverk
hennar er að þýða gerðir sem
heyra undir EES. Þá hefur mið-
stöðin einnig sérhæft sig í að
þýða alþjóðlega samninga, laga-
texta og aðra texta þar sem kraf-
ist er staðlaðs hugtakaforða. - fb
Þýðingarmiðstöð opnuð:
Þrír til starfa á
Seyðisfirði
MEÐ RAFSÍGARETTU Alþjóðaheilbrigð-
isstofnunin vill að notkun rafsígaretta
verði bönnuð innanhúss.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Á SEYÐISFIRÐI Gunnar Bragi Sveinsson
utanríkisráðherra opnaði miðstöðina á
mánudag. MYND/UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ
166.129 rjúpur voru færðar til
bóka árið 1997,
en aðeins 38.283 árið 2012.
GASA, AP Mahmúd Abbas Palest-
ínuforseti ætlar að byrja á því að
kynna félögum sínum í stjórn Pal-
estínu hugmyndir sínar um lausn
á deilunum við Ísrael, og hyggst í
framhaldi af því halda áfram við-
ræðum við alþjóðasamfélagið.
Þetta fullyrti hann í stuttu sjón-
varpsávarpi í gær þar sem hann
skýrði frá því að Ísrael og Palest-
ínumenn hafi fallist á ótímabund-
ið vopnahlé á Gasa.
Vopnahléið eigi að nota til við-
ræðna, en Ísraelar muni létta að
hluta einangrun af Gasasvæðinu,
meðal annars auðvelda innflutn-
ing á hjálpargögnum og bygging-
arvörum. Þá verði fiskveiðisvæði
Gasabúa stækkað úr þremur sjó-
mílum í sex út frá strönd Gasa.
Hamas-samtökin, sem fara
með stjórn á Gasasvæðinu, fengu
þó ekki framgengt kröfum sínum
um að starfhæf höfn og flugvöllur
verði á ný opnaður á Gasa.
Ísraelum varð heldur ekki að
þeirri ósk sinni, að Hamas-sam-
tökin afvopnist og tryggt verði að
þau vopnist ekki á ný.
Þessar kröfur verða á meðal
þeirra, sem til stendur að ræða
um. Abbas tók þó fram að Pal-
estínumenn ætli ekki að sætta
sig við að viðræðurnar snúist um
óljós markmið, heldur ætli hann
að koma með skýrar hugmyndir
á borðið.
„Gasa hefur mátt þola þrjú
stríð. Eigum við að búast við enn
einu stríðinu eftir eitt ár eða tvö?
Hve lengi verður þetta mál án
lausnar?“ spurði hann.
Árásir Ísraela héldu áfram
allt fram á síðustu stundu áður
en vopnahléið tók gildi síðdegis í
gær, klukkan sjö að staðartíma en
fjögur að íslenskum tíma.
Palestínumenn á Gasa héldu
sömuleiðis áfram að skjóta
sprengjuflaugum yfir landa-
mærin til Ísraels fram á síðustu
stundu.
Átökin hafa nú staðið yfir í sjö
vikur og kostað meira en 2.140
Palestínumenn lífið. Meira en 11
þúsund hafa hlotið misalvarleg
meiðsli. Samkvæmt tölum Sam-
einuðu þjóðanna eru þrír af hverj-
um fjórum Palestínumönnum sem
létu lífið almennir borgarar.
Ísraelar hafa misst 69 menn,
þar af fimm almenna borgara.
Ísraelar hafa gert um það bil
fimm þúsund loftárásir á Gasa,
en Palestínumenn hafa skotið um
það bil fjögur þúsund sprengju-
flaugum frá Gasa yfir landamær-
in til Ísraels.
gudsteinn@frettabladid.is
Enn á eftir að semja
um flest deilumálin
Ísraelar ætla að létta eitthvað á einangrun Gasasvæðisins, innflutningur verður
gerður auðveldari en landamærin engan veginn opnuð alveg. Bæði Palestínumenn
og Ísraelar hafa fallist á ótímabundið vopnahlé, sem notað verði til viðræðna.
MAHMÚD ABBAS Forseti Palestínu skýrði frá samkomulagi um vopnahlé í stuttu
sjónvarpsávarpi síðdegis í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
STJÓRNMÁL Umboðsmanni
Alþingis, Tryggva Gunnarssyni,
er ekki kunnugt um það að hann
starfi samkvæmt siðareglum.
Þetta kom fram í svari umboðs-
manns við fyrirspurn Sigmundar
Davíðs Gunnlaugssonar forsætis-
ráðherra frá 15. ágúst.
Tryggvi segir að samkvæmt
lögum ætti forseti Alþingis að
staðfesta siðareglur fyrir Alþingi
og stofnanir þess. Hann vissi þó
ekki til þess að það hefði verið
gert. - ssb
Umboðsmaður svarar:
Hefur engar
siðareglur
BRETLAND, AP Gróf kynferðis-
brot voru framin gegn um 1.400
börnum í borginni Rotherham á
Englandi á árunum 1997 til 2013.
Þetta kemur fram í skýrslu þar
sem því er lýst hvernig lögregla
og önnur stjórnvöld brugðust
börnunum.
Börnum, allt niður í ellefu ára
aldur, var nauðgað, þau sættu bar-
smíðum og þau voru seld mansali.
Alexis Jay, höfundur skýrsl-
unnar, segir að lögreglumenn hafi
sýnt mörgum barnanna fyrirlitn-
ingu og komið í veg fyrir að málin
kæmust í hámæli. - gb
Níðst á börnum í Englandi:
Kynferðisbrot í
hundraðatali
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is,
Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is,
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
TÓNLISTARSKÓLI FÍH AUGLÝSIR
EFTIR UMSJÓNARMANNI HLJÓÐVERS-
OG TÆKJABÚNAÐAR.
ÞEIR SEM HAFA ÁHUGA SENDI UMSÓKN Á TÖLVUPÓSTFANG
SKÓLANS JULIA@FIH.IS FYRIR 15.SEPTEMBER NK.
STARFIÐ FELST Í EFTIRLITI OG VIÐHALDI HLJÓÐVERS SKÓLANS,
UMSJÓN MEÐ TÆKJAKOSTI, AUK ÞESS SEM VIÐKOMANDI SÉR
UM AÐ TAKA UPP TÓNLEIKA OG AÐRA VIÐBURÐI Á VEGUM SKÓLANS.
EINNIG KEMUR TIL GREINA KENNSLA Í UPPTÖKUM. ÞEKKING Á
TÓNLIST ER NAUÐSYNLEG AUK ÞESS SEM KRAFIST ER TÆKNI-
MENNTUNAR OG REYNSLU Í HLJÓÐVERI. UM ER AÐ RÆÐA
FJÖLBREYTT STARF SEM KREFST SVEIGJANLEIKA OG
SAMSKIPTAHÆFILEIKA. UM ER AÐ RÆÐA 50% STARF.
Snjólaug Ólafsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
BJART N- OG A-TIL næstu daga en skýjað að mestu V-til. Dálítil væta SV- og V-til
en þurrt að kalla á morgun. Strekkingur með S-ströndinni og súld. Milt í veðri að 20
stigum NA-til í dag en að 18 stigum bæði NA- og V-til á morgun.
12°
6
m/s
13°
9
m/s
14°
8
m/s
12°
14
m/s
Fremur
hægur
vindur en
strekk-
ingur S-til
Fremur
hægur
vindur en
strekk-
ingur S-til
Gildistími korta er um hádegi
31°
31°
21°
21°
22°
16°
21°
20°
20°
26°
19°
34°
32°
34°
28°
20°
21°
20°
12°
4
m/s
12°
4
m/s
17°
4
m/s
16°
3
m/s
17°
4
m/s
15°
5
m/s
9°
6
m/s
14°
14°
12°
13°
13°
12°
14°
13°
15°
15°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
FÖSTUDAGUR
Á MORGUN