Fréttablaðið - 27.08.2014, Side 29
5 | 27. ágúst 2014 | miðvikudagur
„Félagið fékk nýverið inn erlenda fjár-
mögnun sem gerir okkur kleift að stækka
og auka áherslu á markaðssetningu til
muna,“ segir María Rúnarsdóttir, einn af
stofnendum nýsköpunarfyrirtækisins Mint
Solutions, um 680 milljóna króna fjárfest-
ingu hollenskra og franskra fjárfestingar-
sjóða í fyrirtækinu fyrr í sumar.
María stofnaði fyrirtækið árið 2010 ásamt
þeim Ívari S. Helgasyni og Gauta Reynis-
syni. Þau höfðu þá unnið að gerð framleiðslu-
vöru þess, MedEye, frá 2008. MedEye er
lyfjagreinir fyrir sjúkrahús og heilbrigðis-
stofnanir sem tryggir að sjúklingar fái rétt
lyf, í réttu magni og á réttum tíma.
„MedEye skannar lyf myndrænt og
greinir ólíkar tegundir í sundur og aðstoðar
þannig hjúkrunarfræðinga við að gefa lyf
og kemur í veg fyrir mistök. Það hefur verið
mjög gefandi að vinna við þetta verkefni
vitandi að það geti bjargað mannslífum,“
segir María.
Hún segir eigendur Mint Solutions ætla
að vinna áfram að því að búa til fyrirtækið
sem alltaf var stefnt að.
„Þar sem er gaman að vinna ganga hlut-
irnir vel. Við erum að bæta við starfs-
fólki hérna heima og ætlum okkur að verða
alvöru hátæknifyrirtæki.“
Höfuðstöðvar Mint Solutions voru fl uttar
til Hollands þegar erlendu fjárfestarnir
komu til sögunnar en öll þróunarvinna
verður áfram á Íslandi.
„Vöxturinn verður hér að mestu leyti
fyrir utan það sem við ætluðum alltaf að
hafa erlendis eins og sölustarfsemina og
slíkt.“
María lauk MBA-námi við MIT-háskól-
ann í Boston vorið 2008. Eftir nám hóf hún
störf sem fjármálastjóri SMI ehf. þar sem
hún starfar enn. SMI fór í gegnum miklar
breytingar á síðasta ári þegar fl estar inn-
lendar og erlendar eignir þess, þar á meðal
Turninn í Kópavogi og Glerártorg á Akur-
eyri, voru seldar.
„Við erum enn með Korputorgið og ég er
enn þá að snúast í því.“
María segir að fjölskyldan sé númer eitt,
tvö og þrjú þegar hún er spurð hvað hún
geri í frítíma sínum. Hún er í sambúð með
Ívari S. Helgasyni og eiga þau saman tvær
dætur en Ívar á einnig tvær dætur úr fyrra
sambandi.
„Við eigum fjórar stelpur, einn hund
og hest. Við erum í hestamennsku
og svo stunda ég útivist eins og skíði
og fjallgöngur. Ég lét nú draga mig á
seglskútu námskeið um daginn og líkaði það
vel sem er merkilegt fyrir manneskju sem
verður alltaf sjóveik. En ég hef alltaf verið
ævintýragjörn.“
Fjölskyldan hefur einnig haft mikil áhrif
á starfsframa Maríu. Hún byrjaði ung að
vinna hjá föður sínum, Rúnari Sigurðssyni,
en hann rak lengi fyrirtækið Tæknival.
„Hann hefur alltaf verið fyrirmyndin mín
og við erum mjög náin í dag. Hann er stór
partur af þessu öllu saman. Viðskipti hafa
því alltaf verið í blóðinu.“
Hefur alltaf haft viðskiptin í blóðinu
María Rúnarsdóttir er einn af stofnendum nýsköpunarfyrirtækisins Mint Solutions. Fyrirtækið framleiðir MedEye
og fékk nýverið inn erlenda fjármögnun upp á 680 milljónir. Byrjaði ung að vinna hjá föður sínum í Tæknivali.
NÓG AÐ GERA María
er einnig stjórnar-
formaður verðbréfa-
fyrirtækisins Arctica
Finance.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
ÁKVEÐIN OG FYLGIN SÉR
„Ég kynntist Maríu fyrir nokkrum árum og við stofn-
uðum fljótlega fyrirtæki saman við þriðja mann. Ég
þekki ekki marga sem hafa jafn gott lag á að filtera út
óþarfa og einbeita sér að aðalatriðunum – eitthvað
sem hefur verið ómetanlegt við að koma Mint Solutions
úr startholunum. Þegar maður vinnur með Maríu þá
virðist allt auðvelt – það eru aldrei vandamál sem ekki
er hægt að leysa eða finna út úr. Ég er ekki viss um
að henni detti nokkurn tíma í hug að hlutir geti mis-
heppnast – þeir taki bara misjafnlega langan tíma.”
Gauti Reynisson, einn af stofnendum Mint Solutions.
„Það hafa verið algjör forréttindi að fá að fylgjast
með Maríu seinustu árin, sjá hana vaxa úr grasi frá
unga aldri og verða metnaðarfulla, víðsýna og klára
viðskiptakonu. Hún er mjög skýr og þekkir sitt fag
110 prósent. Hennar rök hafa vegið þungt í öllum
samningaviðræðum, sem gerir hana að algerri lykil-
manneskju í hverju fyrirtæki sem hún hefur starfað
hjá. Einnig er hún mjög ákveðin og fylgin sér, en á
sama tíma mjög hlý og manneskjuleg. María er algjör
gullmoli að hafa í sínu liði.“
Kolbrún Huld Víðisdóttir, framkvæmdastjóri Heilsumiðstöðvarinnar.
CRÉATIVE TECHNOLOGIE
Citroën Nemo er með lægsta verðmiðann á markaðnum. Gerðu samanburð og veldu hagkvæman og lipran sendibíl sem
uppfyllir allar þínar kröfur. Nemo er vel búinn og sparneytinn, hvort sem þú velur bensín eða dísil. Hliðarhurðir beggja
vegna auðvelda hleðslu og hægt er að flytja lengri hluti með því að fella niður skilrúmið. Kauptu hagkvæman Citroën Nemo,
við aðstoðum þig með fjármögnun.
Komdu í reynsluakstur.
CITROËN NEMO ER HAGKVÆMASTI KOSTURINN
citroen.is
Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16.
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050
Brimborg og Citroën áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.
• LÆGSTA VERÐIÐ • HLIÐARHURÐIR BEGGJA VEGNA • FELLANLEGT SKILRÚM• SPARNEYTINN •
CITROËN NEMO VAN 6 HURÐA
VERÐ FRÁ: 1.984.063 KR. ÁN VSK
VERÐ FRÁ: 2.490.000 KR. MEÐ VSK
HAGKVÆMASTI KOSTURINN
SVIPMYND
Haraldur Guðmundsson | haraldur@frettabladid.is