Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.08.2014, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 28.08.2014, Qupperneq 12
28. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 Í LEIÐANGRINUM Hér er Sveinn Svein- björnsson í leiðangrinum sem nú hefur leitt okkur í sanninn um að um 18 pró- sent af markrílnum sé innan íslenskrar lögsögu. Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 Akureyri • Sími 461 1099 www.heimsferdir.is Costa del Sol, Krít & Tyrkland Frá kr. 55.450 B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . 34.950 Flugsæti frá kr. Krít Frá kr. 78.400 Pella Steve *** Netverð á mann frá kr. 78.400 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 84.900 m.v. 2 fullorðna í stúdíóíbúð. 4. september í 11 nætur. Tyrkland Frá kr. 89.750 Eken Resort *** m/allt innifalið Netverð á mann frá kr. 89.750 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 108.750 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 1. september í 10 nætur. E N N E M M / S IA • N M 64 13 7 Costa del Sol Frá kr. 55.450 Aguamarina *** Netverð á mann frá kr. 55.450 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 73.950 m.v. 2 fullorðna í íbúð. 8. september í 10 nætur. GENF, AP Bæði stjórnarherinn og uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa gerst sekir um glæpi gegn mann- kyni. Þetta fullyrðir nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem sendi í gær frá sér skýrslu um ástandið. Í skýrslunni kemur fram að stjórnarherinn hafi að öllum lík- indum notað eiturgas á almenning í borgunum Idlib og Hama. Alls hafi klórgasi verið varpað átta sinnum á þessar tvær borgir á tímabilinu frá 11. til 29. apríl síðastliðnum. „Það bendir margt til þess að klórgasi hafi verið varpað, aðal- lega í tunnusprengjum úr þyrlum í eigu stjórnvalda,“ segir Vitit Munt- arbhorn, taílenskur prófessor sem á sæti í nefndinni. Einnig kemur fram í skýrslunni að vígasveitir Íslamska ríkisins, sem hafa stórt svæði í norðaust- urhluta landsins á valdi sínu, hafa stundað víðtæk og kerfisbundin dráp á almenningi. Sameinuðu þjóðirnar telja ljóst að samtökin hafi framið glæpi gegn mannkyni, bæði í Sýrlandi og í Írak. Sergio Pinheiro, formaður nefnd- arinnar, segir að eitt af því versta sem rannsóknir á Íslamska rík- inu hafa leitt í ljós sé að samtökin reka stórar þjálfunarbúðir þar sem drengir á barnsaldri, allt niður í 14 ára, hafa verið æfðir í að berjast við hlið fullorðinna vígamanna. Bæði vígasveitirnar og stjórnar- herinn hafa komist upp með glæpi sína án afskipta umheimsins. „Í Sýrlandi er allt refsilaust,“ segir Carla del Ponte, sem einnig á sæti í nefndinni. Hún er frá Sviss og var áður aðalsaksóknari tveggja stríðsglæpadómstóla á vegum Sam- einuðu þjóðanna. „Glæpir eru framdir á hverjum einasta degi, af öllum aðilum, og enginn fjallar um sakarábyrgð á þessum glæpum.“ Skýrslan er byggð á 480 viðtöl- um og ýmsum skjölum, þar á meðal heimildum um fjölmargar opin- berar aftökur í borgunum Aleppo og Rakka í Sýrlandi. Almenningur, þar á meðal börn, hefur verið látinn fylgjast með þegar vígamenn Íslamska ríkis- ins taka fólk af lífi fyrir að hafa brotið einhverja af þeim afar ströngu reglum, sem samtökin hafa reynt að troða upp á íbúana í nafni íslams, þótt þar sé aðeins um að ræða þeirra eigin öfgatúlkun á trúnni. Stríðsátökin í Sýrlandi hafa nú kostað hátt í 200 þúsund manns lífið frá því þau hófust árið 2011. gudsteinn@frettabladid.is Stríðsglæpir daglegt brauð í Sýrlandi Sameinuðu þjóðirnar segja stjórnarherinn í Sýrlandi hafa átta sinnum notað eitur- gas á almenning í apríl. Þá stundi vígasveitir Íslamska ríkisins aftökur í stórum stíl og þjálfi börn til að berjast við hlið fullorðinna vígamanna. LIÐSMENN ÍSLAMSKA RÍKISINS Bænagjörð á flugvellinum í Rakka, sem þeir hafa náð á sitt vald. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Í Sýrlandi er allt refsilaust Carla del Ponte, fyrrverandi stríðsglæpasaksóknari Sameinuðu þjóðanna AKUREYRI Landsnet hefur auglýst eftir heppilegum húsakynnum fyrir nýja starfsstöð á Akureyri. Áform eru uppi innan Landsnets um að setja upp starfsstöðina til að sinna verkefnum á öllu Norð- urlandi, allt frá Blönduvirkjun í vestri til Kröfluvirkjunar í austri. Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, segir það hafa verið stefnu fyrir- tækisins lengi að setja upp starfs- stöð nyrðra og því væru þeir nú að kanna það hvort heppilegt hús- næði sé til fyrir starfsemi þeirra á Akureyri. Einnig er fyrirtækið með áform um að bæta raforku- flutninga á svæðinu og því sé það heppilegt að vera með aðsetur á Akureyri. „Við erum svona að byrja að kanna möguleika okkar,“ segir Guðmundur Ingi. „Í þessari nýju starfsstöð yrðu líklega um sex til átta starfsmenn í vinnu. Hvort þetta yrðu ný störf eða tilfærsla á störfum sem fyrir eru er ekk- ert hægt að segja til um því engin ákvörðun hefur verið tekin.“ - sa Landsnet áætlar að opna starfsstöð nyrðra með sex til átta starfsmönnum Vilja opna starfsstöð á Akureyri RAFLÍNUR LANDSNETS Möguleikar kannaðir á Akureyri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SJÁVARÚTVEGUR Tæpur fimmt- ungur alls makríls í Norðaustur- Atlantshafi, eða tæp 18 prósent, mældist innan íslenskrar efna- hagslögsögu í nýafstöðnum rann- sóknarleiðangri. Um er að ræða rannsókn sem Íslendingar taka þátt í ásamt Norð- mönnum, Færeyingum og Græn- lendingum. Ekki veitti af samstöðunni því rannsóknasvæðið var um 2,45 milljónir ferkílómetra. Innan þess mældust níu milljónir tonna af makríl og af þeim um 1,6 millj- ónir tonna sem mældust í íslenskri lögsögu. Þéttleikinn á öllu svæðinu reyndist sá mesti frá því makríl- mælingar hófust árið 2007. Mestur er makríllinn innan lög- sögu Norðmanna en þar mældist fjórðungur makrílsins. Árni Friðriksson, rannsókna- skip Hafrannsóknastofnunar sem tók þátt í leiðangrinum, er nú á leiðinni til Akureyrar þar sem hann fer í slipp. - jse Niðurstöður úr makrílleiðangri Íslendinga og nokkurra nágranna liggja fyrir: Stór hluti makrílsins við Ísland
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.