Fréttablaðið - 28.08.2014, Side 66

Fréttablaðið - 28.08.2014, Side 66
28. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| SPORT | 50 FÓTBOLTI Aðeins tveir leikmenn hafa skorað fjögur mörk beint úr aukaspyrnu á einu tímabili í efstu deild frá árinu 1977. Arnór Guð- johnsen afrekaði það með Val fyrir sextán árum og nú í sumar hefur Blikinn Guðjón Pétur Lýðsson náð að leika það eftir í sumar þótt enn séu fimm umferðir eftir af Pepsi- deildinni. Guðjón Pétur skoraði sitt fjórða aukaspyrnumark í jafnteflinu á móti Stjörnunni á sunnudags- kvöldið en hann var þá að skora slíkt mark í öðrum leiknum í röð og jafnframt sitt þriðja mark beint úr aukaspyrnu í síðustu fjórum leikjum Blika í Pepsi-deildinni. Aukaæfingarnar á Álftanesinu „Aukaæfingarnar eru lykill- inn að þessu og ég æfi alltaf aukalega. Ég er búinn að æfa þær á Áltanesvellinum síðan ég var pínu lítill og ég æfi aukaspyrnurnar ennþá daginn í dag á Álftanes- velinum,“ segir Guðjón Pétur. En stendur eitt- hvað af þessum fjórum mörkum upp úr? „Ég myndi segja að Fylkismarkið hafi verið mikilvægasta markið af þessum fjór- um. Þetta var fyrsti leikurinn eftir að nýr þjálfari tók við og við vorum líka komnir 1-0 undir. Það var mikilvægt að tapa ekki leiknum og ég náði þarna að jafna leikinn,“ sagði Guðjón Pétur. Guðjón Pétur var reyndar nálægt því að skora eitt mark til viðbótar beint úr aukaspyrnu en Blikar skor- uðu eitt marka sinna á móti Þór í sumar eftir að aukaspyrna Guð- jóns var varin í slá og Elfar Freyr Helga- son skallaði frákastið inn í mark- ið á mark- línunni. Öll eftir að Gummi Ben tók við Það vekur athygli að Guðjón Pétur hefur skorað öll auka- spyrnumörkin sín eftir að Guðmundur Benedikts- son tók við liðinu af Ólafi Kristjánssyni. „Ég fékk þá bara að spila þá. Ég fékk ekki að spila þegar Óli var með liðið í byrjun tímabilsins. Það er erfitt að skora ef að maður spil- ar ekki. Gummi hefur gefið mér mikið traust og mikið hrós og það hefur gefið manni auka kraft til að gera þetta almennilega,“ segir Guðjón sem auk þess að skora þessu mörk hefur verið dugleg- ur að búa til mörk fyrir liðsfélaga sína. Gamla metið var orðið sext- án ára gamalt. Arnór Guð- Ég ætla að bæta metið Guðjón Pétur Lýðsson skoraði sitt fj órða mark beint úr aukaspyrnu á móti Stjörnunni og jafnaði met Arnórs Guðjohnsen frá 1998 en enginn annar hefur skorað fl eiri slík mörk á einu tímabili í efstu deild frá 1977. AUKASPYRNUMÖRK GUÐJÓNS Í SUMAR 1 3 4 2 1 11. júní Fylkisvöllur skoraði á 33. mínútu á móti Fylki 2 6. ágúst Kópavogsvöllur skoraði á 36. mínútu á móti Keflavík 3 20. ágúst Kópavogsvöllur skoraði á 80. mínútu á móti Fram 4 20. ágúst Samsungvöllur skoraði á 49. mínútu á móti Stjörnunni STÓRHÆTTU- LEGAR SPYRN- UR Guðjón Pétur Lýðsson skorar ekki bara úr aukaspyrnunum Því hann leggur líka upp mörk úr þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Flest aukaspyrnumörk á einu tímabili í efstu deild: 4– ARNÓR GUÐJOHNSEN með Val 1998 4– GUÐJÓN PÉTUR LÝÐSSON með Breiðabliki 2014 3– TRYGGVI GUÐMUNDSSON með FH 2005 3– TRYGGVI GUÐMUNDSSON með FH 2008 3– BJARNÓLFUR LÁRUSSON með ÍBV 2004 3– SIGURÐUR GRÉTARSSON með Breiðabliki 1983 3– GUÐJÓN GUÐMUNDSSON með Þór 1983 ➜ johnsen átti frábæra heimkomu í íslenska boltann sumarið 1998 eftir tuttugu ár í atvinnu- mennsku en hann skoraði þá meðal annars fjögur aukaspyrnumörk í fyrstu sex leikjum sínum með Val. Arnór var þá að bæta fimmtán ára gam- alt met en þó að nokkrir hafi náð að skora þrjú aukaspyrnumörk hafði enginn náð að jafna afreki Arnórs fyrr en í sumar. Man eftir gulu skónum „Ég man alveg eftir þessu. Ég man sérstaklega eftir aukaspyrnu hjá honum þetta sumar þegar hann var í gulum skóm og setti hann yfir vegginn á Hlíðarenda. Það þótti mjög merkilegt,“ segir Guð- jón léttur og bætir við: „Það er frábært að vera kom- inn á sama stað og þessi gæi en ég ætla að bæta þetta met,“ segir Guðjón ákveðinn. Miðað við fram- göngu hans að undanförnu eru miklar líkur á því að svo verði. Þorir einhver að brjóta? Það má búast við því að varnar- menn mótherja Blika hugsi sig nú tvisvar um áður en þeir gefa Blikum aukaspyrnu nálægt víta- teignum. „Það er vonandi að mótherjarnir okkar þori ekki að brjóta af sér í kringum teiginn og að við getum bara hlaupið í gegn. Það væri frá- bært,“ segir Guðjón að lokum. Guðjón Pétur fær fimm leiki til að eignast metið einn en næsti leikur Blika er á móti Fylki á sunnudagskvöldið. Guðjón skoraði einmitt fyrsta aukaspyrnumark sumarsins í fyrri leiknum á móti Fylkismönnum. ooj@frettabladid.is HÁÐULEG ÚTREIÐ Louis van Gaal var ekki upplitsdjarfur eftir 4-0 tap Manchester United á móti C-deildarliðið MK Dons í deildarbikarnum. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Nú reynir á þolinmæði stuðn- ingsmanna Manchester United sem aldrei fyrr. Eftir gott gengi í æfingaleikjum hefur byrjunin á tímabilinu verið erfið, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Lærisveinar Louis van Gaal eru aðeins með eitt stig eftir tvo fyrstu leikina í ensku úrvalsdeildinni og á þriðjudaginn mátti United þola niðurlægjandi 4-0 tap gegn C-deildarliði MK Dons í deildarbik- arnum. Van Gaal stillti vissulega ekki upp sínu sterkasta liði, en í byrjunarliðinu voru m.a. leikmenn sem hafa leikið úrslitaleiki í Meistaradeild Evrópu og á HM. Þetta var í fyrsta sinn í 58 ár sem Manchester United tapar fyrir neðrideildarliði með fjögurra marka mun og jafnframt versta tap gegn liði í þriðju efstu deild eða neðar í 136 ára sögu félagsins. Louis van Gaal hefur orðið tíðrætt um að það muni taka hann tíma að innleiða þá hugmyndafræði sem hann vinnur eftir og að stuðningsmenn United verði að sýna þolinmæði á meðan á þessari endurupp- byggingu standi. Hollenski knattspyrnu- stjórinn bergmálaði þetta stef í viðtölum eftir útreiðina gegn MK Dons: „Þeir verða að trúa á okkar hugmyndafræði. Við erum að byggja upp lið og þú gerir það ekki á einum mánuði, né einu ári,“ sagði van Gaal og bætti við: Auðvitað eru þetta vonbrigði, en ég vona að stuðningsmennirnir haldi áfram að trúa á hugmyndafræðina okkur, sem tekur tíma að innleiða.“ Van Gaal hefur oft talað um að liðin sem hann stjórnar séu vanalega sein í gang. „Ef þú lítur á ferilinn þá hafa liðin mín alltaf byrjað rólega. Það er vegna þess að ég læt leikmönnum mínum mikið af upp- lýsingum í té og þeir þurfa að aðlagast.“ Það hefur þó ekki alltaf átt við, sé ein- ungis litið á úrslitin. Barcelona (í fyrri stjórnartíð van Gaals) og AZ Alkmaar unnu bæði 11 af fyrstu 15 deildarleikjum sínum undir stjórn Hollendingsins og Ajax níu af fyrstu 15. Það er í raun bara Bayern München – og nú Manchester United – sem byrjaði virkilega illa undir stjórn van Gaals. Þýska stórveldið fékk aðeins tvö stig úr fyrstu þremur deildarleikjum sínum og eftir 13 leiki sat liðið í 7. sæti þýsku deildarinnar með 21 stig. Bayern var einnig í vandræðum í Meistaradeild Evrópu, en eftir 4-1 sigur á Juventus fóru hlutirnir að gerast. „Við urðum að vinna þann leik og gerðum það og það var vendi- punktur á tímabilinu,“ sagði van Gaal um Juventus-leikinn. Bayern vann 15 af síð- ustu 20 deildarleikjum sínum á tímabilinu (2009-10), tryggði sér sigur í deildinni og bikarkeppninni, auk þess sem liðið komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Stuðningsmenn United vonast eflaust eftir svipuðum viðsnúningi, en það er hætt við að þeir þurfi að vera þolinmóð- ir og raunsæir meðan van Gaal kemur sínum hugmyndum á framfæri. Ef marka má fyrstu leiki tímabilsins gæti það tekið lengri tíma en búist var við. - iþs Ekkert óvenjulega ga(a)lin byrjun Louis van Gaal bíður enn eft ir fyrsta sigri sínum sem knattspyrnustjóri Manchester United. KÖRFUBOLTI Helena Sverrisdóttir, besti leikmaður íslenska kvenna- landsliðsins í körfubolta, er búin að finna sér nýtt lið en hún samdi við pólska liðið CCC Polkowice í gær. CCC Polkowice kemur frá samnefndum 22.000 manna bæ í austurhluta Póllands og er með afar öflugt körfuboltalið. Hafnaði liðið í öðru sæti í efstu deild Pól- lands á síðustu leiktíð en komst ekki í lokaúrslitin. Þetta er þriðja liðið sem Hel- ena leikur með á atvinnumanns- ferlinum en hún hefur áður verið hjá slóvenska liðinu Good Angels og nú síðast hjá DVTK Miskolc í Ungverjalandi þar sem hún var með 10,6 stig að meðaltali í leik ásamt því að taka 5,2 fráköst í leik. - kpt Helena skrifaði undir í Póllandi FRÁBÆR Helena er ein besta körfuknatt- leikskona landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla í knattspyrnu, hefur valið hópinn sem mætir Armeníu og Frakk- landi í tveimur síðustu leikjum sínum í undankeppni EM 2015 í Tékklandi. Elías Már Ómars- son er eini nýliðinn í hópnum, en hann hefur leikið vel með Kefla- vík í sumar. Leikurinn gegn Armeníu fer fram á Fylkisvelli miðvikudag- inn 3. september klukkan 16.30 og fimm dögum seinna mætir íslenska liðið því franska í Auxerre, en sá leikur hefst klukk- an 19.00. Ísland situr í öðru sæti í 10. riðli með tólf stig, sex stigum minna en topplið Frakklands. Þau fjögur lið sem eru með bestan árangur af liðunum í öðru sæti riðlanna tíu fara í umspil um sæti á EM. Hópinn í heild sinni má sjá inni á Vísir.is. - iþs Einn nýliði í hópnum EFNILEGUR Rúnar Alex Rúnarsson ver mark Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.