Fréttablaðið - 27.08.2014, Blaðsíða 12
27. ágúst 2014 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÁ DEGI
TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson
ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@
frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Tvær allmerkilegar skýrslur litu dagsins
ljós nýlega. Annars vegar svokölluð Hvít-
bók og hins vegar Úttekt á stærðfræði-
kennslu í framhaldsskólum. Í Hvítbók er
því af nokkurri skynsemi haldið fram að til
þess að ná settum markmiðum um bættan
árangur í skólakerfinu skuli ráðast í fáar
en markvissar aðgerðir. Í Hvítbók kemur
fram að meðalnemandi lýkur stúdents-
prófi á 4,1 ári og lokaprófi af starfsbraut-
um á 4,7 árum. Einungis 44% nemenda
hafa lokið prófi úr framhaldskóla sex árum
eftir innritun og hlutfall eldri nemenda í
framhaldsskólum er hátt. Nemendur í dag-
skólum framhaldsskóla eru 30-40% fleiri
en vera ætti miðað við fjölda í árgöngum á
framhaldsskólaaldri. Það þýðir að náms-
framvinda nemenda í framhaldsskóla er
hæg.
Úttekt á stærðfræðikennslu er auðvitað
allt annars eðlis en Hvítbók en engu að
síður má finna þar áhugaverðar tengingar.
Meðal þess sem kemur fram í úttektinni
er að það sé skortur á vönduðu kennsluefni
í stærðfræði, menntun stærðfræðikenn-
ara sé ábótavant, tilboð um endurmenntun
skortir og gæðaeftirlit er ekkert.
Það er gömul saga og ný að þegar til
umræðu eru aðgerðir til að bæta árangur
innan framhaldsskólans er stytting náms-
tíma oftast nefnd sem lausn. Þá er litið til
nágrannaríkjanna eftir samanburði. Til-
efni þessa greinarkorns er ekki að ræða
það þrætuepli heldur benda á það grund-
vallaratriði sem gott menntakerfi byggir
á. Við byggjum ekki upp framúrskarandi
framhaldsskóla með viðvarandi fjársvelti.
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því fyrr
á þessu ári kemur fram að rekstrarstaða
framhaldsskólanna hafi versnað mjög á
síðustu árum. Framlag Íslendinga með
hverjum nemanda í framhaldsskóla er
langt undir meðalhlutfalli OECD-ríkjanna.
Hvítbækur og úttektir á hinum ýmsu
þáttum sem varða framhaldsskólann verða
ekki pappírsins virði nema fjármagn til
framhaldsskólanna sé aukið. Styðja þarf
við bakið á nemendum, efla námsráðgjöf
og setja aukið fjármagn í námsefnisgerð.
Það þarf að tryggja að í skólunum starfi vel
menntaðir og áhugasamir kennarar á sam-
keppnishæfum launum. En þar stendur ein-
mitt hnífurinn í kúnni. Þrátt fyrir nýgerð-
an kjarasamning standast kjör íslenskra
framhaldsskólakennara enn engan veginn
samanburð við kjör framhaldsskólakenn-
ara annars staðar á Norðurlöndunum.
Þjóð sem setur sér metnaðarfull mark-
mið um umbætur í menntakerfinu kemst
hvorki lönd né strönd áleiðis nema verja
auknu fjármagni til menntamála á öllum
skólastigum.
Allt kostar þetta peninga
MENNTUN
Guðríður
Arnardóttir
formaður Félags
framhaldsskóla-
kennara
S
taða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráð-
herra er vond. Hún fór of geyst meðan hún, ráðu-
neyti hennar og hennar nánasta samstarfsfólk sætti
opinberri rannsókn. Ráðherra á ekki að hafa afskipti
af lögreglunni með þeim hætti sem allt bendir til að
hún hafi gert. Eftir á að hyggja hefði Hanna Birna betur sagt
af sér sem ráðherra og hið minnsta frá málinu sjálfu.
Hanna Birna hefði, ekki síst sjálfrar sín vegna, betur vikið
úr embætti þegar opinber
rannsókn á Lekamálinu hófst.
Hefði hún gert það þá væri
staða hennar allt, allt önnur.
Þá hefði Hanna Birna
hvorki haft vald né vettvang
til að kalla eftir lögreglustjóra
eða hafa önnur afskipti af
rannsókninni. Þess í stað hefði
hún, sem óbreyttur þingmaður, beðið róleg þar til málinu
lyki og tæki þá ákvörðun um hvort hún vildi setjast aftur í
stól ráðherra eða halda áfram sem þingmaður. Hennar væri
þá valið. Hún valdi sýnilega rangt, og vandi hennar er nánast
óyfirstíganlegur. Svo mikill er vandinn sem hún hefur ratað í
að óvenju mikil óvissa er um framhald pólitísks ferils Hönnu
Birnu Kristjánsdóttur ráðherra, varaformanns Sjálfstæðis-
flokksins og fyrrverandi borgarstjóra.
Þekktasta afsögn ráðherra á Íslandi er eflaust afsögn Guð-
mundar Árna Stefánssonar, núverandi sendiherra í Washing-
ton. Hann hafði óskað þess að Ríkisendurskoðun legði mat á
embættisverk sín, en þá var mikið um þau rætt og hart deilt
á Guðmund Árna. Þegar hann kynnti afsögnina sagðist hann
hafa tekið ákvörðun um að láta minni hagsmuni víkja fyrir
meiri og segði af sér embætti án sakarefna. Tökum eftir,
hann sagði af sér, að eigin mati án sakarefna, það er án þess
að hafa brotið af sér. Þetta gerði hann þar sem hann komst
lítt eða ekkert áfram í verkum sínum þar sem öll athygli á
hann og hans störf var á fyrri embættisverk.
Annað sagði Guðmundur Árni, hann sagðist hafa með
afsögninni brotið blað í íslenskri stjórnmálasögu.
En gerði hann það? Hefur hann orðið mörgum til eftir-
breytni. Hafa aðrir íslenskir stjórnmálamenn lært af máli
Guðmundar Árna? Svarið er ógnarstutt: Nei.
Síðan eru örfá dæmi um afsagnir. Halldór Ásgrímsson
steig úr stól forsætisráðherra 1996, einkum vegna kosn-
ingaósigurs Framsóknarflokksins í sveitarstjórnarkosning-
um og svo Björgvin G. Sigurðsson þegar hann sagði af sér
sem viðskiptaráðherra eftir efnahagshrunið 2008.
Á Íslandi hefur ekki tíðkast að stjórnmálamenn segi af
sér þó þeir eigi í að vök að verjast. Auðvitað er hægt að
taka undir þau sjónarmið að almenn kæra eigi ekki að duga
til afsagnar. En þegar málin fara lengra, eins og í tilviki
Hönnu Birnu, hlýtur annað að vera uppi. Skiljanlegust eru
sjónarmið Guðmundar Árna Stefánssonar: „… að láta minni
hagsmuni víkja fyrir meiri og segði af sér embætti án
sakarefna“.
Getur skaðað að sitja of lengi:
Að þekkja eigin
vitjunartíma
Sigurjón Magnús
Egilsson
sme@frettabladid.is
Klárar hún kjörtímabilið?
Innanríkisráðherra, Hanna Birna
Kristjánsdóttir, sendi frá sér harðorða
yfirlýsingu í gær þess efnis að umboðs-
maður Alþingis væri að reyna að draga
upp óeðlilega mynd af samskiptum
hennar við Stefán Eiríksson lögreglu-
stjóra.
Í niðurlagi yfirlýsingarinnar segist
Hanna ætla að nota næstu misseri til
að taka ákvörðun um framhald sitt
í pólitík. Í Orðabók Menningarsjóðs
segir: misseri, -is, 1. hálft ár, sex
mánuðir.
Nú velta margir fyrir sér
hversu mörg misseri Hanna
Birna hyggst taka til að íhuga
stöðu sína og hvort niður-
stöðu þeirra vangaveltna megi
vænta fyrir næstu kosningar.
Var meðalhóf brotið?
Í yfirlýsingu sinni og í viðtali Kastljóss
segir hún að sér hafi verið tilkynnt að
í rannsókninni myndi ekkert meðalhóf
gilda. Rannsakendur yrðu að sýna að þeir
hefðu „gengið alla leið.“
Þetta stenst illa skoðun. Meðalhófs-
reglan er ófrávíkjanleg meginregla. Eng-
inn opinber aðili, að lögreglu meðtalinni,
getur sagt sig frá þeirri reglu með einu
pennastriki. Sé það rétt að ákvörðun hafi
verið tekin um að meðalhóf skyldi
brotið hefði ríkissaksóknari
aldrei gefið út ákæru og alltaf
vísað rannsókninni heim aftur.
Það er rétt hjá Hönnu að
ákæra ríkissaksóknara er stað-
festing á því að rannsóknin
hafi verið gerð með full-
nægjandi hætti.
Bjarni 1 – Hanna 0
Rétt fyrir kosningar á síðasta ári kom
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, gráti næst í sjónvarp
og lýsti því yfir að hann íhugaði að
hætta í stjórnmálum. Bragðið virkaði,
hann fékk þá samúð sem þurfti til að
halda honum í formannsstólnum og
Hanna Birna þurfti að sitja hjá.
Hanna reyndi sama bragð í viðtali
við Stöð 2 í gær.
Hún sagði að tímabilið hefði
verið erfitt fyrir sig og splæsti í
hvíta dragt í tilefni dagsins. Nú
er að sjá hvort samúðarspilið
hafi hrifið þjóðina. Ef marka má
umræðuna í kjölfar viðtalsins
tókst það ekki.
snaeros@frettabladid.is