Fréttablaðið - 28.08.2014, Síða 16

Fréttablaðið - 28.08.2014, Síða 16
28. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 16 ÁSTAND HEIMSINS HERINN FYLGIST MEÐ STRÖNDINNI Í LÍBERÍU Vegna ebólufaraldursins hefur hernum verið falið að gæta þess að enginn fari frá þorpinu West Point. SULLAÐ Í TÓMÖTUM Á SPÁNI Hin árlega tómata- hátíð var haldin í gær í þorpinu Bunol, skammt frá Valencia á Spáni. Þar kepptist fólk við að kasta tómötum hvert í annað. PÍLAGRÍMAR KVADDIR Í TAÍLANDI Taílenskir múslimar horfa á eftir ástvin- um sínum fara um borð í flugvél áleiðis til Mekka í Sádi-Arabíu. MUNDA VOPNIN Á GASA Tveir ungir strákar sveifla skotvopnum, óhlöðnum, þar sem Palestínumenn komu saman í Gasaborg til að fagna vopnahléi. NORDICPHOTOS/AFP FÓLK MYNDAR ATATURK Í TYRKLANDI Í höfuðborg- inni Ankara raðaði fólk sér upp við grafhýsi tyrkneska landsföðurins Kemals Ataturks, þannig að úr varð mynd af honum. BIÐRÖÐ EFTIR BENSÍNI Í INDÓNESÍU Ökumenn flykktust á bensínstöðvar í Jogjakarta í Indónesíu eftir að ríkisfyrirtækið Pertam- ina hætti að skammta fólki eldsneyti. Í stað þess að skömmtunin drægi úr elds- neytisnotkun, eins og að var stefnt, lengdust bara bið- raðir á bensínstöðvum. 1 4 4 2 5 5 3 3 6 6 2 1 FRAKKLAND, AP Christine Lagarde, yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins, sætir nú rannsókn í Frakk- landi vegna gruns um vanrækslu í embætti þegar hún var efnahags- ráðherra þar í landi. Hún var kölluð til yfirheyrslu í fjórða sinn í gær, en sneri að því búnu aftur til starfa sinna hjá gjaldeyrissjóðnum í Washington. Hún segir ekkert hæft í ásök- unum á hendur sér og hyggst ekki láta af starfi sínu vestra. Ásakan- irnar tengjast spillingarmáli sem tengist franska kaupsýslumannin- um Bernard Tapie. - gb Sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu: Neitar að segja af sér CHRISTINE LAGARDE Yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.