Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.08.2014, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 27.08.2014, Qupperneq 10
27. ágúst 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR LEKAMÁLIÐ | 10 7. febrúar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hef- ur rannsókn á meintum leka úr innanríkisráðu- neytinu á persónuupp- lýsingum um hælisleit- andann Tony Omos. 18. mars Hanna Birna Kristjánsdóttir innan- ríkisráðherra fundar með Stefáni Eiríks- syni, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. 20. júní Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendir ríkissaksóknara rannsóknargögn málsins. Lögreglurannsókn er lokið og ríkissaksóknari skoðar hvort gefa eigi út ákæru. 3. maí Hanna Birna Kristjánsdóttir fundar með Stefáni Eiríkssyni. 16. júlí Hanna Birna Kristjáns- dóttir fundar með Stefáni Eiríkssyni. 18. júlí Hanna Birna Kristjáns- dóttir fundar með Stefáni Eiríkssyni. TÍMALÍNA SAMSKIPTI INNANRÍKISRÁÐHERRA VIÐ LÖGREGLUSTJÓRA OG UMBOÐSMANN ALÞINGIS 29. júlí Frétt birtist í DV um að ástæða þess að Stefán Eiríksson hyggist láta af störfum sé vegna afskipta Hönnu Birnu Kristjánsdóttur af rann- sókninni. 30. júlí Tryggvi Gunnars- son, umboðsmaður Alþingis, sendir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur bréf og óskar svara við spurningum um samskipti hennar við Stefán Eiríksson. 1. ágúst. Hanna Birna Kristjáns- dóttir svarar fyrra bréfi Tryggva Gunnar ssonar. 6. ágúst Tryggvi Gunnarsson spyr öðru sinni um sam- skipti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Stefáns Eiríkssonar. 11. ágúst Tryggvi Gunn- arsson fundar með Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra um samskipti hennar við Stefán Eiríksson. Tryggvi hljóðritar fundinn. 15. ágúst Hanna Birna Kristjánsdóttir svarar fyrir- spurn Tryggva Gunnars- sonar öðru sinni. Sama dag er Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður ráðherra, ákærður. 26. ágúst Embætti umboðsmanns Alþingis tilkynnir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að frum- kvæðisathugun á sam- skiptum hennar við Stefán Eiríksson sé hafin. 26. ágúst Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tekur við dóms- málum. Myndefnin í sameiginlegri frímerkjaútgáfu Íslandspósts og danska póstsins, sem koma út á morgun 28. ágúst, eru fengin úr handritum úr safni Árna Magnússonar í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Í útgáfunni eru tvö frímerki og ein smáörk sem koma út í báðum löndunum. Fyrstadagsumslög fást á helstu pósthúsum. Einnig er hægt að panta þau hjá Frímerkjasölunni. Sími: 580 1050. Netfang: stamps@stamps.is Heimasíða: www.stamps.is facebook.com/icelandicstamps Safnaðu litlum lis taverkum ÞING NEYTENDASAMTAKANNA 2014 Þing Neytendasamtakanna 2014 verður haldið 27. september nk. í félagsheimili Skátafélagsins Kópa, Digranesvegi 79, Kópavogi og hefst það kl. 10:00 stundvíslega (skráning þingfulltrúa hefst kl. 09:30). Auk almennra þingstarfa leggur fráfarandi stjórn fram breytingar á lögum Neytendasamtakanna og sem kynntar eru á heimasíðu samtakanna (ns.is). Í 9. gr. laga Neytendasamtakanna segir svo: Allir skuldlausir félagar Neytendasamtakanna geta verið þingfulltrúar á þingi samtakanna enda tilkynni þeir þátttöku með a.m.k. viku fyrirvara. Félagsmenn eru hvattir til þess að nýta sér rétt sinn og hafa þan- nig áhrif á starf og stefnu Neytendasamtakanna. Þeir sem áhuga hafa á að sitja þingið eru beðnir um að tilkynna það til skrifstofu Neytendasamtakanna í síma 545 1200 eða í tölvupósti (netfangið er ns@ns.is). Reykjavík 27. ágúst 2014 Stjórn Neytendasamtakanna www.ns.is Borgartún 24 • 105 Reykjavíkwww.lifandimarkadur.is Linda Pétursdóttir og Margrét Leifsdóttir heilsumarkþjálfarar Verð 14.900.- en 9.900.- fyrir þátttakendur sem hafa tekið þátt áður. Matreiðslunámskeið 4. sept. 18:30 - 21:30 verð 7.200.- Síðasti skráningardagur er 2. sept. Sjá nánar: www.simplewellbeing.com/hausthreinsun Viltu öðlast meiri orku, léttast, upplifa betri svefn og vellíðan? Komdu með okkur í 10 daga hausthreinsun sem skilar árangri. 10 daga hausthreinsun 8 - 17 september Stefán Eiríksson, fráfarandi lög- reglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, fullyrti í samtali við Tryggva Gunn- arsson, umboðsmann Alþingis, að Hanna Birna Kristjánsdóttir innan- ríkisráðherra hefði gert ítrekaðar athugasemdir við rannsókn lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu á lekamálinu. Aðstoðarmenn hennar hefðu einnig beitt hann þrýstingi. Umboðsmaður Alþingis tilkynnti Hönnu Birnu í gær að embætt- ið myndi hefja frumkvæðis- athugun á sam- skiptum Hönnu Birnu við Stefán. Í bréfinu lýsir Tryggvi ítarlega fundi sínum við Stefán þann 11. ágúst þar sem hann spurði út í samskipti Stefáns og Hönnu Birnu á meðan lögreglurannsókn á leka- málinu stóð yfir. Stefán segir að þótt Hanna Birna hafi ítrekað full- yrt við sig að hún væri ekki að reyna að hafa áhrif á gang rann- sóknarinnar, hafi hún meðal ann- ars undrast umfang lögreglurann- sóknarinnar. Meðal annars gert athugasemd við að tölva væri tekin af aðstoðarmanni hennar. Stefán fullyrti við umboðsmann Alþingis að hann hefði velt fyrir sér hvað hann ætti að gera vegna spurn- inga Hönnu Birnu um rannsókn- ina. Hann hefði því haft samband við ríkissaksóknara og gert honum grein fyrir því að hann hefði feng- ið símtöl frá ráðherra þar sem hún gerði athugasemdir við ýmsa þætti í rannsókninni. Stefán sagði í samtali við umboðs- mann að athugasemdir Hönnu Birnu hefðu ekki sett lögregluna í góða stöðu. „… það sem setti mig í svolitla klemmu, finnst mér, í tengslum við þetta allt saman, er að sá sem er að gera athugasemdirnar er yfirmaður lögreglumála í landinu og fullyrti í öðru hverju orði í öllum þessum samtölum að hún væri ekki að reyna að hafa áhrif á rannsókn málsins en gagnrýndi að þetta gengi allt of hægt fyrir sig,“ sagði Stefán í sam- tali sínu við umboðsmann. Stefán mun hafa tekið það fram í samtali við Tryggva að hann hafi ekki ákveðið að láta af starfi lögreglustjórans á höfuðborgar- svæðinu vegna samskipta við ráð- herrann. Hann hefði áður verið búinn að lýsa vilja sínum til þess að breyta um starfsvettvang. Stefán segir einnig að eftir að DV birti frétt um að hann hefði ákveð- ið að hætta störfum hjá lögregl- unni vegna afskipta Hönnu Birnu af málinu hafi aðstoðarmenn henn- ar óskað þess að hann sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann hafnaði öllu sem þar kom fram. jonhakon@frettabladid.is Ítrekuð afskipti af lögreglurannsókn Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir að bæði Hanna Birna Kristjánsdóttir innan- ríkisráðherra og aðstoðarmenn hennar hafi beitt sig þrýstingi í lekamálinu. Um- boðsmaður Alþingis mun hefja frumkvæðisathugun á samskiptum þeirra tveggja. TRYGGVI GUNNARSSON Sá sem er að gera athugasemd- irnar er yfirmaður lögreglumála í landinu. Stefán Eiríksson lögreglustjóri í samtali við umboðsmann Alþingis. Í INNANRÍKISRÁÐUNEYTINU Lögreglustjóri segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi ítrekað gert athugasemdir við gang rannsóknarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.