Fréttablaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 32
FÓLK|TÍSKA
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á tísku og finnst gaman að fylgjast með tískustraumum og hvað er að gerast hverju sinni. Ég var að byrja á mínu
fyrsta ári í Listaháskóla Íslands þar sem ég mun læra
fatahönnun næstu þrjú árin. Í stuttu máli er ég mikill
fjölskyldumaður, er með athyglisbrest og er mjög
óþolinmóður, íþróttir spila mikla rullu í lífi mínu og ég
hef einnig gríðarlegan áhuga á tónlist.“
Hefurðu lengi pælt í tískunni? „Ég byrjaði mjög ungur
að hafa skoðanir á fatavali. Var alltaf í frekar litríkum
fötum á mínum yngri árum og var ekki sama í hvernig
skóm ég gekk. Ég fæddist og ólst upp í Englandi og
gekk í enskan skóla frá fjögurra ára aldri. Ég þurfti því
að klæðast enskum skólabúningi sem mér fannst alveg
óþolandi. Það var mikill léttir fyrir mömmu því þá
slapp hún við allt vesenið á mér á morgana.“
Hvernig klæðir þú þig hversdags? „Eftir veðri og
vindum.“
Hvernig klæðir þú þig spari? „Það er alltaf gaman að
klæðast jakkafötum þegar tilefni gefst.“
Hvernig lýsir þú stílnum þínum? „Stíllinn minn er
mjög fjölbreyttur. Ég er óhræddur við að prófa eitthvað
nýtt og finnst sérstaklega skemmtilegt að klæðast flík-
um sem fáir eiga. Annars prófa ég allt. Stundum ganga
hlutirnir en það er mjög oft sem þeir ganga ekki.“
Hvar kaupir þú fötin þín? „Ég kaupi flest mín föt í
útlöndum. Annars er það JÖR hér heima og einhverjar
fleiri búðir.“
Eyðir þú miklu í föt? „Ég væri að ljúga ef ég segðist
eyða litlum peningum í föt. Annars tel ég mig vera
góðan í að finna vönduð föt á miklum afslætti.“
Hver er uppáhaldsflíkin þín? „Ég er mikill skófíkill
og hef verið það síðan ég var smá stubbur. Ég á þó
nokkur pör af Jordan-skóm sem erfitt er að festa
kaup á og geta kostað sitt.“
Uppáhaldshönnuður? „Riccardo Tisci, yfirhönnuður
Givenchy, er í miklu uppáhaldi. Það væri draumur
að vinna fyrir hann einhvern daginn.“
Bestu kaupin? „Skellti mér í Kringluna fyrir nokkr-
um árum með það að markmiði að kaupa sólarvörn
fyrir útskriftarferð. Ég labbaði út með leðurjakka frá
All Saints sem ég fékk á 90% afslætti. Svo keypti ég
mér Kooples-jakkaföt í London í sumar á 70%
afslætti sem var frekar nett.“
Verstu kaupin? „Ég hef gert mörg skelfileg kaup
í gegnum tíðina. Mér detta strax í hug eiturgræn
Moon Boots sem ég keypti í einhverri skíðaferð á
Ítalíu þegar ég var þrettán eða fjórtán ára. Aldrei
verið notuð enda ljótustu skór sögunnar.“
Hver er helsti veikleiki þinn þegar kemur að tísku
og útliti? „Eitt af mínum helstu áhugamálum eru
skór. Maður á aldrei of marga. Ég er í skógrúppu á
Facebook með helstu skófíklum landsins þar sem
við ræðum daglega skómenningu heimsins. Síðan
segjum við hver öðrum frá nýjustu kaupunum og
svo framvegis.“
Hvers konar fylgihluti notarðu? „Geng með Nike
FuelBand á úlnliðnum daglega. Svo á ég það til að
ganga með derhúfur.“
Áttu þér tískufyrirmynd? „Kanye og A$AP Rocky eru
alltaf nettir.
TÍSKUNÖRD MEÐ
ATHYGLISBREST
HERRATÍSKA Bergur Guðnason var að byrja í fatahönnun í Listaháskóla
Íslands og vinnur í JÖR. Tískuáhuginn hefur fylgt honum nánast frá fæðingu.
TÍSKUÁHUGAMAÐUR Uppáhaldshönnuður Bergs er Riccardo Tisci, yfirhönnuður Givenchy. „Það væri draumur að vinna fyrir hann
einn daginn.“ MYND/GVA
KJÓLAR OG MUSSUR NÝ SENDING
Sjá fleiri myndir á
30% afsláttur
Mussur áður 14.990
nú 9.990 kr.
Stærðir 42-50
Kjólar áður 16.990
nú 12.590 kr.
Stærðir 38-46
Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá sem vilja kynnast Íslandi í máli og myndum.
Námið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á að læra hvernig standa skal að
leiðsögn erlendra og innlendra ferðamanna um Ísland.
-Flest stéttarfélög styrkja nemendur til náms.
-Nemendur geta að námi loknu gerst félagsmenn í Leiðsögufélaginu
Helstu námsgreinar:
- Helstu viðkomustaðir ferðamanna á Íslandi í máli og myndum.
- Mannleg samkipti, leiðsögutækni, hestar, fuglar og flóra. Framsaga.
- Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta.
- Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðaverkefni og margt fleira.
Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar hver á sínu sviði.
Boðið er uppá dag – og kvöldnám, auk þess er farið í fjölda vettvangsferða.
LEIÐSÖGUNÁM
VIÐURKENNT STARFSNÁM AF ATVINNULÍFINU
Opið 8-22
Umsögn:
S.l. vetur stundaði ég leiðsögunám í Ferðamálaskóla Íslands. Námið stóð
vel undir væntingum þar sem fjölmargir kennarar komu að kennslunni og
áttu þeir auðvelt með að ná til mín og auka áhuga minn á námsefninu og
ekki síst að vekja mig til umhugsunar um þá auðlind sem landið okkar er
og þá virðingu sem okkur ber að sýna því. Kennararnir voru mjög færir og
fróðir hver á sínu sviði og áttu auðvelt með að koma efninu til skila.
Námið gefur mikla atvinnumöguleika og spennandi tímar eru framundan.
Guðrún Helga
Bjarnadóttir,
Vestmannaeyjum