Fréttablaðið - 28.08.2014, Side 27
FIMMTUDAGUR 28. ágúst 2014 | SKOÐUN | 27
Kringlan 4–12 103 Reykjavík www.reitir.is 575 9000
Klettagarðar 6, stórt atvinnuhúsnæði
Reitir fasteignafélag bjóða til leigu 2.819 m2 atvinnuhúsnæði fyrir umfangsmikla
starfsemi. Aðkoma að húsinu er eins og best verður á kosið, bæði fyrir gesti og
atvinnutæki. Um er að ræða rúmgóðan sal með þremur innkeyrsluhurðum, minni
sal með innkeyrsluhurð, fallegt skrifstofurými á efri hæð, eldhús, snyrtingu og
sturtuaðstöðu.
Fiskislóð 10, skrifstofuhúsnæði
Reitir bjóða til leigu vandað 585 m2 skrifstofuhúsnæði á annarri
hæð á vinsælum stað, steinsnar frá miðbænum. Rýmið skiptist í opið rými,
fundarherbergi, nokkrar lokaðar skrifstofur og rúmgóða starfsmannaaðstöðu.
Nánari upplýsingar veitir Halldór Jensson sölustjóri í 840 2100
eða halldor@reitir.is.
Reitir eru stærsta fasteignafélag lands-
ins á sviði útleigu atvinnuhúsnæðis.
Við leigjum út yfir 130 eignir af öllum
stærðum og gerðum um allt land.
Við höfum undanfarið
orðið vitni að sérkennilegri
atburðarás vegna lekamáls-
ins og misbeitingu innan-
ríkisráðherra á valdi sínu
með afskiptum af lögreglu-
rannsókn. Við munum að
endingu sjá hver viðbrögð
umboðsmanns verða við
málsvörn ráðherrans.
Það sem meiru skiptir
nú eru viðbrögð formanns
Sjálfstæðisflokksins.
Honum ber, sem for-
manni stjórnarflokks, að standa vörð
um stjórnfestu og leikreglur réttar-
ríkisins. Hluti af því er að tryggja
að stjórnmálamenn axli pólitíska
ábyrgð af gerðum sínum, til að hlífa
stjórnkerfinu og embættismönnum
við óþarfa gagnrýni og álitshnekki.
Þar bregst honum algerlega boga-
listin.
Þegar aðstoðarmaður ráðherra
var ákærður fyrir að misfara með
opinber gögn í ráðuneyti ráðherrans
var ljóst að ráðherrann gat ekki setið
áfram. Það er grundvallaratriði,
sem allir virðast sammála um. Eng-
inn – ekki einu sinni hörðustu máls-
varnarmenn ráðherrans – hafa talið
til greina koma fyrir hann að sitja
áfram sem ráðherra dómsmála við
þær aðstæður. Þá kemur að því hvað
gerist næst. Í öllum öðrum löndum
– og á öllum öðrum tímum á Íslandi
– myndi það leiða til þess að ráð-
herrann axlaði pólitíska ábyrgð og
segði af sér. Fyrir því eru fordæmi.
Klæðskerasaumuð breyting
En formaður Sjálfstæðisflokksins
virðist ekki ráða við þá leið. Til að
forða því að ráðherra flokksins þurfi
að axla ábyrgð á eigin verkum og
framgöngu pólitískra aðstoðarmanna
hennar er frekar farið í handahófs-
kenndar ráðuneytabreytingar. Það er
betra að brjóta upp stjórnkerfið en að
skipta um ráðherra. Á undanförnum
misserum hafa forystumenn ríkis-
stjórnarflokkanna oft nefnt
að til greina komi að breyta
ráðuneytaskipan. Aldrei
hefur verið rætt – fyrr en nú
– um að stofna sérstakt dóms-
málaráðuneyti. Breytingin er
því ekki hluti af yfirvegaðri
endurskipulagningu, heldur
klæðskerasaumuð að þessum
flótta Sjálfstæðisflokksins
frá pólitískri ábyrgð. Enda
var formaður flokksins að
bögglast með það í nærri
tvær vikur að finna út úr því
hvernig væri hægt að kljúfa ráðu-
neytið og endaði svo á því að biðja
Framsóknarflokkinn að manna það.
Það er saga til næsta bæjar að Sjálf-
stæðisflokkurinn ráði ekki við að
manna dómsmálaráðuneytið.
Tekur undir ásakanir
Pólitísk ábyrgð er hluti nauðsyn-
legrar stjórnfestu. Sjálfstæðisflokk-
urinn kemur okkur nú fyrir sjón-
ir sem flokkur sem ræður ekki við
að axla ábyrgð á landsstjórninni. Ef
ráðherrar hans gera mistök þarf að
breyta ráðuneytunum til að forða
ráðherrunum frá því að bera ábyrgð
á eigin verkum. „Völd án ábyrgðar“
ætti að vera hið nýja kjörorð Sjálf-
stæðisflokksins.
Annar hluti stjórnfestu er að
standa vörð um réttan framgang
mála og virða rétt eftirlitsstofnana
til að vinna verk sín samkvæmt gild-
andi lögum. Þar bregst Bjarni líka.
Aðfinnslur ráðuneytis lögreglumála í
fréttatilkynningu 18. júní sl. við yfir-
standandi lögreglurannsókn í sumar
voru látnar óátaldar og nú tekur
hann undir ásakanir í garð umboðs-
manns Alþingis, í stað þess að standa
vörð um rétt umboðsmanns til að
fylgja eftir máli innan gildandi laga-
ramma eftir eigin dómgreind.
Af þessu má ráða að Sjálfstæðis-
flokkurinn ræður undir núverandi
forystu ekki við að virða grunnregl-
ur stjórnfestu í lýðræðissamfélagi.
Bjarni bregst
Við erum ekki kirkjurækin og ekki alin upp við að
fara í guðshús nema á stórum stundum. Einmitt
þess vegna verður þess gullmola, sem Rás 1 hefur
flutt á kvöldin í áratugi, sárt saknað á mínu heimili.
Ég hef hlustað á Orð kvöldsins í mörg ár og
finnst það ómetanlegt. Þegar synir mínir voru
ungir og með læti á háttatíma eða suðuðu um
athygli, útskýrði ég fyrir þeim að þetta væri
„eyrnanammið mitt“. Á unglingsárum sögðu þeir
með andvarpi: „Mamma, þú hefur aldrei dottið
inn í neinn þátt nema Orð kvöldsins!“ Alltaf virða
þeir hlustun mína, líka maðurinn minn, og hlusti
ég í eldhúsinu ganga þeir varlega um til að fá sér
kvöldsnarl.
Jafnvel hef ég stokkið upp frá gestum og kallað
glaðlega, „Orð kvöldsins“, til að kveikja á útvarp-
inu kl. 22:12, og látið það ganga á meðan gesta-
skvaldrið heldur áfram á lægri nótunum. Gestir
sem þekkja okkur minna, t.d. nágrannar, eru hissa;
en allir hrífast með. „Þetta er af því ég nenni
aldrei að lesa Biblíuna,“ segi ég, „meira að segja
ekki Nýja testamentið, ég bara steinsofna. En
þarna fáum við perlur þræddar upp á band, alveg
fyrirhafnarlaust, og þetta er æðislegt veganesti,
þetta er nefnilega svo praktískt. Eða er ekki lífið
flókið? Við hefðum aldrei komist í gegnum daglegt
líf, hvað þá hjónaband og uppeldi, án leiðsagnar.
Þetta er svona abstrakt styrkur, maður skilur það
ekki en það virkar.“
Aðrir gullmolar
Ef RÚV er að þessum breytingum til þess að koma
til móts við fjölmenningarþjóðfélagið, hvet ég þau
til að gera þveröfugt: Halda þessu og fá inn fleiri
gullmola, já, gimsteina, frá öðrum menningar-
hópum; jafnt á íslensku sem og á öðrum tungu-
málum. Hvernig væri það? Svo finnst mér líka að
fylgja ætti vefsíða á ruv.is þar sem hægt yrði að
fletta upp molum daganna og lesa beinar tilvitnan-
ir, númer ritningagreina, nöfn tónverka og sálma-
skálda og heiti trúarrita.
Fyrir nokkrum árum stóð styrr um Orð kvölds-
ins en þá var kvöldstundunum bjargað. Og nú á
tímum aukinnar misskiptingar, aukinnar streitu
og flóknara samfélags mættu slíkar stundir vera
fleiri.
Hvetja til kyrrlátra stunda
Hugdetta þessu tengd: Fá landlækni, LSH, lýð-
heilsustöð, heilsugæslurnar, tryggingastofnun,
velferðarráðuneytið, mennta- og menningarmála-
ráðuneytið, tryggingafélög, sjúkratryggingar, lög-
regluna, Umferðarstofu, íþróttafélög, þjóðkirkj-
una, geðlækna, sálfræðinga, svo og margvíslega
trúarhópa og lífssýnarfélög, til þess að hvetja til
kyrrlátra stunda. Fá leiklistarnema til að semja
og flytja örstutta texta á borð við „Út í kvöld? Nei,
verum bara heima.“ „Kringluna eða Smáralind?
Hvernig væri að kíkja frekar til ömmu?“ „Æ, ekki
bílinn. Röltum bara,“ sem flytja mætti á auglýs-
ingatímum. Slíkir molar væru heilbrigt andóf gegn
öllum „kauptu/upplifðu“ áróðrinum. Þessa mola-
syrpu ættu ofangreindir aðilar að vilja styrkja í
nafni lýðheilsu.
Ég er þakklát fyrir þann kraft sem bjargaði
morgunbænunum og vissulega er Orð dagsins að
morgni til góð hugmynd – en hlustunin eykst ekki
við þessa tilfærslu í dagskrá. Þess vegna vona ég
að stjórnendur Rásar 1 sjái að sér og komi til móts
við þá kröfu hlustenda sinna að halda Orði kvölds-
ins á sínum stað og komi ennfremur til móts við
aðra trúarhópa. Að umræðuþáttur á sunnudags-
kvöldi geti komið í stað daglegrar trúariðkunar er
mikill misskilningur.
Arfur allra Íslendinga
Kristinn menningararfur á Íslandi er dýrmætur,
líka fyrir þá sem ekki eru kirkjuræknir og koma
ekki í guðshús nema á stórum stundum. Samvinna
kirkjunnar og RÚV hefur boðið upp á heimilisguð-
rækni sem er frábær fyrir þennan stóra hóp. Og
þó ég hafi fjölmenningarlegan bakgrunn; hafi sótt
Guðspekifélagið á yngri árum og sé áskrifandi
að Ganglera, hafi verið í Ananda Marga og lesið
margt um hindúasið og gyðingdóm, hafi hrifist af
kyrrð búddatrúar og fegurð íslams og allri trúar-
fágun; þá verður lífsreynslan til þess að ég met
kristnina æ meir – og ég er ekki ein um það.
Orð kvöldsins
➜ Við erum ekki kirkju-
rækin og ekki alin upp við
að fara í guðshús nema á
stórum stundum. Einmitt
þess vegna verður þess gull-
mola, sem Rás 1 hefur fl utt á
kvöldin í áratugi, sárt saknað
á mínu heimili.
STJÓRNMÁL
Árni Páll
Árnason
formaður Samfylk-
ingarinnar
RÚV
Jóhanna M.
Thorlacius
vefritstjóri
Veðurstofu Íslands