Fréttablaðið - 28.08.2014, Side 12

Fréttablaðið - 28.08.2014, Side 12
28. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 Í LEIÐANGRINUM Hér er Sveinn Svein- björnsson í leiðangrinum sem nú hefur leitt okkur í sanninn um að um 18 pró- sent af markrílnum sé innan íslenskrar lögsögu. Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 Akureyri • Sími 461 1099 www.heimsferdir.is Costa del Sol, Krít & Tyrkland Frá kr. 55.450 B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . 34.950 Flugsæti frá kr. Krít Frá kr. 78.400 Pella Steve *** Netverð á mann frá kr. 78.400 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 84.900 m.v. 2 fullorðna í stúdíóíbúð. 4. september í 11 nætur. Tyrkland Frá kr. 89.750 Eken Resort *** m/allt innifalið Netverð á mann frá kr. 89.750 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 108.750 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 1. september í 10 nætur. E N N E M M / S IA • N M 64 13 7 Costa del Sol Frá kr. 55.450 Aguamarina *** Netverð á mann frá kr. 55.450 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 73.950 m.v. 2 fullorðna í íbúð. 8. september í 10 nætur. GENF, AP Bæði stjórnarherinn og uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa gerst sekir um glæpi gegn mann- kyni. Þetta fullyrðir nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem sendi í gær frá sér skýrslu um ástandið. Í skýrslunni kemur fram að stjórnarherinn hafi að öllum lík- indum notað eiturgas á almenning í borgunum Idlib og Hama. Alls hafi klórgasi verið varpað átta sinnum á þessar tvær borgir á tímabilinu frá 11. til 29. apríl síðastliðnum. „Það bendir margt til þess að klórgasi hafi verið varpað, aðal- lega í tunnusprengjum úr þyrlum í eigu stjórnvalda,“ segir Vitit Munt- arbhorn, taílenskur prófessor sem á sæti í nefndinni. Einnig kemur fram í skýrslunni að vígasveitir Íslamska ríkisins, sem hafa stórt svæði í norðaust- urhluta landsins á valdi sínu, hafa stundað víðtæk og kerfisbundin dráp á almenningi. Sameinuðu þjóðirnar telja ljóst að samtökin hafi framið glæpi gegn mannkyni, bæði í Sýrlandi og í Írak. Sergio Pinheiro, formaður nefnd- arinnar, segir að eitt af því versta sem rannsóknir á Íslamska rík- inu hafa leitt í ljós sé að samtökin reka stórar þjálfunarbúðir þar sem drengir á barnsaldri, allt niður í 14 ára, hafa verið æfðir í að berjast við hlið fullorðinna vígamanna. Bæði vígasveitirnar og stjórnar- herinn hafa komist upp með glæpi sína án afskipta umheimsins. „Í Sýrlandi er allt refsilaust,“ segir Carla del Ponte, sem einnig á sæti í nefndinni. Hún er frá Sviss og var áður aðalsaksóknari tveggja stríðsglæpadómstóla á vegum Sam- einuðu þjóðanna. „Glæpir eru framdir á hverjum einasta degi, af öllum aðilum, og enginn fjallar um sakarábyrgð á þessum glæpum.“ Skýrslan er byggð á 480 viðtöl- um og ýmsum skjölum, þar á meðal heimildum um fjölmargar opin- berar aftökur í borgunum Aleppo og Rakka í Sýrlandi. Almenningur, þar á meðal börn, hefur verið látinn fylgjast með þegar vígamenn Íslamska ríkis- ins taka fólk af lífi fyrir að hafa brotið einhverja af þeim afar ströngu reglum, sem samtökin hafa reynt að troða upp á íbúana í nafni íslams, þótt þar sé aðeins um að ræða þeirra eigin öfgatúlkun á trúnni. Stríðsátökin í Sýrlandi hafa nú kostað hátt í 200 þúsund manns lífið frá því þau hófust árið 2011. gudsteinn@frettabladid.is Stríðsglæpir daglegt brauð í Sýrlandi Sameinuðu þjóðirnar segja stjórnarherinn í Sýrlandi hafa átta sinnum notað eitur- gas á almenning í apríl. Þá stundi vígasveitir Íslamska ríkisins aftökur í stórum stíl og þjálfi börn til að berjast við hlið fullorðinna vígamanna. LIÐSMENN ÍSLAMSKA RÍKISINS Bænagjörð á flugvellinum í Rakka, sem þeir hafa náð á sitt vald. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Í Sýrlandi er allt refsilaust Carla del Ponte, fyrrverandi stríðsglæpasaksóknari Sameinuðu þjóðanna AKUREYRI Landsnet hefur auglýst eftir heppilegum húsakynnum fyrir nýja starfsstöð á Akureyri. Áform eru uppi innan Landsnets um að setja upp starfsstöðina til að sinna verkefnum á öllu Norð- urlandi, allt frá Blönduvirkjun í vestri til Kröfluvirkjunar í austri. Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, segir það hafa verið stefnu fyrir- tækisins lengi að setja upp starfs- stöð nyrðra og því væru þeir nú að kanna það hvort heppilegt hús- næði sé til fyrir starfsemi þeirra á Akureyri. Einnig er fyrirtækið með áform um að bæta raforku- flutninga á svæðinu og því sé það heppilegt að vera með aðsetur á Akureyri. „Við erum svona að byrja að kanna möguleika okkar,“ segir Guðmundur Ingi. „Í þessari nýju starfsstöð yrðu líklega um sex til átta starfsmenn í vinnu. Hvort þetta yrðu ný störf eða tilfærsla á störfum sem fyrir eru er ekk- ert hægt að segja til um því engin ákvörðun hefur verið tekin.“ - sa Landsnet áætlar að opna starfsstöð nyrðra með sex til átta starfsmönnum Vilja opna starfsstöð á Akureyri RAFLÍNUR LANDSNETS Möguleikar kannaðir á Akureyri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SJÁVARÚTVEGUR Tæpur fimmt- ungur alls makríls í Norðaustur- Atlantshafi, eða tæp 18 prósent, mældist innan íslenskrar efna- hagslögsögu í nýafstöðnum rann- sóknarleiðangri. Um er að ræða rannsókn sem Íslendingar taka þátt í ásamt Norð- mönnum, Færeyingum og Græn- lendingum. Ekki veitti af samstöðunni því rannsóknasvæðið var um 2,45 milljónir ferkílómetra. Innan þess mældust níu milljónir tonna af makríl og af þeim um 1,6 millj- ónir tonna sem mældust í íslenskri lögsögu. Þéttleikinn á öllu svæðinu reyndist sá mesti frá því makríl- mælingar hófust árið 2007. Mestur er makríllinn innan lög- sögu Norðmanna en þar mældist fjórðungur makrílsins. Árni Friðriksson, rannsókna- skip Hafrannsóknastofnunar sem tók þátt í leiðangrinum, er nú á leiðinni til Akureyrar þar sem hann fer í slipp. - jse Niðurstöður úr makrílleiðangri Íslendinga og nokkurra nágranna liggja fyrir: Stór hluti makrílsins við Ísland

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.