Fréttablaðið - 27.08.2014, Side 24

Fréttablaðið - 27.08.2014, Side 24
KYNNING − AUGLÝSINGHeimilsþrif MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 20142 Nauðsynlegt er að þrífa salerni og bað-herbergi reglulega.■ Hellið ediki í salernisskálina og látið liggja yfir nótt. Burstið vel og sturtið niður. ■ Hellið hálfum bolla af matarsóda og hálf- um bolla af ediki í niðurföll til að hreinsa burt fitu, olíu- og hárstíflur. Látið standa á meðan freyðir í nokkrar mínútur og skolið svo vel með sjóðheitu vatni. ■ Til að hindra myglumyndun er mikilvægt að auka loftstreymi og ljós í baðherberg- inu. Opnið glugga eða kveikið á viftum/ loftræstingu á meðan baðast er og í minnst hálftíma á eftir. ■ Þerrið baðkar, sturtubotn og blöndunar- tæki með þurru frotte-handklæði eftir baðferðir til að koma í veg fyrir að sápusk- án og útfellingar steinefna festist á hreinlætistækjum. ■ Setjið stur tuheng ið reglulega í þvottavél og þvoið gömul hand- klæði með sem nudda óhreinindin úr. ■ Dragið sturtuhengi fyrir eftir baðferðir svo vatn setjist ekki í fellingar þess. ■ Fjarlægið vatn af veggjum með þvöru eftir hvert bað. ■ Fúga á milli flísa er gljúp og drekkur í sig olíu úr hárvörum og sápum. Það getur leitt til myglu sem dreifir sér áfram um flísarnar. Hreinsið myglu með einum hluta klórs á móti tíu hlutum vatns og skrúbb- ið með mjúkum bursta. Þvoið með heitu sápuvatni til að fjarlægja klórinn sem eftir situr. ■ Leggið baðleikföng í ediksblöndu í tíu mín- útur til að fjarlægja bakteríur og myglu sem ellegar sest inn í þau. Nuddið vel með svampi, skolið og þurrkið. ■ Skiptið um handklæði á þriggja daga fresti. ■ Handlaugin er skítugasti f lötur baðher- bergisins, full af sýklum og bakteríum, og óhreinni en klósettið. Burstið hana með ediki eða matarsóda og skolið vel á eftir. Gott er að nota einnota, sótthreinsandi klúta til að strjúka af blöndunartækjum og yfirborðsflötum því tuskur færa bakteríur frá einum stað til annars. Notið tannþráð til að hreinsa burt óhreinindi sem safnast fyrir á milli blöndunar- tækja og vasks. ■ Hreinsið klósettburstann reglulega með klórblöndu. ■ Lokið klósettinu án undan- tekninga þegar sturtað er niður. Ellegar spreyjast vatnsagnir um nærliggjandi svæði og sýklar eins og E-coli og salmonella berast út í andrúmsloftið og á nærliggj- andi fleti. Af sömu ástæðu ætti alltaf að geyma tannbursta og augnlinsur í lokuðum baðskáp og hafa handklæði til daglegrar notkunar fjarri salernisskálinni sjálfri. Skínandi hreint baðherbergi Skítug baðherbergi eru ókræsileg til daglegrar notkunar en marga hryllir við því að þrífa klósett og önnur hreinlætistæki heimilisins. Notið eftirfarandi ræstingarráð til að halda baðherberginu sýklalausu og ilmandi hreinu. Það er kannski ekkert gaman að skrúbba klósettskálina en það er sannarlega góð tilfinning eftir á. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Jónatan Atli Sveinsson, jonatan@365.is, s. 512 5446 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Ýmsir hlutir sem fólk notar í daglegu lífu eru óhreinni en það gerir sér grein fyrir og í raun gróðrarstía fyrir bakteríur og sýkla. Marg- ir þessara hluta eru í mikilli notkun og stöðugt á milli handanna á fólki. Í sumum tilfellum er bakteríu- og sýklafjöldinn jafnvel meiri en finna má á salernum heimila. Lausnin við þessu er í f lestum til- fellum sótthreinsun og að sjálfsögðu handþvottur sem er besta leiðin til að koma í veg fyrir að smitast af alls kyns pestum. ■ Fjarstýringar. Þessir nauðsynlegu hlutir verða yfirleitt útund- an í hefðbundinni tiltekt þrátt fyrir að flestir heimil- ismeðlimir handfjatli þær daglega. Þegar fólk veik- ist eykst notkun þeirra yfirleitt því þá er legið fyrir framan sjónvarpið og horft og því enn fleiri bakterí- ur sem setjast á fjarstýringarnar. ■ Farsímar. Farsímanotkun hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum og fólk notar símana sína miklu meira en bara til að tala í þá. Oft ganga þeir líka á milli fólks þegar til dæmis skemmtilegar myndir eru til sýnis. Þessi tæki eru því í f lestum tilfellum yfirfull af sýklum og hafa rannsóknir sýnt fram á að það geti jafnvel verið fimm hundruð sinnum fleiri sýklar á farsímum en finnast á dæmi- gerðri klósettsetu. ■ Tannbursti. Flestir setja þá upp í munninn á sér að minnsta kosti tvisvar á dag en hugsa aldrei út í alla þá sýkla sem leynast í þeim og lifa þar góðu lífi. Ekki er nóg með að sýklarnir úr munninum hafist við í tannburstunum heldur kom það fram í rannsókn sem Charl- es P. Gerba gerði á áttunda ára- tugnum við Háskólann í Ari- zona að bakteríublandað vatn úr klósettinu kemst út í and- rúmsloftið þegar sturt- að er niður og sýklarnir geta flotið um loftið í allt að tvo tíma áður en þeir lenda – á tannburstun- um. Gott ráð er því að skipta tannburstum reglulega út og hafa setuna niðri þegar sturtað er. Hvar eru mestu sýklarnir?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.