Fréttablaðið - 27.08.2014, Page 17
www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 27. ágúst 2014 | 20. tölublað | 10. árgangur
Burger King fl ytur til Kanada
Bandaríski skyndibitarisinn Burger King hefur
keypt kanadísku kaffihúsakeðjuna Tim Hortons
fyrir ellefu milljarða Banda-
ríkjadala, jafnvirði 1.285 millj-
arða króna.
Kaupin á Tim Hortons gera
Burger King að þriðju stærstu
skyndibitakeðju í heiminum
með 18 þúsund veitingastaði í
100 löndum. Höfuðstöðvar sam-
einaðs fyrirtækis verða í Kan-
ada en landið er nú stærsti markaður Burger King.
Daglegur rekstur risanna tveggja verður þó aðskil-
inn þar sem Burger King mun áfram reka starf-
semina frá Miami á Flórída en Tim Hortons í borg-
inni Oakville í Ontario. - hg
Erlend velta aldrei meiri
Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna hér á landi
í júlí var 18,3 milljarðar króna og hefur erlend
kortavelta aldrei verið meiri í einum mánuði. Þetta
segir í úttekt Rannsóknaseturs verslunarinnar á
Bifröst. Erlend kortavelta í sama mánuði í fyrra var
tæplega 15,4 milljarðar og jókst því um nítján pró-
sent á milli ára.
Hæstu upphæðina greiddu erlendir ferðamenn í
júlí fyrir gistingu. Erlend kortavelta gististaða nam
3,7 milljörðum sem er um sautján prósentum hærri
upphæð en í júlí í fyrra. Þá greiddu erlendir ferða-
menn með kortum sínum 3,2 milljarða í verslunum
í júlí sem er sextán prósentum hærri upphæð en í
júlí í fyrra. - bá
F I N G R A F Ö R I
N
O K K A R E R U
A L L S S TA ÐA
R !
OYSTER PERPETUAL LADY-DATEJUST PEARLMASTER
Tryggðu þér besta verðið
á Haustráðstefnu Advania
Advania heldur sína árlegu haustráðstefnu í tuugasta sinn í Hörpu
föstudaginn 12. september. Kynntu þér glæsilega dagskrá og skráðu þig á
advania.is/haustradstefna
Ef þú skráir þig
fyrir 1. september
IGS segir upp 40 manns
IGS Ground Services, dótturfélag Icelandair
Group, hefur sagt upp um 20 manns sem vinna við
veitingarekstur í Leifsstöð. Þeim sem eftir eru, eða
um 20 til viðbótar, verður sagt upp síðar.
Gunnar S. Olsen, framkvæmdastjóri IGS, segir
ástæðu uppsagnanna þá að IGS mun ekki halda
áfram að starfrækja veitinga- og verslanarekst-
ur í flugstöðinni. „Niðurstaðan hjá Isavia var sú
að leita samninga við annan aðila,“ segir Gunnar.
Hann vonast til þess að þeir sem taki við horfi til
þeirra sem sagt hefur verið upp. „Þetta er gott fólk
með mikla reynslu og þekkingu á veitingahúsa-
rekstri.“ - fbj
SEGIR EKKI KOMA TIL
GREINA AÐ LEYSA
HS ORKU UNDAN
SAMNINGNUM
➜ Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls,
segir stjórnendur fyrirtækisins ákveðna í
að reisa allt að 360 þúsund tonna álver í
Helguvík.
➜ Hann segir það ekki koma til greina að
leysa HS Orku undan samningi frá árinu
2007 um orkusölu til álversins.
➜ Rekstur álversins á Grundartanga skilaði
3,2 milljarða króna hagnaði árið 2013 og
dróst þá saman um tæpt 41% milli ára.
SÍÐA 4