Fréttablaðið - 28.08.2014, Qupperneq 56
28. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| MENNINGBÍÓ | 40
➜ Skjaldbökurnar í hnotskurn
Emmy-verðlaunin voru afhent
í 66. sinn í Nokia Theatre í Los
Angeles aðfaranótt þriðjudags.
Fjölmargir frábærir leikarar
voru hunsaðir af akademíunni í
ár, til að mynda Mad Men-stjarn-
an Jon Hamm sem hefur verið til-
nefndur til Emmy-verðlauna alls
þrettán sinnum en aldrei unnið.
Í ár tapaði hann fyrir Bryan
Cranston úr Breaking Bad.
Leikkonan Kerry Washing-
ton var tilnefnd í annað sinn í ár
fyrir leik sinn í dramaþáttunum
Scandal en laut í lægra haldi fyrir
Julianna Margulies úr The Good
Wife. Önnur stórleik-
kona sem var líkleg í
þeim flokki var Robin
Wright fyrir leik í
House of Cards.
Margir bjugg-
ust við því að
Orange is the
New Black-serían
yrði sigursæl og
var leikkonan
Kate Mulgrew
líkleg til að
hreppa verðlaun
fyrir aukaleik
í gamanseríu.
Hún tapaði fyrir
Allison Janney og
þættirnir sjálfir
náðu ekki að
næla sér í verð-
laun sem besti
gamanþáttur. Þá
styttu hlaut Mod-
ern Family.
Hunsuð
á Emmy
BÍÓFRÉTTIR
7,1
46%
32%
45ára Jack Black leikari
Helstu myndir: Kung Fu Panda,
King Kong, School of Rock og
Tenacious D in The Pick of Destiny
AFMÆLISBARN DAGSINS
Leikkonan Lake Bell ætlar að leik-
stýra kvikmyndinni The Emperor’s
Children sem byggð er á skáldsögu
Claire Messud. Lake þreytti
frumraun sýna í leikstjóra-
stólnum með myndinni In
a World sem vann Waldo
Salt-handritshöfunda-
verðlaunin á Sundance-
kvikmyndahátíðinni
og keppti einnig um
verðlaun dómnefndar.
Myndin var einnig
valin ein af tíu bestu
óháðu myndunum
af National Board of
Review í fyrra.
Leikstýrir á ný
Dómari hefur fellt niður mál eiganda
klámmyndarinnar Deep Throat
gegn The Weinstein Co. en eigendur
myndarinnar héldu því
fram að myndin Lovelace
frá 2013 bryti í bága
við höfundarréttarlög.
Lovelace fjallar um
ævi klámstjörn-
unnar Lindu Lovelace,
stjörnu Deep Throat.
Töldu eigendur
þeirrar síðarnefndu
að þrjár senur úr
Deep Throat hefðu
verið endurgerðar í
Lovelace en dómari
taldi það réttmætt.
Málið fellt niður
The Giver spenna
Aðalhlutverk: Jeff Bridges, Meryl
Streep, Brenton Thwaites, Alexander
Skarsgård og Katie Holmes.
FRUMSÝNINGAR
Fading Gigolo gaman
Aðalhlutverk: John Turturro, Woody
Allen, Sharon Stone, Vanessa Paradis,
Sofia Vergara og Liev Schreiber.
6,3
58%
54%
Kvikmyndin Teen-
age Mutant Ninja
Turtles er fyrsta
myndin um skjald-
bökubræðurna fjóra
í þrívídd. Hún ger-
ist einhvern tíma í
framtíðinni þegar
ótti og myrkur
hvílir yfir New
York. Geimveran Shredder ber ábyrgð á
því og ætlar að verða einvaldur á jörðinni
en reiknar ekki með að ninjabræðurnir
láti til skarar skríða, undir leiðsögn læri-
meistara síns, rottunnar Splinters.
Nánast sérhvert mannsbarn kannast
við skjaldbökubræðurna fjóra sem vöktu
athygli heimsins seint á níunda áratug
síðustu aldar og upplifðu sitt blóma-
skeið snemma á þeim tíunda. Skjaldböku-
bræðurnir sáust fyrst árið 1984 og því
kemur kvikmyndin Teenage Mutant Ninja
Turtles út á þrjátíu ára afmæli þeirra.
Í aðdraganda myndarinnar létu aðdá-
endur í sér heyra þegar framleiðandinn
Michael Bay vildi að skjaldbökurnar væru
af geimverukyni. Þá vildi hann einn-
ig hafa titil myndarinnar Ninja Turtles
og sleppa Teenage Mutant. Aðdáendur
bræðranna urðu æfir og tók Michael þetta
til baka.
Myndin hefur gert það gott í miðasölu
vestan hafs og toppaði lista yfir mest
sóttu myndirnar um frumsýningarhelgina
með 65,5 milljónir dollara, rúma 7,6 millj-
arða króna. Fór þetta fram út björtustu
vonum því spekúlantar höfðu spáð miða-
sölutekjum upp á 40 til 45 milljónir doll-
ara. Myndin hélt toppsætinu aðra vikuna
sem hún var í sýningu en í þeirri þriðju
laut hún í lægra haldi fyrir Guardians of
the Galaxy.
Í aðalhlutverkum eru Megan Fox, Will
Arnett, William Fichtner, Alan Ritchson,
Johnny Knoxville, Whoopi Goldberg og
Tony Shalhoub.
liljakatrin@frettabladid.is
Aðdáendur skjaldbakanna
létu framleiðandann heyra það
Kvikmyndin Teenage Mutant Ninja Turtles verður frumsýnd á Íslandi á morgun. Aðsókn að myndinni fór
fram úr björtustu vonum enda margir sem eiga ljúfar minningar tengdar skjaldbökubræðrunum skrautlegu.
Leonardo (Leo)–
Útsjónarsamur og
hugrakkur leiðtogi
sem er með bláa
grímu og tvö löng,
beitt sverð. Hann ber
mesta ábyrgð þeirra
bræðra sem leiðir oft
til rimmu á milli hans
og Raphaels. Leonardo
er skjaldbakan sem
finnur lausnirnar og
hugsar vel um bræður
sína þrjá. Leonardo
heitir í höfuðið á upp-
finningamanninum,
listamanninum og
myndhöggvaranum
Leonardo da Vinci.
Michelangelo (Mike
eða Mikey)– Afslapp-
aður og frjálslegur
grínari sem er með
appelsínugula grímu
og nunchakus-vopn.
Hann er barnalegastur
af skjaldbökunum og
er mjög ævintýragjarn.
Hann elskar líka pitsu.
Honum má lýsa sem
brimbrettatýpu. Hann
heitir í höfuðið á
ítalska listmálaranum,
arkitektinum og
myndhöggvaranum
Michelangelo en nafn
hans var upprunalega
vitlaust skrifað.
Raphael (Raph)–
Raphael er slæmi
strákurinn í hópnum
og er með rauða
grímu og gengur um
með svokölluð sai-
sverð. Hann er mjög
sterkur og árásargjarn
og hikar ekki við að
veita fyrsta höggið.
Hann er kaldhæðinn
og oft meinfyndinn.
Hann er afar hlið-
hollur bræðrum sínum
og lærimeistara.
Hann heitir í höfuðið
á ítalska listamann-
inum og arkitektinum
Raphael.
Donatello (Don eða
Donnie)– Donatello
er vísindamaður,
uppfinningamaður,
verkfræðingur og
tæknisnillingur. Hann
er með fjólubláa grímu
og gengur með vopn
sem kallast „bo staff“.
Hann er ekki hrifinn
af ofbeldi og vill frekar
nota gáfur sínar til að
leysa vandamál. Hann
hikar þó aldrei við
að verja bræður sína.
Hann heitir í höfuðið á
ítalska listamanninum
og myndhöggvaranum
Donatello.
6,4
34%
20%
4
LITIR AF
BÁÐUM
GERÐUM
NÝTTU
TÆKIFÆRIÐ
KOMDU
STRAX