Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.08.2014, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 27.08.2014, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 27. ágúst 2014 | SKOÐUN | 13 Það er komin upp einkennileg staða í mál- efnum Landbúnaðarháskóla Íslands. Stefnan virðist vera sú að sökkva skólanum hægt og sígandi uns sjálfgert verður að hætta starf- seminni með öllu. Þetta er sér í lagi annar- legt þegar haft er í huga að ákveðið hafði verið að auka starfsemina og renna undir hana traustum stoðum með sameiningu við Háskóla Íslands, um leið og fjármagn hafði verið tryggt til að styðja myndarlega við þessar ráðagerðir. Ekki þarf að fjölyrða um þann gagnkvæma hag sem LbhÍ og HÍ hefðu af slíkri sameiningu, samlegðaráhrifin yrðu mikil. Jafnframt væri starfsemin tryggð til framtíðar, m.a. á Hvanneyri. Rétt er að taka fram að LbhÍ er ekki aðeins með starfsemi á Hvanneyri heldur er hann rek- inn á mörgum stöðum. Hann varð til við sam- einingu Rannsóknastofnunar landbúnaðarins á Keldnaholti, Garðyrkjuskólans á Reykjum og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Stór hluti akademískra starfsmanna skólans starfar á Keldnaholti, en sú starfsstöð er afar mikilvæg fyrir mönnun á akademískum stöðum. Þá rekur skólinn mikilvægar starfsmenntabrautir í þágu landbúnaðar og garðyrkju sem hlúa þarf að. Það hafa verið stefnumið stjórnvalda í langan tíma að fækka háskólastofnunum landsins, óháð því hverjir hafa haldið um stjórnartauma. Fjöl- mörg fagleg rök, sem birt hafa verið í ýmsum skýrslum og úttektum, m.a. áliti óháðra erlendra sérfræðinga, sýna ljóslega að háskólar eru allt of margir. En hvað gerðist eiginlega? Eftir að menntamálaráðherra kynnti væntanlega sam- einingu fyrir tæpu ári hlupu nokkrir til og mót- mæltu sameiningunni í fjölmiðlum og í stjórn- kerfinu. Einkum voru áberandi sveitarstjórnin í Borgarbyggð og bændaforystan. Stjórnendur skólans og meirihluti akademískra starfsmanna skólans færðu hins vegar rök fyrir ágæti sam- einingarinnar. Málið dróst síðan á langinn og nú virðist sem hætt sé með öllu við þessa samein- ingu. Óvissan hefur verið afar þrúgandi fyrir starfsemi skólans. Geigvænleg afleiðing Afleiðing óvissuástands og að hætt hefur verið við sameiningu LbhÍ og HÍ er geigvænleg fyrir starf Landbúnaðarháskólans. Í stað fyrirhug- aðrar uppbyggingar verður heldur betur að draga saman seglin. Líklega þarf að segja upp fjölda starfsmanna og því segir það sig sjálft að ekki verður hægt að halda uppi kennslu á sumum þeirra sviða sem skólinn hefur helgað sér og nauðsynleg eru fyrir fjölbreytni og sam- legð í háskólastarfinu. Ljóst er að þegar aflið í kennslu og rann- sóknum minnkar fjarar smám saman undan gæðum í starfi skólans. Nemendur háskóla eiga að njóta fjölbreyttrar menntunar sem byggð er á traustri þekkingu og gæðum í kennslu; kynn- ast sem ólíkustum stefnum og straumum; öðl- ast víðsýni menntamannsins. Til þess þarf öfl- ugt háskólaumhverfi. Það er deginum ljósara að ekki er grundvöllur fyrir örháskóla sem sinn- ir einvörðungu kennslu í landbúnaði. Örskóli í þágu einnar atvinnugreinar getur aldrei staðið undir nafni sem háskóli. Niðurstaðan sem nú liggur fyrir er vægast sagt dapurleg. Hún þjónar ekki hagsmunum nemenda, rannsókna eða þekkingar, né hag- rænum sjónarmiðum; hún þjónar ekki einu sinni hagsmunum íbúa Borgarbyggðar. Þegar er tekið að fjara undan skólanum því hæfir starfsmenn stökkva nú frá borði þegar tæki- færi gefast. Niðurstaðan er sú versta sem hugsast gat. Ekki getur það talist glæsilegur árangur sjálf- skipaðra „velunnara“ skólans. Að rústa háskólastofnun Sumarfríið er á enda og skól- ar landsins iðandi af kröftug- um nemendum. Eitt af fyrstu verkefnum haustsins er að koma reglulegum lestri á koppinn og mikilvægt að allir fái lesefni sem hæfir lestrar- getu og áhuga hvers og eins. Sem betur fer hafa nemendur nokkuð sterkar skoðanir á því sem þeim finnst áhugavert og vilja gjarnan hafa eitthvað um það að segja hvaða bók þeir vilja lesa. Þá er nú gott að þeir hafi aðgang að góðu bókasafni með fjölbreyttu úrvali bóka. Nemendur sem nú fara og velja sér bækur hafa misjafnar forsendur til þess að lesa og eru nokkrir í hverj- um bekk sem ráða ekki við aldurs- svarandi lesefni vegna lestrarörðug- leika. Eigi þessir nemendur einnig að fá notið þess að velja bækur af eigin áhuga geta þeir nýtt sér hljóðbæk- ur sem hvort tveggja má nýta til að hlusta meðfram lestrinum eða ein- göngu njóta þess að hlusta. Ég ætla ekki að tíunda hve mikilvægur lest- ur er fyrir orðaforða og hve jákvæð áhrif hann hefur á allt nám. Hins vegar er mikilvægt að ítreka hversu mikilvægt Hljóðbókasafn Íslands er fyrir nemendur með lestrarörðug- leika og reyndar nemendur sem ein- hverra hluta vegna standa höllum fæti í íslensku máli. Hljóðbókasafnið er fjársjóðs kista fyrir nemendur sem þurfa á þjónustu þess að halda. Það er aðgengilegt allan sólarhringinn því hver sá sem hefur aðgang að safninu getur sótt sér hljóðbækur í gegnum heimasíðu þess. Það er opið alla rauðu dagana á dagatalinu og einnig á meðan skólar landsins eru lokaðir yfir sumarið. Því búa þeir sem hafa aðgang að safninu við ákveðin forréttindi hvað aðgang varðar. Hljóðbókasafnið sem heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneyt- ið á hrós skilið fyrir starfsemina og ljóst að hún er samfélaginu ómetan- leg. Fram til þessa hafa nemendur ekki þurft að greiða sérstaklega fyrir aðgang að þessu góða safni frekar en að sjálfu skólasafninu. Nú hefur hins vegar orðið sú breyting á að greiða þarf sérstaklega 2.000 krónur fyrir ársaðgang. Það er ekki há upphæð í sjálfu sér og skiljanlegt að stofnunin þarf fjármagn en er þetta rétt leið til að sjá henni fyrir því? Að mínu mati er vegið að þessum hópi nemenda sem er á öllum skóla- stigum. Þeir eiga líkt og aðrir nem- endur að hafa aðgang að góðum bóka- kosti á eigin forsendum. Vonandi eru þetta bara tæknileg mistök sem verða leiðrétt. Það getur ekki verið að sjálft mennta- og menningarmálaráðuneytið taki meðvitaða ákvörðun sem þessa. En ef sú er raunin væri gagnlegt að fá skýringu á þessari ákvörðun og hvern- ig hún samræmist markmiðum þeim sem fram koma í nýútgefinni Hvítbók um umbætur í menntun. Bréf til mennta- og menn- ingarmálaráðuneytis➜ Afl eiðing óvissuástands og að hætt hefur verið við samein- ingu LbhÍ og HÍ er geigvænleg fyrir starf Landbúnaðarháskól- ans. Í stað fyrirhugaðrar upp- byggingar verður heldur betur að draga saman seglin. Líklega þarf að segja upp fjölda starfs- manna… ➜ Fram til þessa hafa nemendur ekki þurft að greiða sérstaklega fyrir aðgang að þessu góða safni frekar en að sjálfu skólasafninu. Nú hefur hins vegar orðið sú breyting á að greiða þarf sérstaklega 2.000 krónur fyrir ársaðgang. MENNTUN Ólafur Arnalds prófessor við Land- búnaðarháskóla Íslands MENNTUN Olga Hrönn Olgeirsdóttir sérkennari í grunnskóla Við hvetjum þá viðskiptavini Íslandsbanka sem eru með húsnæðislán hjá okkur eða öðrum lánastofnunum til að sækja um höfuðstólsleiðréttingu vegna verðtryggðra húsnæðislána. Þú getur sótt um leiðréttinguna með einföldum hætti á vef ríkisskattstjóra, www.leidretting.is. Fresturinn rennur út 1. september. Til að vera viss um að þú fullnýtir séreignarsparnaðinn þinn til að greiða inn á lán þarf einnig að sækja um það sérstaklega fyrir 1. september á vef ríkisskattstjóra, www.leidretting.is Íslandsbanki bendir viðskiptavinum sínum á að kynna sér leiðréttinguna vel á islandsbanki.is/leidretting islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook Munið að sækja um fyrir 1. september Leiðréttingin

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.