Fréttablaðið - 28.08.2014, Page 52

Fréttablaðið - 28.08.2014, Page 52
28. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 36 ★★★★★ Sinfóníuhljómsveitin í Toronto flutti verk eftir Vivier, Rakmaninoff og Tsjajkovskí í Eldborg Hörpu sunnudag- inn 24. ágúst. Þegar ég vaknaði daginn eftir tón- leika Sinfóníuhljómsveitarinnar í Toronto ómaði fiðlukonsert Tsjaj- kovskís enn í höfðinu á mér. Ein- leikarinn James Ehnes var ótrú- lega flinkur, en það var ekki málið. Nei, túlkun hans og hljóm- sveitarinnar allrar undir stjórn Peters Oundjian var svo áhrifa- mikil. Hver einasti tónn hafði merkingu, laglínurnar voru full- ar af tilfinningu. Stígandin í túlk- uninni var þannig að hvergi var dauður punktur. Þetta var stór- kostlegur flutningur. Tæknin hjá bæði einleikara og hljómsveit var óaðfinnanleg, en hún var ávallt í þjónustu inn- blástursins. Þegar svona fram- úrskarandi listafólk kemur fram gerir maður ráð fyrir að tæknin sé í lagi. Hún sætir engum sér- stökum tíðindum. Ekkert frekar en tæknibrellur í Hollywood-stór- mynd. Aðalatriðið er að myndin sé skemmtileg. Sömu sögu er að segja um tónlistina. Fyrir utan fiðlukonsertinn eftir Tsjajkovskí voru tvö önnur verk á efnisskránni. Hið fyrra var Óríon eftir kanadíska tónskáldið Claude Vivier (1948-1983). Vivier var samkynhneigður og var myrt- ur af karlkyns hóru í París. Þar með varð tónlistarheimurinn af einstökum hæfileikum, því tón- listin sem hljómaði á tónleik- unum var afar seiðandi. Verkið byggðist á laglínu sem innihélt sjö hendingar. Stefið vísaði þann- ig til stjarnanna sjö sem mynda stjörnumerkið Óríon. Tónlistin var full af heillandi blæbrigðum og óvanalegum hljóðfærasamsetn- ingum. Hljómsveitin spilaði hana af afburðum. Fínlegustu litbrigði voru nostursamlega mótuð og háværir kaflar voru í senn þétt- ir og óheftir. Þvílíkar andstæður! Sömu sögu er að segja um loka- atriði efnisskrárinnar, Sinfóníska dansa eftir Rakmaninoff. Þetta var myrk tónlist sem byggðist á gríðarlega öflugum andstæðum. Hljómsveitin spilaði hana af hams- leysi þegar við átti, en dásamlegri mýkt inn á milli. Samhljómurinn í sveitinni var breiður og safaríkur, sérstaklega aðdáunarverður var þykkur strengjahljómurinn sem var algerlega frábær. Hljómsveit- in var líka svo samtaka, hún spil- aði eins og einn maður. Endirinn á verkinu var magnaður, spennu- þrunginn og kröftugur. Sem aukalag lék hljómsveitin marsinn úr Pathetique-sinfón- íu Tsjakovskís. Það var rúsínan í pylsuendanum – ærandi fjör! Maður hálfpartinn dansaði út úr Hörpunni á eftir. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Með flottustu klassísku tónleikum ársins. Spilaði af hamsleysi en líka mýkt SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT TORONTO „Maður hálfpartinn dansaði út úr Hörpunni á eftir,“ segir gagnrýnandinn. „Það er hættulegt að fresta því að tengjast fólkinu í kringum sig,“ segir Pétur Ármannsson leikstjóri. Hann kveðst iðrast þess að hafa ekki sinnt langömmu sinni, Petru Sveinsdóttur á Stöðvarfirði, betur meðan tími var til en hún lést fyrir tveimur árum, nokkrum mán- uðum áður en hún hefði orðið níræð. Nú er Pétur búinn að gera leiksýningu um þessa langömmu sína sem bjó á Stöðvarfirði allt sitt líf og var oft kölluð Steina-Petra enda átti hún stærsta einka- rekna steinasafn í heimi að talið er. Leiksýninguna segir Pétur vera tilraun til að bæta fyrir vanrækslu sína við langömmu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Pétur gerir leiksýningu um náinn ætt- ingja. Sýningin Dansaðu fyrir mig fjallar um draum föður hans, Ármanns Einarssonar, um að verða atvinnudansari. Sú sýning hlaut tvær tilnefningar til Grím- unnar og hefur farið víða. Petra verður frumsýnd á alþjóð- legu leiklistarhátíðinni Lókal annað kvöld, 29. ágúst, klukkan 19 í Tjarnarbíói. Frekari upplýsing- ar má nálgast á lokal.is. - gun Friðar samviskuna með leiksýningu Pétur Ármannsson leikstjóri er langömmubarn steinasafnarans Petru. Hann sýnir verkið Petru í Tjarnarbíói á morgun á leiklistarhátíðinni Lókal. NOSTRAÐ VIÐ STEINANA Leikhópurinn sem sýnir Petru var á æfingu þegar þessi mynd var tekin. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LEIKSTJÓRINN Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Pétur gerir leiksýningu um náinn ættingja. MYND/ÚR EINKASAFNI „Listasalirnir eru forkunnarfal- legir og ég get lofað því að sýn- ingin Rás mun snerta gesti djúpt,“ segir Helga Þórsdóttir menning- arfræðingur. Hún er sýningar- stjóri haustsýningar Hafnarborg- ar í Hafnarfirði sem opnuð verður annað kvöld. Þar er teflt saman verkum listamanna sem þekktir eru fyrir að gera huglægri reynslu efnisleg skil á áhrifaríkan hátt. Þeir eru Daníel Magnússon, Guð- rún Hrönn Ragnarsdóttir, Ívar Brynjólfsson, Ívar Valgarðsson, Sólveig Aðalsteinsdóttir og Þóra Sigurðardóttir. Listafólkið á allt að baki fjölda sýninga hér á landi og erlendis að sögn Helgu sem átti hugmynd- ina að Rás. Sú hugmynd var valin úr innsendum tillögum að haust- sýningu 2014. „Markmiðið með stefnumóti þessa fólks er ekki síst að varpa ljósi á samtímalistsköp- un sem farveg fyrir nýjar hugs- anir og hugmyndir,“ segir Helga. Rás verður opnuð klukkan 20 annað kvöld. Á sunnudaginn, 31. ágúst, verður listamannsspjall í Hafnarborg klukkan 15 þar sem einn af sýnendunum, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir myndlistarmaður, hefur orðið. „Guðrún er búsett í Finnlandi,“ upplýsir Helga. „Því er sérstakur fengur að fá hana hingað með sína list og spjall.“ gun@frettabladid.is Rás mun snerta gesti Sýningin Rás verður opnuð í Hafnarborg í Hafnar- fi rði á morgun, föstudag. Þar sýna sex einstaklingar sem hafa verið áberandi í myndlistarlífi nu. EITT VERK- ANNA Þetta er eftir Þóru Sigurðar- dóttur. SPECIMINA DOMESTICA List eftir Ívar Brynjólfsson. Á SÝNINGUNNI Verk eftir Daníel Magnússon. Opið hús Laugardaginn 30. Ágúst milli 13 og 16 Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.