Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.08.2014, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 28.08.2014, Qupperneq 52
28. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 36 ★★★★★ Sinfóníuhljómsveitin í Toronto flutti verk eftir Vivier, Rakmaninoff og Tsjajkovskí í Eldborg Hörpu sunnudag- inn 24. ágúst. Þegar ég vaknaði daginn eftir tón- leika Sinfóníuhljómsveitarinnar í Toronto ómaði fiðlukonsert Tsjaj- kovskís enn í höfðinu á mér. Ein- leikarinn James Ehnes var ótrú- lega flinkur, en það var ekki málið. Nei, túlkun hans og hljóm- sveitarinnar allrar undir stjórn Peters Oundjian var svo áhrifa- mikil. Hver einasti tónn hafði merkingu, laglínurnar voru full- ar af tilfinningu. Stígandin í túlk- uninni var þannig að hvergi var dauður punktur. Þetta var stór- kostlegur flutningur. Tæknin hjá bæði einleikara og hljómsveit var óaðfinnanleg, en hún var ávallt í þjónustu inn- blástursins. Þegar svona fram- úrskarandi listafólk kemur fram gerir maður ráð fyrir að tæknin sé í lagi. Hún sætir engum sér- stökum tíðindum. Ekkert frekar en tæknibrellur í Hollywood-stór- mynd. Aðalatriðið er að myndin sé skemmtileg. Sömu sögu er að segja um tónlistina. Fyrir utan fiðlukonsertinn eftir Tsjajkovskí voru tvö önnur verk á efnisskránni. Hið fyrra var Óríon eftir kanadíska tónskáldið Claude Vivier (1948-1983). Vivier var samkynhneigður og var myrt- ur af karlkyns hóru í París. Þar með varð tónlistarheimurinn af einstökum hæfileikum, því tón- listin sem hljómaði á tónleik- unum var afar seiðandi. Verkið byggðist á laglínu sem innihélt sjö hendingar. Stefið vísaði þann- ig til stjarnanna sjö sem mynda stjörnumerkið Óríon. Tónlistin var full af heillandi blæbrigðum og óvanalegum hljóðfærasamsetn- ingum. Hljómsveitin spilaði hana af afburðum. Fínlegustu litbrigði voru nostursamlega mótuð og háværir kaflar voru í senn þétt- ir og óheftir. Þvílíkar andstæður! Sömu sögu er að segja um loka- atriði efnisskrárinnar, Sinfóníska dansa eftir Rakmaninoff. Þetta var myrk tónlist sem byggðist á gríðarlega öflugum andstæðum. Hljómsveitin spilaði hana af hams- leysi þegar við átti, en dásamlegri mýkt inn á milli. Samhljómurinn í sveitinni var breiður og safaríkur, sérstaklega aðdáunarverður var þykkur strengjahljómurinn sem var algerlega frábær. Hljómsveit- in var líka svo samtaka, hún spil- aði eins og einn maður. Endirinn á verkinu var magnaður, spennu- þrunginn og kröftugur. Sem aukalag lék hljómsveitin marsinn úr Pathetique-sinfón- íu Tsjakovskís. Það var rúsínan í pylsuendanum – ærandi fjör! Maður hálfpartinn dansaði út úr Hörpunni á eftir. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Með flottustu klassísku tónleikum ársins. Spilaði af hamsleysi en líka mýkt SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT TORONTO „Maður hálfpartinn dansaði út úr Hörpunni á eftir,“ segir gagnrýnandinn. „Það er hættulegt að fresta því að tengjast fólkinu í kringum sig,“ segir Pétur Ármannsson leikstjóri. Hann kveðst iðrast þess að hafa ekki sinnt langömmu sinni, Petru Sveinsdóttur á Stöðvarfirði, betur meðan tími var til en hún lést fyrir tveimur árum, nokkrum mán- uðum áður en hún hefði orðið níræð. Nú er Pétur búinn að gera leiksýningu um þessa langömmu sína sem bjó á Stöðvarfirði allt sitt líf og var oft kölluð Steina-Petra enda átti hún stærsta einka- rekna steinasafn í heimi að talið er. Leiksýninguna segir Pétur vera tilraun til að bæta fyrir vanrækslu sína við langömmu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Pétur gerir leiksýningu um náinn ætt- ingja. Sýningin Dansaðu fyrir mig fjallar um draum föður hans, Ármanns Einarssonar, um að verða atvinnudansari. Sú sýning hlaut tvær tilnefningar til Grím- unnar og hefur farið víða. Petra verður frumsýnd á alþjóð- legu leiklistarhátíðinni Lókal annað kvöld, 29. ágúst, klukkan 19 í Tjarnarbíói. Frekari upplýsing- ar má nálgast á lokal.is. - gun Friðar samviskuna með leiksýningu Pétur Ármannsson leikstjóri er langömmubarn steinasafnarans Petru. Hann sýnir verkið Petru í Tjarnarbíói á morgun á leiklistarhátíðinni Lókal. NOSTRAÐ VIÐ STEINANA Leikhópurinn sem sýnir Petru var á æfingu þegar þessi mynd var tekin. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LEIKSTJÓRINN Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Pétur gerir leiksýningu um náinn ættingja. MYND/ÚR EINKASAFNI „Listasalirnir eru forkunnarfal- legir og ég get lofað því að sýn- ingin Rás mun snerta gesti djúpt,“ segir Helga Þórsdóttir menning- arfræðingur. Hún er sýningar- stjóri haustsýningar Hafnarborg- ar í Hafnarfirði sem opnuð verður annað kvöld. Þar er teflt saman verkum listamanna sem þekktir eru fyrir að gera huglægri reynslu efnisleg skil á áhrifaríkan hátt. Þeir eru Daníel Magnússon, Guð- rún Hrönn Ragnarsdóttir, Ívar Brynjólfsson, Ívar Valgarðsson, Sólveig Aðalsteinsdóttir og Þóra Sigurðardóttir. Listafólkið á allt að baki fjölda sýninga hér á landi og erlendis að sögn Helgu sem átti hugmynd- ina að Rás. Sú hugmynd var valin úr innsendum tillögum að haust- sýningu 2014. „Markmiðið með stefnumóti þessa fólks er ekki síst að varpa ljósi á samtímalistsköp- un sem farveg fyrir nýjar hugs- anir og hugmyndir,“ segir Helga. Rás verður opnuð klukkan 20 annað kvöld. Á sunnudaginn, 31. ágúst, verður listamannsspjall í Hafnarborg klukkan 15 þar sem einn af sýnendunum, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir myndlistarmaður, hefur orðið. „Guðrún er búsett í Finnlandi,“ upplýsir Helga. „Því er sérstakur fengur að fá hana hingað með sína list og spjall.“ gun@frettabladid.is Rás mun snerta gesti Sýningin Rás verður opnuð í Hafnarborg í Hafnar- fi rði á morgun, föstudag. Þar sýna sex einstaklingar sem hafa verið áberandi í myndlistarlífi nu. EITT VERK- ANNA Þetta er eftir Þóru Sigurðar- dóttur. SPECIMINA DOMESTICA List eftir Ívar Brynjólfsson. Á SÝNINGUNNI Verk eftir Daníel Magnússon. Opið hús Laugardaginn 30. Ágúst milli 13 og 16 Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.