Fréttablaðið - 28.08.2014, Qupperneq 54
28. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38
„Þetta eru verk sem ég
hef verið að vinna að síð-
ustu ár og eiga ekki beint
heima á sviði þar sem ég
er vanari að vinna,“ segir
danshöfundurinn Mar-
grét Bjarnadóttir en hún
opnar sýningu sína LIFE-EFI í Kling og Bang klukkan
17.00 í dag á vegum Reykjavík Dance Festival.
„Þetta er svona önnur hlið á því sem ég hef verið að
gera,“ segir Margrét. „Þetta eru ljósmyndir, teikningar
og vídeóverk en þetta eru allt bara hugmyndir og því
ekkert frábrugðið því sem ég geri vanalega en samt í
öðru formi,“ lýsir listamaðurinn en sýningin er fyrsta
einkasýning Margrétar í safni.
„Ég held að það séu tengingar á milli verkanna á
sýningunni en þau eru samt sjálfstæð,“ segir Margrét.
„Ljósmyndirnar eru eitt verk og myndbandsverkið
annað en ég held að það megi finna tengingar á milli.“
Meðal verka Margrétar á sýningunni eru til dæmis
svonefnd anagröm þar sem búið er að endurraða stöf-
um í nöfnum fólks og finna út nýja merkingu sem lýsir
persónunni. Sem dæmi er hún með fjölmiðlamanninn
„Egill Helgason“ og hefur endurraðað stöfunum sem
„og lesa helling.“
„Þetta eru annaðhvort þjóðþekktir einstaklingar eða
bara vinir mínir,“ segir Margrét en hún er með fjór-
tán slík anagröm. „Ég þarf að þekkja persónuna eða
vita nógu mikið um hana af því þetta eru ekki bara ein-
hver orð. Þau þurfa að kallast á við persónuna á bak
við nafnið.“
Annað verk sem Margrét sýnir í dag er myndbands-
verk þar sem hún fékk til sín fimm einstaklinga, sem
misst hafa einhvern nákominn, til þess að reyna að
muna og kalla fram hreyfingar eða háttalag viðkom-
andi manneskju.
„Þetta er fimm rása myndbandsverk þar sem hver
einstaklingur er á sínu sjónvarpi og allt sýnt samtímis,“
lýsir Margrét.
Eins og áður hefur komið fram verður sýningin
opnuð í Kling og Bang í dag klukkan fimm en hún mun
standa í mánuð. baldvin@365.is
Ég held að
það séu tengingar á
milli verkanna
Allt bara hugmyndir
Danshöfundurinn Margrét Bjarnadóttir opnar fyrstu einkasýningu sína í Kling
og Bang í dag en á sýningunni má sjá aðra hlið á listamanninum í verkunum.
„Við erum oft feimin við að koma
með skapandi lausnir í ýmsum
verkefnum,“ segir Karl Guðmunds-
son en hann stendur fyrir fyrir-
lestri Toms Kelley í Háskólabíói
klukkan tólf í dag. Kelley er einn
eigenda hönnunarskrifstofunnar
IDEO og höfundur metsölubók-
arinnar The Art of Innov ation en
hann gaf nýlega út bókina Sköpun-
arkjarkur sem þýdd var á íslensku.
„Það er almennt viðurkennt að
nýsköpun og skapandi hugsun séu
drifkrafturinn að baki árangri fyr-
irtækja og einna verðmætustu eig-
inleikar leiðtoga á okkar dögum,“
segir Karl. „Við þurfum ekki öll að
vera listamenn en við getum verið
skapandi lögfræðingar, læknar,
framkvæmdastjórar eða sölu-
menn.“
Karl kynntist Kelley þegar hann
bjó í San Francisco og starfaði hjá
Ekso Bionics og segir það hafa
verið tilviljun að þeir hafi kynnst
á góðgerðarsamkomu. „Við vorum
að kynna tækið okkar sem hjálpar
mænusködduðum að ganga,“ segir
Karl. „Honum leist svo vel á verk-
efnið að það endaði með því að við
unnum verkefnið með IDEO og
upp úr því hittumst við oft og hann
talaði mikið um þessa bók sem ég
var svo áhugasamur um.“
Í bókinni reynir höfundurinn að
fá fólk til að verða meira skapandi
einstaklingar og bókin inniheldur
nokkrar reynslusögur fólks sem
fer eftir aðferðum Kelleys. „Þegar
ég kláraði að lesa hana þá fannst
mér hún bara þurfa að koma út á
íslensku og hótaði að þýða hana
sjálfur ef forlagið myndi ekki
finna góðan þýðanda,“ segir Karl
og hlær. „Það er gríðarlegur áhugi
fyrir þessu á Íslandi. Þetta á við
fleiri en bara nýsköpunarfyrir-
tæki, það geta allir komið með
meira skapandi lausnir í þeim
verkefnum sem þeir sinna dags-
daglega.“
Eins og áður hefur komið fram
fer fyrirlesturinn fram í Háskóla-
bíói klukkan 12.00 og er hann
haldinn í samstarfi við Hönnun-
armiðstöðina, Símann og Háskóla
Íslands en aðgangur er ókeypis.
baldvin@365.is
Það geta allir skapað
Rithöfundurinn og nýsköpunarhugsuðurinn Tom
Kelley heldur ókeypis fyrirlestur í Háskólabíói í dag en
hann gaf nýlega út bókina Sköpunarkjarkur á íslensku.
LEIKUR SÉR AÐ LISTINNI Margrét Bjarnadóttir segir að
verkin á sýningunni séu sjálfstæð en sjá megi tengingar á
milli þeirra.
FRUMKVÖÐULL Tom Kelley segir að fólk sé feimið við að koma með skapandi
lausnir.
HVAÐ? HVENÆR?
HVAR?
FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014
Tónleikar
17.00 Perlur íslenskra sönglaga í Hörpu.
Fluttar verða perlur íslenskra sönglaga,
þjóðlaga, sálma og ættjarðarsöngva. Miða-
verð er 3.900 krónur.
21.00 Heiladans 37 á Bravó. Þeir lista-
menn sem koma fram eru YAGYA, BUSPIN
JEIBER og ORACLE.
21.00 Elín Ey kemur fram á tónleika-
röðinni á Hlemmur Square. Elín Ey er
íslenskur söngvari, lagahöfundur og gítar-
leikari. Aðgangur er ókeypis.
21.00 Cell7 og Kött Grá Pjé koma fram á
Græna hattinum. Cell7 kemur nær alltaf
fram ásamt söngkonunni Sunnu, Earmax
og Dj Big Gee. En á tónleikunum mun hún
einnig hafa hljómsveit sér til liðsinnis.
22.00 Gummi Jóns og hljómsveitin Vest-
anáttin halda tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-
Da, Frakkastíg 8. Aðgangur er ókeypis.
Fræðsla
20.00 Erlendur Sveinsson leiðir menning-
argöngu þar sem skoðuð verður merkileg
saga kvikmyndahúsa og kvikmyndasýninga
í Hafnarfirði, sem nær aftur til upphafsára
kvikmyndasýninga á Íslandi. Gangan hefst
við Hafnarborg.
Sýningar
10.00 Expo skálinn í Hörpu. 360 gráðu
upplifun af íslenskri náttúru í Hörpu.
Miðaverð er 1.500 krónur.
12.00 Enskuleiðsögn um sýninguna Í ljósa-
skiptum í Listasafni Íslands, Laufásvegi
12. Sýningin tekur mið af þeim magnaða
hluta sólarhringsins, sem hvorki er dagur
né nótt heldur bil milli beggja.
16.00 Sænska listakonan Suzanna Asp
opnar verkið sitt Secret Garden Verönd í
bakgarðinum á Hóli gestavinnustofu að
Vesturvegi 15 á Seyðisfirði.
17.00 Málverkasýning Kristins Alexanders-
sonar verður opnuð í Boganum í Menn-
ingarmiðstöðinni Gerðubergi. Kristinn
sýnir bæjarlífsmyndir sem eru minningar
uppvaxtaráranna og íslenskt landslag.
19.00 Danski sirkusinn Sirkus Baldoni
heimsækir Ísland og kemur fram í Íþrótta-
höllinni á Húsavík. Miðaverð er 3.000
krónur.
Uppákomur
21.00 DJ-teymið Alex Baldwin bjóða til
tónlistarveislu á skemmistaðnum Dolly.
Gestir eru hvattir til þess að klæða sig
eftir veðri.
Bæjarhátíðir
17.00 Bæjarhátíð Seltirninga hefst form-
lega í Bókasafni Seltjarnarness. Í Eiðisskeri
verður opnuð sýningin Endurkast og Ojba
Rasta verður með tónleika fyir alla fjöl-
skylduna sem hefjast kl. 18.00.
Leikrit
18.00 Sýningin Flækjur fer fram í anddyri
Borgarleikhússins en miðaverð er 4.950
krónur.
19.00 How to become Icelandic in 60
minutes er leiksýning sem leikin er á
ensku, samin og flutt af Bjarna Hauki Þórs-
syni og leikstýrt af Sigurði Sigurjónssyni í
Kaldalóni í Hörpu.
21.00 Sjö börn gyðinga - Leikrit fyrir
Gaza í Bæjarbíói, Hafnarfirði. Við bygg-
ingu verksins var skoðað áhrif ástandsins
á börn, ásamt því að vinna með tengsl
milli leikja og raunveruleika. Sýningin er
á vegum Leikfélagsins Óríon og er frítt inn.
21.00 Bláskjár eftir Tyrfing Tyrfingsson
verður sýnt í Borgarleikhúsinu. Miðaverð
er 4.750 krónur.
21.30 Saga Sigurðardóttir og samstarfs-
félagar sköpuðu Predator verkið í þremur
þáttum þar sem kórverk, eróbikk, klúbba-
teknó og velúr varpa fram birtingarmynd
þjáningar, náð hennar og fegurð. Verkið
er sýnt í Þjóðleikhúsinu og er miðaverð
2.500 krónur.
Málþing
17.00 Málþing í sal Lyfjafræðisafnsins við
Neströð á Seltjarnarnesi. Yfirskrift mál-
þingsins er Epli, ber og annað góðgæti.
Ræktunartilraunir í Nesi á átjándu öld.
Málþingið er öllum opið.
Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@
frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá
inni á visir.is.
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA