Fréttablaðið - 28.08.2014, Qupperneq 64
28. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| SPORT | 48
Ísland með á EM 2015
Strákarnir í körfuboltalandsliðinu skrifuðu nýjan kafl a í sögu íslenska körfuboltans þegar íslenska landsliðið
tryggði sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í fyrsta sinn þrátt fyrir naumt tap gegn Bosníu í höllinni.
NÆST Á DAGSKRÁ ER EM Strákarnir í íslenska körfuboltalandsliðinu fögnuðu þrátt fyrir tap fyrir Bosníu enda gerðu þeir nóg til að komast á EM. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FÓTBOLTI Stjarnan mætir Inter öðru
sinni í umspili um sæti í riðlakeppni
Evrópudeildarinnar á hinum magnaða
80.000 sæta San Siro-velli í Mílanó í
kvöld. Einvígið er í raun búið eftir 3-0
sigur Inter í Laugardalnum í síðustu
viku og Garðbæingar eru meðvitaðir
um það.
„Við ætlum bara að njóta þess að
spila þarna. Uppleggið er að koma
þeim á óvart og reyna að skora til að
búa til leik úr þessu. Það væri algjör
draumur að skora fyrsta markið,“ seg-
ir Arnar Már Björgvinsson, kantmaður
Stjörnunnar, við Fréttablaðið.
Hann var í rútu á leið á San Siro
á síðustu æfingu fyrir leik þegar
Fréttablaðið tók hann tali. Spennan
leyndi sér ekki.
„Inter var alltaf mitt fyrsta lið þegar
ég var að alast upp þannig að ég hef
lengi horft hýru auga til San Siro. Það
er bara geðveikt að vera að fara að
spila þarna og ég get ekki beðið eftir
því að komast út á grasið núna.“
Þrátt fyrir að vera margfalt stærra,
ríkara og frægara lið sá Inter þó ekki
almennilega um gesti sína hvað
varðar æfingaaðstöðu.
„Þeir redduðu okkur einhverjum
velli sem var alveg hlægilega lélegur.
Við enduðum á að æfa á einhverju
gervigrasi við enda vallarins. Ég veit
ekki hvað þetta átti að vera. Við
redduðum þeim Hlíðarenda þannig
að Inter æfði á betri velli á Íslandi en
við í Mílanó,“ segir Arnar Már. -tom
Draumur Arnars Más rætist í kvöld
ERFITT Inter er 3-0 yfir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI
FÓTBOLTI Íslenska landsliðið í knattspyrnu
skipað leikmönnum fimmtán ára og yngri,
sem þjálfað er af Frey Sverrissyni, vann
bronsverðlaun á Ólympíuleikum æskunnar í
Nanjang í Kína.
Piltarnir lögðu Grænhöfðaeyjar í leiknum
um þriðja sætið, 4-0, en þeir töpuðu fyrir Suður-
Kóreu í undanúrslitum.
Kolbeinn Finnsson úr Fylki kom Íslandi yfir á 14.
mínútu með marki úr vítaspyrnu og Fjölnismaður-
inn Torfi Tímóteus Gunnarsson bætti við öðru marki
á 40. mínútu. Leikmaður Grænhöfðaeyja skoraði svo
sjálfsmark áður en Framarinn Helgi Guðjónsson inn-
siglaði 4-0 sigur Íslands á 61. mínútu leiksins.
Perú stóð uppi sem Ólympíumeistari eftir sigur á
Kóreumönnum í úrslitaleik, 2-1.
Ólympíubrons hjá U15
SUND Hrafnhildur Lúthersdóttir,
sunddrottningin úr SH, stórbætti
eigið Íslandsmet í 100 m bringu-
sundi í 25 metra laug í dag á
Heimsbikarnum sem fer fram í
Doha í Katar. Hrafnhildur synti
gríðarlega vel í dag en hún kom í
mark á 1:06,88 og hafnaði í þriðja
sæti.
Það er glæsileg bæting hjá
Hrafnhildi en fyrra Íslandsmet
hennar var 1:07,26, sem hún setti
í Dubai árið 2010. Hrafnhild-
ur keppti á dögunum á Evrópu-
meistaramótinu í 50 metra laug
sem fer fram í Berlín þar hún
setti nýtt Íslandsmet í 100 metra
bringusundi. - kpt
Nýtt Íslands-
met sett í Doha
Á FLUGI Hrafnhildur hefur verið á
frábæru skriði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR
KOMINN Á BLAÐ Sanchez skoraði
fyrsta mark leiksins. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
FÓTBOLTI Arsenal komst í gær,
sautjánda árið í röð, í riðlakeppni
Meistaradeildarinnar eftir 1-0
sigur á tyrkneska liðinu Besik-
tas. Alexis Sanchez kom Arsenal
yfir undir lok fyrri hálfleiks og
héldu Skytturnar út þrátt fyrir
að Mathieu Debuchy hafi fengið
rautt spjald um miðbik seinni
hálfleiks. Rúrik Gíslason og
félagar í FC Kaupmannahöfn töp-
uðu 4-0 gegn Bayer Leverkusen
í Þýskalandi. Rúrik lék seinasta
hálftímann í leiknum en hann er
nýkominn af stað á ný eftir slæm
meiðsli í baki. - kpt
Sanchez með
sigurmarkið
KÖRFUBOLTI Mikið var rætt og ritað um möguleika Hlyns
Bæringssonar á að leika með Íslandi gegn Bosníu í gær
en þrátt fyrir meiðsli á ökkla þá byrjaði hann leikinn.
Meiðslin og villuvandræði gerðu það þó að verkum
að Hlynur gat ekki beitt sér eins og hann er vanur en
villuvandræðin má að miklu leyti rekja til meiðslanna.
Greinilegt var að upplag Bosníumanna var að sækja á
Hlyn.
„Þetta er í fyrsta sinn á ferlinum sem ég er með fulla
Laugardalshöll og það var leiðinlegt að geta ekki tekið
þátt í því en að sama skapi hef ég oft spilað 35 mínútur
og aðrir minna og ég reyndi að aðstoða eins og ég gat á
bekknum,“ sagði Hlynur eftir leikinn í gær.
„Það er mjög sérstök tilfinning að fagna eftir tap-
leik. Ég hef aldrei gert það áður. Ég meira að segja
spurði hvort það væri við hæfi en við erum komnir á
Evrópumótið og þótt þetta tapaðist þá erum við mjög
ánægðir með það.
„Við hefðum getað unnið þennan leik og vorum dálítið
óheppnir en aðaltakmarkið hafðist. Við vorum aðeins hik-
andi til að byrja með og það hefur loðað aðeins við okkur
að vera litlir í byrjun en svo getum við spilað.
„Við erum með allt öðruvísi lið en aðrar þjóðir. Við
vorum með fimm bakverði inn á um tíma með Pavel
(Ermolinskij) sem miðherja. Menn eru ekki vanir að spila
á móti þessu,“ sagði Hlynur um sérstöðu íslenska liðsins.
„Það væri gaman að ná einhverjum sigrum á Evrópu-
mótinu. Við spiluðum mjög vel í undankeppninni og svo
duttu hlutir með okkur líka. Það þarf. Við áttum það eigin-
lega skilið eftir þessa leiðindariðla sem við höfum verið í
undanfarin ár,“ sagði Hlynur kampakátur að leikslokum.
- gmi
Mjög sérstakt að fagna eft ir tap
Hlynur Bæringsson var gríðarlega sáttur þrátt naumt tap gegn Bosníu í gær.
FÉLAGAR FAGNA Pavel Ermolinksji faðmar hér Jón Arnór Stefánsson í leikslok
þegar ljóst var að þeir væru að fara saman á EM á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
KÖRFUBOLTI Brotið var blað í sögu
íslensks körfubolta þegar íslenska
liðið tryggði sér sæti í úrslita-
keppni Evrópumótsins í körfubolta
eftir 8 stiga tap gegn Bosníu Hers-
egóvínu í gær. Íslenska liðið barð-
ist hetjulega í leiknum gegn sterku
liði Bosníu og náði forystu í öðrum
leikhluta en Bosníumenn reyndust
of sterkir í seinni hálfleik.
Sviðsskrekkur í upphafi leiks
Íslenska liðið gat léttað andar fyrir
leikinn enda hafði sigur Rúmena
á Lettum tryggt að íslenska liðið
ætti sætið fullvíst myndi Ísland
ekki tapa verr en með 30 stigum
fyrir Bosníu.
Það var hins vegar eins og
það væri einhver sviðsskrekkur
í íslensku strákunum í upphafi
leiksins enda stærsti leikur sem
þeir höfðu spilað fyrir landsliðið
og líklegast sá stærsti á ferlinum
hjá þeim flestum.
Gestirnir náðu mest tólf stiga
forskoti í fyrsta leikhluta og virk-
uðu íslensku leikmennirnir hálf
rotaðir ef undanskilinn er Jón
Arnór Stefánsson sem spilaði stór-
kostlega í leikhlutanum og öllum
leiknum. Allt annað var hins vegar
að sjá til liðsins í öðrum leikhluta.
Þrátt fyrir að vera án Hlyns Bær-
ingssonar stigu íslensku strákarn-
ir á bensíngjöfina og keyrðu yfir
Bosníumenn og tóku fjögurra stiga
forskot inn í hálfleikinn.
Þreytumerki í seinni hálfleik
Jafnt var á með liðunum í þriðja
leikhluta en í fjórða leikhluta
fóru þreytumerki að láta sjá sig
á strákunum. Mikið hefur verið
keyrt á fáum einstaklingum og
náðu Bosníu menn undirtökunum
og unnu að lokum átta stiga sigur.
Það ætlaði hins vegar allt að ærast
þegar lokaflautið gall, íslensku
strákarnir fögnuðu gríðarlega
enda nýr áfangi skrifaður í körfu-
boltasögu landsins.
Fagnað þrátt fyrir tap
Fagnaðarlætin voru gríðarleg í
Laugardalshöllinni þegar loka-
flautið gall en stemmingin var
ótrúleg á leiknum í gær. Í fyrsta
sinn var uppselt á landsleik í
íslenskum körfubolta og var það
viðeigandi að á sama tíma tryggðu
íslensku strákarnir sér miða á
Evrópumeistaramótið í fyrsta
sinn. kristinnpall@365.is
SPORT