Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.08.2014, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 28.08.2014, Qupperneq 20
28. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 20 Bestu kaup Guðbjargar Ríkeyjar Thoroddsen Hauksdóttur, rappara í Reykjavíkur- dætrum, er stór hvítur postulínsfíll. „Þetta var afskaplega fallegur og stór fíll úr postulíni sem ég keypti fyrir 10 krónur á tombólu,“ segir Guðbjörg. Fíllinn var keyptur árið 2002 svo að Guðbjörg áætlar að þessar 10 krónur séu í dag jafngildi um það bil 200 króna. Einnig nefnir Guðbjörg exótíska vatnspípu. „Ég keypti fallega vatnspípu á Marm- aris fyrir slikk. Kolin sem fylgdu með voru reyndar tekin af mér í tollinum vegna eldhættu,“ rifjar hún upp. Verstu kaup sín segir Guðbjörg vera andlitsfarða sem sölukona seldi henni. „Þegar ég notaði meikið varð ég svo hrikalega mislit að það var ónothæft. Það kostaði næstum því 6.000 krónur,“ segir Guðbjörg sem kveðst hafa gert fleiri mis- tök í innkaupum. Verstu kaup ævi hennar hafi verið rándýr matréttur í Kína. „Það átti að vera andarsteik en var í raun og veru bara bein með smá skinni.“ NEYTANDINN Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Mislit af misheppnuðu meiki hdl. og löggiltur fasteignasali Verð: 41,9 millj. Ásakór 15 íbúð 4032 0 3 Kópavogur Nánari upplýsingar veitir Jórunn Skúladóttir, Sölufulltrúi jorunn@miklaborg.is sími: 845 8958 Lágmúla 4 www.miklaborg.is OPIÐ HÚS Fimmtud. 28. ágúst 17:30 - 18:00 Falleg 157 fm endaíbúð á 4.hæð Fjögur rúmgóð svefnherbergi Glæsilegt opið eldhús Tvennar svalir, suður og vestur Stæði í bílakjallara / Lyftuhús Leikskóli og grunnskóli í göngufæri Til leigu heil hæð í glæsilegu skrifstofuhúsnæði að Borgartúni 27 í Reykjavík. Hæðin er ca. 816 fm. að stærð og er á 4. hæð. Möguleiki á að skipta hæðinni upp í minni einingar Lyfta er í húsinu sem og bílageymsla sem er í kjallara. Næg bílastæði einnig á lóð hússins. Upplýsingar veitir Gunnar í síma 693-7310. eða gunnar@bygg.is TIL LEIGU Borgartún 27 – Rvk. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is „Við hvetjum neytendur til að vera ávallt vel á verði,“ segir Neytenda- stofa sem gerir athugasemdir við verðmerkingar fjölda verslana og fyrirtækja á Akureyri. Misræmi var milli verðmerkinga í verslun- um og raunverulegs verðs þegar á kassa var komið. Mesti munur var 18,4 prósent frá hillu að kassa. Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 2008 sem Neytendastofa kannar verðmerkingar utan höfuðborg- arsvæðisins. Fréttablaðið greindi frá því um miðjan apríl að stofn- unin sinnti ekki skyldum sínum á öllu landinu. Þórunn Anna Árnadóttir, sviðs- stjóri hjá Neytendastofu, telur það hafa ýtt við stofnuninni „Það eru margir hlutir sem spila inn í og öll umfjöllun hefur áhrif. Við fengum engin auka- fjárframlög til þessa verks en ákváðum að ráðast í verk- ið í sumar. Við munum svo fara aftur í haust og kanna hvernig til hafi tekist með lagfæringar á verðmerkingum á svæð- inu,“ segir Þóra. Þrjár matvöruverslanir af þeim átta sem kannað- ar voru höfðu verðmerk- ingar í lagi. Hjá hinum fimm verslununum voru athugasemdir gerðar við fjölda verðmerkinga. Talsvert var af óverðmerktum vörum við kassa og einnig voru standar með bókum og sælgæti sérstaklega illa verð- merktir að því er Neytendastofa upplýsir. Samkaup reka fjórar verslanir á Akureyri, Strax á Borgarbraut og Byggðavegi, Samkaup Úrval í Hrísalundi og Nettó á Glerártorgi. Gerð var athugasemd við verðmerk- ingar í öllum verslunum fyrirtækisins. Þær verslanir sem höfðu verðmerkingar í lagi var verslun 10-11 í Kaupangi, Bónus í Lang- holti og Hagkaup á Furu- völlum. Gunnar Egill Sigurðsson, for- stöðumaður verslunarsviðs Sam- kaupa, gagnrýnir að vera ekki búinn að fá í hendur skýrslu Neyt- endastofu. „Á meðan ég veit ekki nákvæm- lega hvað var að hjá okkur get ég ekki tjáð mig um athugun Neyt- endastofu,“ segir Gunnar. Gísli Tryggvi Gíslason, versl- unarstjóri Nettó á Glerártorgi, harmar það að verðmerkingar hafi ekki verið í lagi í verslun- inni. Gísli segir að hann hafi hafið störf í byrjun ágúst og því hafi hann ekki verið verslunarstjóri þegar könnunin var gerð. „Ég er að kanna þetta hjá okkar verslun. Ég las skýrsluna í gær og við munum fara yfir alla búð- ina og sjá til þess að hver einasta vara hjá okkur sé merkt rétt. Þar sem verðmerkingum er ábótavant munum við einnig sjá til þess að allar vörur séu verðmerktar,“ segir Gísli Tryggvi. Að sögn Gísla er það skýlaus réttur neytenda að vita hvað varan kostar. „Það er klárt hjá okkur að svona á þetta ekki að vera. Við munum koma öllum okkar hlutum á hreint.“ sveinn@frettabladid.is Varað við tvöföldu verðkerfi á Akureyri Neytendastofa kannaði mun á hilluverði og kassaverði á Akureyri í sumar. Gerðar voru athugasemdir hjá fimm af átta matvöruverslunum. „Munum sjá til þess að hver einasta vara sé rétt verðmerkt,“ segir verslunarstjóri Nettó á Glerártorgi. GÍSLI TRYGGVI GÍSLASON Nýtt rekstrarár er gengið í garð hjá IKEA með nýjum vörulista. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að verð á öllum húsbúnaði lækki í versluninni og að meðaltal lækk- unarinnar sé um fimm prósent. Lækkunin nemi tugþúsundum króna á hverja fjölskyldu í landinu miðað við viðskipti undanfarin ár. IKEA segist lækka verð vegna sterkari krónu, aukins stöðugleika í efnahagsmálum, samninga um hagstæðara innkaupsverð og lækk- unar á flutningskostnaði. - ebg Nýtt rekstrarár hafið í IKEA: Lækka verð á húsbúnaði Spænska fatakeðjan Zara hefur fjarlægt úr hillum sínum peysu sem þykir minna á helför gyð- inga. Peysan er með gula stjörnu er minnir á Davíðsstjörnuna og röndótt mynstur sem minnir á fangabúninga sem notaðir voru í einangrunarbúðum nasista. Verslunarstjóri Zöru í Kringl- unni segir að umræddri peysu hafi ekki verið komið fyrir í hillum Zöru-verslana á Íslandi. Póstur um málið hafi þó borist frá höfuðstöðvum Zöru. - aí Peysa úr Zöru tekin úr sölu: Þykir minna á helför gyðinga NETTÓ GLERÁRTORGI Gerðar voru athugasemdir við verðmerkingar í öllum versl- unum Samkaupa. Verslunarstjóri ætlar að láta fara í gegnum verðmerkingar í allri versluninni FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN „Samskipti á milli neytandans og framleiðandans eru númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Eirný Sigurðar- dóttir, eigandi Búrsins og skipuleggjandi matar- markaðar í Hörpu um helgina. Matarmarkaðurinn er nú haldinn í sjöunda sinn en þetta er í þriðja sinn sem hann fer fram í húsinu. Markmið hans er meðal annars að koma á milliliða- lausri verslun bænda og framleiðanda við neytend- ur. „Framleiðendur koma líka saman og sjá hvað hver annar er að gera og hefja samstarf,“ segir Eirný og nefnir dæmi um samstarf Saltverks og Höllu Stein- ólfsdóttur, bónda í Ytri-Fagradal. Það hefur leitt af sér lífrænt hangikjöt með salti frá Saltverki, unnu úr Ísafjarðardjúpi. Aðsóknarmet var slegið í Hörpu í fyrra þegar matarmarkaður Búrsins var haldinn. Þá lögðu 32 þúsund manns leið sína þangað. Eirný segist ekki búast við öðrum eins fjölda í þetta sinn, margt hafi þá spilað inn í. „Fyrir minn eigin smekk er bygg- ingin ekki nógu stór til að taka við þessum fjölda,“ segir hún. - ssb Matarmarkaðurinn sló aðsóknarmet í fyrra og er nú haldinn í sjöunda sinn: Búast við fjölda á matarmarkað SKIPULEGGJENDURNIR Eirný Sigurðardóttir og Hlédís Sveinsdóttir standa að baki matarmarkaðnum í Hörpu um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.