Fréttablaðið - 27.08.2014, Page 6
27. ágúst 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6
Jarðskjálftahrinan í Vatnajökli og
framrás bergganganna í jöklinum
norðvestanverðum er einn mark-
verðasti jarðvísindalegi atburður
sem vísindamenn og almenningur
á Íslandi hafa orðið vitni að. Aldrei
áður hefur neitt viðlíka verið skráð
með nútímatækni.
Þetta er sýn Ágústar Guðmunds-
sonar, prófessors við jarðvísinda-
deild Lundúnaháskóla, Royal
Holloway, á atburðarás síðustu
daga í Vatnajökli, en hann hefur
um áratugaskeið m.a. rannsakað
bergganga sérstaklega og mynd-
un þeirra í eldra bergi á Íslandi.
„Þetta er afar stór atburður og
mun varpa ljósi á kraftana á bak
við það þegar landið er að gliðna
í sundur á þessu svæði. Undir
jöklinum er talinn vera möttul-
strókur, og hvergi á Íslandi er
meira af kviku undir,“ segir
Ágúst og bendir á að jarðhrær-
ingarnar séu innan allstórs land-
svæðis þar sem stærstu eldgos
Íslandssögunnar hafa komið upp.
Hann segir stórt eldgos mögulegt,
þótt lítið gos eða að jarðskjálfta-
hrinan deyi út sé miklum mun lík-
legra.
Á rætur í iðrum jarðar
Ágúst segir að berggangurinn
sé mjög stór; svokallaður meg-
ingangur sem myndast utan við
megineldstöðvarnar. Sumir eiga
rætur sínar að rekja til kviku-
hólfa undir eldstöðvunum en svo
er ekki um bergganginn sem núna
hefur skriðið að meðaltali fram
um fjóra kílómetra á sólarhring
síðustu tíu daga. „Þessi er að
koma af miklu meira dýpi, eða úr
kvikuþró undir niðri sem liggur
á 15 til 20 kílómetra dýpi, líkt og
undir flestum eldstöðvakerfunum
á Íslandi. Slíkar þrær eru miklu
stærri en kvikuhólf. Berggangur-
inn er svo stór að hann stjórnar
öllu spennusviðinu, eða kröft-
unum, á þessu svæði. Það er svo
mikill þrýstingur inni í honum að
hann hefur áhrif á eldstöðvarnar
í kring,“ segir Ágúst og bætir við
að það markverðasta við stöðu
mála í augnablikinu er greini-
leg framrás berggangsins í átt
til megineldstöðvarinnar Öskju/
Dyngjufjalla.
„Ef gangurinn heldur áfram í
nokkra kílómetra í sömu stefnu,
sem við vitum ekki hvort hann
gerir, mætir spennusvið berg-
gangsins spennusviði Öskju, eld-
stöðvarinnar sjálfrar og kviku-
hólfsins þar undir, sem hefur
áhrif nokkra kílómetra út frá sér.
Þá er spurningin hvort berggang-
urinn fari undir Öskju sjálfa,“
segir Ágúst sem telur alltof
mikið af kviku þegar í berggang-
inum til að hann geti komið frá
Bárðarbungu megineldstöðinni.
Það rökstyður að hún komi úr
kvikuþró á meira dýpi þar sem
margfalt meiri og heitari kvika
safnast saman. Hann tekur þó
fram að langflestir berggangar,
hvar sem þá er að finna í heim-
inum, ná aldrei yfirborði.
„En lykilatriðið er að þegar
broddurinn á bergganginum er
kominn um átta kílómetra frá
öskjunni sjálfri, sem er jafn-
gildi breiddarinnar á henni, þá
fer berggangurinn að finna fyrir
spennusviðinu þar, sem getur leitt
til þess að hann hlaupi inn í kviku-
hólfið undir Öskju,“ segir Ágúst
sem játar því að slíkt geti komið
af stað eldgosi í þessu fornfræga
eldfjalli.
Ekkert líkt Kröflu
Líkindi við atburðarásina í
Kröflueldum frá upphafi þeirra
1975 hefur komið fram á síðustu
dögum. Ágúst er hins vegar sann-
færður um að annað sé hér uppi á
teningnum.
„Ég sé ekki að neitt svipað því sé
að gerast, og tel þetta allt öðruvísi
atburð. Í Kröflu var túlkunin sú
að þar hafi kvika komið upp í lítið
hólf, og svo áfram í litlum göngum
út úr Kröfluhólfinu til norðurs og
suðurs. Þarna tel ég að gangur-
inn sjálfur sé ráðandi, ekki kviku-
hólfið, sem gæti verið meginmun-
urinn á þessu tvennu,“ segir Ágúst.
Gögn vísindamanna frá því í
gær sýna að skjálftavirknin er
enn mikil. Mest virkni er við enda
gangsins norður úr Dyngjujökli,
sem nú er kominn um tíu kílómetra
norður fyrir jökulsporðinn.
Berggangurinn undir Dyngju-
jökli er nú talinn um 40 kílómetra
langur. Líkanreikningar, byggðir
á GPS-mælingum, benda til þess
að rúmmálsaukningin bara síð-
asta sólarhringinn sé um 50 millj-
ónir rúmmetrar. Það magn slag-
ar hátt í 500 rúmmetra á sekúndu
eða næstum 1,5 sinnum meðalárs-
rennsli Ölfusár, svo stærðirnar séu
settar í samhengi.
Ágúst telur reyndar að meira
sé af kviku í bergganginum en
350 milljón rúmmetrar, eins og
útreikningar hérna heima sýna.
Jafnvel þrefalt meira, sem jafn-
gildir allri þeirri kviku sem kom
upp í Surtseyjargosinu á árun-
um 1963 til 1967 og Heklugosinu
1947, samtals. Að lokum er rétt að
ítreka að Ágúst minnir á, eins og
vísindamenn hér heima, að ólík-
ar sviðsmyndir sem dregnar eru
upp séu mislíklegar en enga má
afskrifa.
Prófaðu Sensodyne vörurnar og finndu muninn.
Sensodyne fyrir viðkvæmar tennur
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
NÝ OG BE
TRI
HÖNNUN
!
TANNBURSTAR OG
TANNKREM FYRIR
VIÐKVÆM SVÆÐI
Kistufell
Kverkfjöll
Holuhraun
Trölladyngja
Askja
Jö
ku
lsá
á
Fj
öl
lu
m
Dyngjujökull
Bárðarbunga
Jarðskjálftar
> 20. ágúst
21. ágúst
22. ágúst
23.ágúst
24.ágúst
25.ágúst
26.ágúst
8 km
10 km
Framrás
að meðaltali
4 km á dag
Spennusvið Öskju
Hérna er
kvikan núna
BERGGANGURINN STEFNIR Á ÖSKJU
Lengist um fjóra kílómetra á dag
Síðustu tíu daga hefur berggangurinn undir Vatnajökli lengst um fjóra kílómetra á dag, að meðaltali. Sérfræðingur segir atburðinn einn
þann markverðasta sem Íslendingar hafa orðið vitni að, en stærð berggangsins sé vanmetin og stefna hans beint á Öskju allrar athygli verð.
YFIR ÖSKJU Brúarjökull og Kverk-
fjöll í fjarska. Dyngjujökull með
kvíslar Jökulsár á Fjöllum fram undan.
Dyngjufjöll næst í mynd og Öskjuvatn.
FRÉTTABLAÐ
IÐ
/G
VA
Svavar
Hávarðsson
svavar@frettabladid.is