Fréttablaðið - 27.08.2014, Side 11

Fréttablaðið - 27.08.2014, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 27. ágúst 2014 | FRÉTTIR LEKAMÁLIÐ | 11 Í bréfi Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis, til Hönnu Birnu Kristjánsdóttur vísar hann í samtal sem hann átti við Stefán Eiríksson, lögreglustjóra á höfuð- borgarsvæðinu. Í umfjöllun sinni vísar Tryggvi oft í lögreglustjór- ann sem L...................... „Ég tel ástæðu til að minna á að það er ekki síst hlutverk eftir- litsaðila eins og umboðsmanns Alþingis að gæta að því að traust og trúnaður ríki um mál- efni stjórnsýslunnar og í sam- skiptum innan hennar og við borgarana.“..................... „Þar greindi lögreglustjórinn frá því að hann hefði, auk þess að gera ríkissaksóknara grein fyrir umræddum samskiptum við yður í tilefni af þessari tilteknu lögreglurannsókn, einnig greint þeim aðstoðarlögreglustjóra við embætti hans sem fór með stjórn rannsóknarinnar frá sím- tölum við yður og fundum þar sem rætt hefði verið um málið.“..................... „L tók fram að það hefði ítrekað komið fram í samtölum hans við yður að allt sem þér sögðuð við hann og rædduð væri í fyllsta trúnaði og hann héldi þann trúnað. Aftur á móti liti hann svo á að með hliðsjón af lögum um umboðsmann Alþingis gæti hann ekki annað en svarað öllum spurningum mínum um málið og annað sem því tengd- ist.“..................... „Í máli L kom fram að í sam- tölum hans við yður og aðstoðar- manninn, bæði í síma og síðan á fundi eða fundum í ráðuneyt- inu í janúar sl., hefði komið fram að þér væruð mjög ósáttar og gerðar hefðu verið athugasemd- ir vegna þess að lögreglan hefði ekki upplýst yður um að kæra væri komin fram og gerðar hefðu verið athugasemdir við þá fram- göngu yfirlögregluþjónsins að upplýsa þetta í fjölmiðlum.“..................... „L segir að það hafi frá hans bæjardyrum séð sett ýmis mál í annað samhengi gagnvart ráðu- neytinu þegar kom að þeim tímapunkti að embætti hans hafi verið falin umrædd rann- sókn af hálfu ríkissaksóknara. Sjálfur hefði hann hugað að hæfi sínu til að koma að málinu.“..................... L: „og ég kom því á framfæri við ríkissaksóknara að hún hefði sagt í þessu samtali við mig að þegar þessu máli yrði lokið þá væri alveg ljóst í hennar huga að það þyrfti að rannsaka rann- sókn lögreglu og ríkissaksókn- ara.“ STIKLUR ÚR BRÉFI UMBOÐS MANNS Nánari upplýsingar á www.rsk.is 442 1000 Þjónustuver 9:30-15:30rsk@rsk.is gÁrsreiknin askrá RSK Ársreikningaskrá RSK skorar á þau félög sem ekki hafa skilað ársreikningi sínum fyrir árið 2013 að gera það nú þegar eða í síðasta lagi fyrir 1. september n.k. Skil á ársreikningi 2013 Skorað er á stjórnir félaga að senda nú þegar til ársreikningaskrár RSK, rafrænt eða á pappír, ársreikning félagsins og samstæðureikning, ef það á við, fyrir árið 2013. Eigi félag eftir að skila eldri ársreikningum er skorað á það að skila þeim líka. Breytingar á skilaskyldu Athygli er vakin á því að nú þurfa samlagsfélög þar sem ábyrgðaraðili er ehf., hf., slhf. eða svf. að skila inn ársreikningi til ársreikningaskrár til opinberrar birtingar. Viðurlög Félög sem ekki skila ársreikningi kunna að sæta sektarmeðferð. Ert þú í skilum? Unnt er að sjá hvort félag hafi skilað ársreikningi á heimasíðu ríkisskattstjóra. Athugaðu hvort þitt félag stendur í skilum og bættu strax úr ef svo er ekki. https://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/leit Mörg fordæmi eru fyrir því að umboðsmaður Alþingis hefji frumkvæðisathugun á starfi ráð- herra eða starfsemi framkvæmd- arvaldsins. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er það aftur á móti eins- dæmi að í slíkum aðstæðum vísi umboðsmaður í annan málslið 12. greinar laga um umboðsmann Alþingis. Þar segir að ef umboðsmaður Alþingis verði áskynja stórvægi- legra mistaka eða afbrota stjórn- valds getur hann gefið Alþingi eða hlutaðeigandi ráðherra sér- staka skýrslu um málið. Í bréfi sem Tryggvi Gunnars- son sendi innanríkisráðherra í gær segir hann að á grundvelli þeirra upplýsinga sem hann hafi aflað um þetta mál og þeirra laga og reglna sem kunni að hafa reynt á vegna samskipta Hönnu Birnu Kristjánsdóttur við Stefán Eiríksson, lögreglustjóra á höf- uðborgarsvæðinu, meðan emb- ætti hans fór að beiðni ríkis- saksóknara með rannsókn máls sem beindist að meðferð til- tekinna trúnaðarupplýsinga og meðal annars hugsanlegum þætti starfsmanna innanríkisráðuneyt- isins í málinu, hafi hann ákveðið að óska eftir frekari skýringum frá ráðherra. „Ég vek jafnframt athygli á því að þessi athugun mín á málinu er liður í því að ganga úr skugga um hvort mál þetta sé af því tagi að tilefni sé til þess að fara þá leið sem mælt er fyrir um í 2. mgr. 12. gr. laga nr. 85/1997,“ segir Tryggvi jafnframt. - jhh Fordæmalaust bréf umboðsmanns Alþingis til Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra: Ákvæði sem hefur aldrei verið beitt áður UMBOÐSMAÐUR ALÞINGIS Tryggvi telur mögulegt að innanríkisráðherra hafi brotið lög með samskiptum við lög- reglustjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.