Fréttablaðið - 28.08.2014, Qupperneq 30
FÓLK|TÍSKA
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Kolbeinn Kolbeinsson, kkolbeins@365.is, s. 512 5447
Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Guðbjörg er menntuð bæði í grafískri hönnun og vöruhönnun auk þess
sem hún hannar prjónaflíkur,
bæði handprjónaðar og vél-
prjónaðar. Hún hefur unnið hjá
fatasöfnun Rauða krossins í tæp
tvö ár og líkar mjög vel. „Það er
mikil spenna að vita hvað kemur
upp úr kössunum á hverjum
degi. Nærri daglega finn ég eitt-
hvað einstakt og fallegt,“ segir
Guðbjörg. Hún bætir við að
það sé gaman að sjá hverslags
verðmæti Íslendingar gefi Rauða
krossinum.
Helsta starf Guðbjargar er að
fara í gegnum þau föt sem þykja
heillegust og söluvænlegust.
Hún leitar að saumsprettum
og blettum og ákveður hvort
þær skuli fara í búðirnar eða
ekki. Þegar eitthvað sérstaklega
fallegt rekur á fjörur hennar
heldur hún flíkinni oft eftir í ein-
hvern tíma. „Stundum er fólk
að biðja okkur um að leita eftir
sérstökum flíkum, stundum þarf
kjóla fyrir sérstök tilefni og þá
er gott að eiga eitthvað á lager
og stundum er sláin bara svo
dásamlega falleg að ég þarf að
horfa aðeins betur á hana áður
en ég sendi hana frá mér í búð-
irnar,“ segir Guðbjörg og hlær
glaðlega.
Guðbjörg heillast sérstaklega
af fallegum handunnum vörum.
„Við höfum fengið handofna
kjóla, finnska hönnunarkjóla,
Burberry-frakka og marga fal-
lega kjóla,“ segir Guðbjörg sem
segist stundum freistast til að
kaupa flíkur sjálf. „En sem betur
fer passar ekki allt. Annars væri
ég í miklum vandræðum.“
■solveig@365.is
SAFNAR GULLMOLUM
ENDURNÝTT FÖT Guðbjörg Rut Pálmadóttir starfar hjá fatasöfnun Rauða
kross Íslands. Hún velur úr þau föt sem seld eru í Rauðakrossbúðunum. Á
hverjum degi berast gullmolar sem Guðbjörg passar sérstaklega upp á.
Fallegur kjóll frá japanska merkinu
Comme des Garçons.
Guðbjörg telur að dragtin sé frá
sjötta eða sjöunda áratugnum.
Náttkjóll frá áttunda áratugnum.
Mikill fjöldi yfirhafna kemur í fata-
söfnunina, bæði kápur, jakkar og
mokkajakkar. Þessi græna kápa er
mjög vel farin og í góðu standi.
Fjöldi skópara berst fatasöfnuninni. Öðru hvoru berast skór frá Dior og öðrum dýrum tískumerkjum.
VIÐ STÖRF Guðbjörg
fer yfir fötin og kannar
ástand þeirra. MYND/PJETUR
SKÓTAU
HEILLEG KÁPA KLASSÍSK DRAGT
COMME DES GARÇONS BABYDOLL
Bæjarlind 6 • S. 554 7030
www.rita.is
Við erum á Facebook
GALLABUXUR
FRÁ
KR. 10.900.-
BEINAR SKÁLMAR
HÁAR Í MITTIÐ
STR. 36-46
3 SÍDDIR: 78, 82, 86 LITIR:
BLÁTT OG SVART
Nýjar vörur komnar!
Síðustu dagar af rýmingarsölu
á eldri vörum
Skipholti 29b • S. 551 0770
Fylgist með okkur á facebook.com/Parisartizkan