Fréttablaðið - 27.08.2014, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 27.08.2014, Blaðsíða 42
27. ágúst 2014 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 26 FH - FYLKIR 1-3 0-1 Anna Björg Björnsdóttir (9.), 0-2 Anna Björg Björnsdóttir (28.), 1-2 Erna Guðrún Magnúsdótt- ir (43.), 1-3 Anna Björg Björnsdóttir (90.+3). ÍBV - AFTURELDING 8-0 1-0 Kristín Erna Sigurlásdóttir (7.), 2-0 Þórhildur Ólafsdóttir (20.), 3-0 Vesna Elísa Smiljkovic (39.), 4-0 Bryndís Hrönn Kristinsdóttir (42.), 5-0 Sjálfsmark (47.), 6-0 Vesna Elísa Smiljkovic (64.), 7-0 Díana Dögg Magnúsdóttir (84.), 8-0 Díana Dögg Magnúsdóttir (89.). SELFOSS - BREIÐABLIK 1-2 0-1 Fanndís Friðriksdóttir (19.), 0-2 Telma Hjaltalín Þrastardóttir (46.), 1-2 Eva Lind Elías- dóttir (90.). VALUR - STJARNAN 0-0 Stjörnukonur voru búnar að vinn tólf deildar- leiki í röð fyrir leikinn á Hlíðarenda í gærkvöldi. ÞÓR/KA - ÍA 1-0 1-0 Anna Rakel Pétursdóttir (61.). Skoraði sigur- markið í sínum fyrsta leik í byrjunarliði en hún er aðeins sextán ára gömul. STAÐAN Í DEILDINNI: Stjarnan 14 12 1 1 48-8 37 Breiðablik 14 10 1 3 40-11 31 Þór/KA 14 8 3 3 18-16 27 Fylkir 14 8 2 4 16-13 26 Selfoss 14 7 2 5 29-21 23 Valur 14 6 4 4 25-19 22 ÍBV 14 6 0 8 31-24 18 FH 14 2 3 9 12-49 9 Afturelding 14 2 1 11 9-41 7 ÍA 14 0 1 13 8-34 10 MARKAHÆSTAR Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni 23 Shaneka Jodian Gordon, ÍBV 8 Aldís Kara Lúðvíksdóttir, Breiðabliki 8 Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki 8 Guðmunda Brynja Óladóttir, Selfossi 8 Telma Hjaltalín Þrastardóttir, Breiðabliki 8 KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson getur ekki aðeins hjálpað íslenska körfuboltalandsliðinu inn á EM í fyrsta sinn í Laugardalshöllinni í kvöld því hann getur einnig bætt stigamet Guðmundar Bragasonar í leiknum á móti Bosníu. Jón Arnór verður stigahæsti leikmaður Íslands frá upphafi í leikjum í Evrópukeppni takist honum að skora sjö stig eða fleiri í le i k nu m . Guðmundur Bragason skor- aði 576 stig í 45 Evrópuleikjum á sínum tíma en Jón Arnór er kom- inn með 569 stig eftir 23 stiga leikinn sinn á móti Bretum í síðustu viku. Guðmundur skoraði 13,1 stig að meðaltali í sínum leikjum en Jón Arnór er með 14,6 stig að meðaltali í 39 Evrópuleikjum sínum. Jón Arnór náði einnig söguleg- um áfanga þegar hann sneri til baka á móti Bretum í London en hann varð þá fyrstur íslenskra körfuboltamanna til að skora 20 stig eða meira í tíu Evrópuleikj- um. - óój Vantar sjö stig í metið Jón Arnór Stefánsson getur bætt íslenska stigametið í Evrópukeppni á móti Bosníumönnum í kvöld. HÉLDU HREINU Mist Edvardsdóttir og félagar í Val stöðvuðu 15 leikja sigur- göngu Stjörnunnar í deild og bikar. FRÉTTABLAÐIÐANDRI MARIN PEPSI KVENNA 2014 FLEST STIG FYRIR ÍSLAND Í EM: Guðmundur Bragason 576 (13,1 í leik) Jón Arnór Stefánsson 569 (14,6) Herbert Arnarson 500 (10,6) Teitur Örlygsson 461 (12,8) Logi Gunnarsson 437 (9,7) Valur Ingimundarson 360 (11,2) Helgi Jónas Guðfinnsson 345 (11,5) Jakob Örn Sigurðarson 320 (11,0) HERRA HEIMAEY GLENN Á HEIMAEY: 13 leikir - 12 mörk (9 mörk í 9 leikjum í Pepsi-deild) 995 mínútur spil- aðar. Mark á 76,5 mín fresti. GLENN UPP Á LANDI: 9 leikir - 1 mark (1 mark í 8 leikjum í Pepsi-deild) 801 mínúta spil- aðar. FÓTBOLTI Jonathan Glenn, Trínidadinn í liði ÍBV, heldur áfram að fara á kostum í Pepsi-deild karla í fótbolta, en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri á Þór á sunnudagskvöldið og er leikmaður 17. umferðar hjá Frétta- blaðinu. „Það er auðvitað alltaf gott að vinna. Þetta var ekki fallegur sigur, en við fögnum þremur stigum og vonandi heldur þetta áfram,“ sagði Glenn þegar blaðamaður náði loks tali af honum í gegnum þriðja aðila. Glenn er nefnilega eins og Magnús og Eyjólfur í skaupinu 1985; ekki með neinn síma. Glenn er búinn að skora tíu mörk í Pepsi-deildinni og er sá fyrsti sem skorar tug marka fyrir 1. september í þrjú ár. „Þetta byrjaði erfiðlega, en strákarnir í liðinu hafa hjálpað mér mikið að aðlagast. Gengi liðsins hefur verið upp og niður, en mér hefur gengið í heildina mjög vel og fyrir það er ég þakklátur.“ Níu af tíu mörkum Glenns skoraði hann á Hásteinsvelli, en í heildina hefur hann skorað tólf af þrettán mörkum sínum í deild og bikar á heimavelli. Honum líður svo sannarlega best heima á Heimaey. „Mér var bent á þetta nýlega, en sjálfur áttaði ég mig ekki á þessu. Ég vil skora alls staðar þannig að þetta er bara tilviljun,“ sagði Glenn. Ítarlegra viðtal má finna á Vísi. - tom Heima(ey) er langbest hjá Glenn FÓTBOLTI Manchester United sló félagsmetið í Bretlandi í gær þegar félagið keypti Argentínumanninn Ángel Di María frá Real Madrid fyrir 59,7 milljónir punda, eða ellefu og hálfan milljarða íslenskra króna. Hann er fjórði leikmaðurinn sem Manchester United kaupir í sumar, en félagið er alls búið að eyða 131,1 milljónum punda (25,5 milljörðum króna) í fjóra leikmenn; Luke Shaw, Ander Herrera, Marcos Rojo og Di María. Argentínumaðurinn er langdýrastur í sögu breska fótboltans, eða tæpum tíu milljón pundum dýrari en Fernando Torres sem var keyptur frá Liverpool til Chelsea fyrir 50 milljónir punda. Þá er hann sjötti dýrasti leikmaður sögunnar á eftir Garet Bale, Cristiano Ronaldo, Neymar, Luis Suárez og James Rodríguez. Sjötti dýrastur í sögunni ➜ KÖRFUBOLTI Mikilvægi kvöldsins fyrir íslenskan körfubolta verður seint metið til fulls. Íslenska karla- landsliðið á þá möguleika á því að tryggja sér farseðil á stórmót í fyrsta sinn í sögunni og það er þegar orðið ljóst að kvöldið verð- ur sögulegt enda Höllin troðfull í fyrsta sinn á körfuboltalandsleik. „Ég var eiginlega búinn að búast við því. Ég er búinn að finna fyrir miklum stuðningi og mikl- um áhuga í kringum liðið síðan við komum heim frá London. Það kemur því ekki á óvart að fólk ætli að svara kallinu og mæta hingað á morgun til að upplifa spennandi leik og mikla stemningu,“ segir Jón Arnór Stefánsson en hverju breytir full höll fyrir íslenska liðið? Meiri læti og miklu meira undir „Það verða aðeins meiri læti og miklu meira undir. Það verður allt annað spennustig en maður er í þessu til þess að spila þessa stóru leiki,“ segir Jón Arnór og liðið verður að halda sig á jörðinni. „Við þurfum að einbeita okkur að leikplaninu og halda okkur á jörðinni. Við þurfum að hugsa um leikinn og reyna að gera sem best í honum til að ná sem best- um úrslitum. Við þurfum að hafa fókusinn á því en allt hitt er síðan bara bónus,“ segir Jón Arnór um möguleikann á að rétt úrslit komi liðinu á EM. Fréttir bárust frá Bosníu að NBA-leikmaðurinn Mirza Telet- ovic komi ekki til Íslands. „Það kallar bara á extra einbeitingu. Við þurfum að vera enn meira á tánum því þeir eru bara hættu- legri fyrir vikið ef hann er ekki með. Það vill oft gerast að þegar svona lykilmenn detta út þá stíga menn upp og það verður til allt öðru vísi „fílingur“ í liðinu. Menn spila kannski aðeins betur,“ segir Jón Arnór en það munaði minnstu að fyrirliðinn Hlynur Bæringsson gæti ekki spilað í kvöld. „Okkar Teletovic er tæpur í ökklanum en hann ætlar að taka slaginn með okkur. Hann er nátt- úrulega rosalega mikilvægur fyrir okkur og eiginlega eini leikmað- urinn sem við megum ekki missa. Við getum eiginlega ekki fyllt hans skarð því það getur enginn. Það skiptir engu máli þótt ég sé ekki með eða einhver annar. Hans staða er sú mikilvægasta á vellinum og hann er okkar mikilvægasti leik- maður,“ segir Jón Arnór um Hlyn. En hver er staðan á Hlyni? Vonar að adrenalínið gleypi sársaukann „Ökklinn er ekki alveg eins góður og ég var að vonast til. Við höfum enn einn sólarhring og ég vona að hann batni aðeins meira,“ sagði Hlynur Bæringsson á æfingu liðsins í gær. „Ég gat skokkað á æfingu í gær en gat ekki tekið neina hliðarhreyfingar eða körfu- boltahreyfingar. Það var allt í lagi en svolítill sársauki enn þá frá honum. Ég vonast til þess að adr- enalínið gleypi þetta og að þá verði þetta allt í góðu,“ segir Hlynur og hann treystir hinum strákunum í liðinu til að hjálpa enn meira í þessum leik. „Ég myndi sleppa leiknum ef ég væri að gera einhvern skaða. Ef ég væri mínus inni á vellinum þá myndi ég frekar sleppa því að spila. Ég held að ég geti gert eitt- hvað gagn. Ef svo fer að ég spila lítið þá er eins dauði annað brauð. Þá tekur bara einhver annar við. Við sýndum breiddina í Bosníu þar sem bekkurinn spilaði meira. Þá spiluðu þessir strákar vel og það gæti verið svolítið stórt á morg- un. Það er svolítið annað að koma inn í svona leik eftir að hafa átt að minnsta kosti eitt gott móment í Bosníuleiknum í stað þess að hafa ekkert komið inn á. Ég hef fulla trú á því að þeir komi sterkir inn ef þess þarf,“ segir Hlynur. Frábær sigur á Bretum úti í London kom íslenska liðinu í frá- bæra stöðu fyrir lokaleikinn og svo gæti farið að liðið megi tapa í kvöld. Það eina sem er öruggt er að liðið tryggir sig endanlega inn á EM með sigri. Tapist leikurinn taka við alls kyns útreikningar. Enn sætara að klára þetta sjálfir „Við erum því miður ekki örygg- ir áfram en erum mjög nálægt þessu. Við ætlum ekki að þurfa að treysta á Letta eða Hollendinga eða hverja sem við þurfum til því við ætlum að reyna að gera þetta sjálfir. Það væri líka enn þá sæt- ara að komast þannig á EM,“ segir Hlynur Bæringsson. ooj@frettabladid.is Okkar Teletovic tekur slaginn Íslenska körfuboltalandsliðið spilar í fyrsta sinn fyrir fullri Laugardalshöll í kvöld og í boði er sæti á EM. „Við erum því miður ekki öryggir áfram en erum mjög nálægt þessu,“ segir Hlynur Bæringsson sem ætlar að spila þrátt fyrir ökklameiðsli. „Hann er eini leikmaðurinn sem við megum ekki missa,“ segir Jón Arnór. SPILAR Í GEGNUM SÁRSAUKANN Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körufboltalands- liðsins ætlar að vera með í kvöld þegar liðið mætir Bosníumönnum fyrir framan troðfulla Laugardalshöll. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ SPORT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.