Fréttablaðið - 28.08.2014, Síða 70

Fréttablaðið - 28.08.2014, Síða 70
28. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 54 VEITINGASTAÐUINN „Ef verð er engin fyrirstaða þá kýs ég Fiskfélagið. Kvöldseðillinn er gómsætur.“ Ragnar Egilsson, matargagnrýnandi Reykjavik Grapevine. „Við myndum ekki kalla okkur rappara, við erum meira bara tón- listarmenn,“ segir Cody Shaw, einn meðlima rappsveitarinnar B2B, en hann og Alex Þór Jónsson stofnuðu sveitina í byrjun árs 2011 og stend- ur nafnið fyrir Broke 2 Billion- aires. Rappsveitin sendi frá sér sitt fyrsta myndband á dögunum við lagið No Love en í myndband- inu má sjá tvo rappara sveitarinnar í einkaþotu, þyrlu og í sérsmíðuð- um bíl að kasta fimm þúsund króna seðlum upp í loftið. „Við erum að vinna í kringum þessa R’n’B- og hiphop-stefnu,“ segir Cody. „Við viljum ekki vera með einhverja eina stefnu, við viljum bara skapa.“ Nýja myndband strákanna sló heldur betur í gegn og var það birt á heimasíðunni World Star Hip Hop. Vefsíðan sérhæfir sig í hiphop-tónlist og gefur ungum og upprennandi tónlistarmönn- um byr undir báða vængi með því að birta tónlist þeirra. „Þetta er algjör blessun að fá myndbandið okkar á síðuna þeirra,“ segir Cody en myndbandið vakti talsverða athygli og eru félagarnir í B2B nú með þó nokkur tilboð frá útgáfufé- lögum á borðinu „Við erum að vinna í mixteipi sem kemur út á næstunni,“ segir Alex Þór. „Þessi tónlist á eftir að hafa áhrif á fólk.“ - bþ Í einkaþotu og þyrlu Rappsveitin B2B gaf út sitt fyrsta tónlistarmyndband á dögunum en það er jafn- framt fyrsta íslenska tónlistarmyndbandið sem birtist á World Star Hip Hop. UNGIR OG FERSKIR Félagarnir í B2B vilja ekki kalla sig rappara Sjálfstætt fólk hryllileg saga á fallegu máli Þorleifur Örn Arnarsson leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins sem byggð er á Sjálfstæðu fólki Halldórs Laxness. Hann segir fólk gjarnt á að mistúlka verkið. Þessum hluta verksins, þessari fegurð í textanum, er oft ruglað saman við það að sagan í Sjálfstæðu fólki er í rauninni algjörlega hræðileg saga, eiginlega grísk tragedía. „Ég ætla að segja söguna eins og ég held að hún eigi að vera sögð,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson leik- stjóri sem setur upp jólasýningu Þjóðleikhússins í ár, Sjálfstætt fólk. Þorleifur, sem hefur átt gríðarlegri velgengni að fagna á leikstjóraferl- inum, er þekktur fyrir að taka þekkt verk og gera þau að sínum eigin. „Ég held að það sem blekkir oft með Laxness er það, að tungumál- ið er svo fallegt í sjálfu sér. Þess- um hluta verksins, þessari fegurð í textanum, er oft ruglað saman við það að sagan í Sjálf- stæðu fólki er í rauninni algjör- lega hræðileg saga, í ætt við grísku trage- díuna. Það að segja hræðilega sögu í fallegu máli ætti í rauninni að ýta undir hryllinginn og ég held að það sé engin bók Íslandssögunnar sem fólk er tilbúnara til að mistúlka en þetta verk Nóbelsskáldsins,“ segir Þorleifur, kíminn. „Okkur langar að finnast Bjart- ur vera hetja og við skiljum svo vel þessi hræðilegu örlög – það að hann sé alltaf neðstur í fæðukeðjunni. En heila málið er það að Bjartur er með aðra fæðukeðju undir sér, fjölskyld- una, og framferði hans innan þess ramma er algjörlega hræðilegt.“ Þorleifur segist þó engan áhuga hafa á að rústa einu dáð- asta verki íslenskrar bókmenntasögu. „Ég er afar hrifinn af verkinu, en mig langar til þess að nálgast það án þess að falla í pytt fegurðar- innar.“ Þorleifur heldur áfram og segir að listinni beri skylda til að setja spurningarmerki við fyrirframgefnar hugmyndir. „Það eru svo sannarlega margar svoleiðis gagnvart Sjálfstæðu fólki.“ Þorleifur leikstýrir sýningunni en Símon Birgisson, Atli Rafn Sigurð- arson og Ólafur Egill Egilsson sjá um leikgerðina. Auk þess fer Atli Rafn með hlutverk Bjarts í Sumar- húsum. Filippía Elísdóttir sér um búninga og Vytautas Narbutas um leikmynd. olof@frettabladid.is SETUR UPP VERK Nóbelskáldsins. Þorleifur Örn Arnarsson líkir Sjálfstæðu fólki við gríska tragedíu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Dómnefnd Ungleiks, sjálfstæðs leikhóps ungskálda og ungra leikara, skilaði inn verkefna- vali sínu fyrir Ungleik 2014 í mánuðinum. Leikverk sex ungra skálda verða sett upp í ár. Í dómnefndinni sátu Marta Nor- dal, leikkona, leikstjóri og for- seti Leiklistarsambands Íslands, Vignir Rafn Valþórsson, leik- ari og leikstjóri, og Jón Viðar Jónsson leiklistargagnrýnandi. Hópurinn tók ákvörðun um að hagræða leikaravali í ár. Því var Karl Ágúst Þorbergsson feng- inn til að halda námskeið fyrir Ungleik þann 9.-10. september í Hinu húsinu en Karl er mennt- aður leikstjóri og hefur starfað með fjölmörgum leikhópum áður. Síðan verður valið í leikhópinn af námskeiðinu. Sex verk eftir ung íslensk skáld verða tekin fyrir. Þau eru Þórðarsveigur eftir Adolf Smára Unnarsson og Fylgsni eftir Ölmu Mjöll Ólafs- dóttur (tvö ungskáld sem kom- ust bæði á metsölulista í ár), Say hello to my little abs eftir Matth- ías Tryggva Haraldsson, Full- kominn? eftir Ara Frey Ísfeld, Góð eggjahræra eftir Tómas Gauta Jóhannsson og Hirð eftir Þorvald Sigurbjörn Helgason. Hægt er að skrá sig á námskeið Ungleiks með því að senda póst á ungleikur@gmail.com en þátt- tökugjaldi er haldið í lágmarki. - þij Leikrit sex ungskálda sett upp Leikarar í Ungleik verða valdir af sérstöku námskeiði sem fer fram í september. NÝ TÆKIFÆRI þeir Stefán Ingvar Vigfússon, Guðbrandur Loki Rúnars- son og Hávarr Hermóðsson eru stofnendur Ung- leiks. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Starfsmöguleikar: Innkaupastjóri Útlitsráðgjafi Stílisti Verslunarstjóri 1. önn Fatastíll Fatasamsetning Textill 2. önn Litgreining Förðun út frá litgreiningu Litasamsetning Stundaskrá Starfsmöguleikar eftir nám eru margir og spennandi og geta nýst á ýmsum sviðum og atvinnugreinum. Hver önn tekur þrjá mánuði og fylgja öll kennslugögn með náminu. Kennsla fer fram í Tækniskólanum einu sinni í viku frá kl. 18-22. The Academy of Colour and Style er skóli sem kennir útlitsráðgjöf. Námið byggir á helstu atriðum útlitshönnunar og er meðal annars tekið fyrir litgreining, fatastíll og textill. Eftir nám fá nemendur alþjóðlegt diplóma í útlitsráðgjöf (fashion consultant). VILTU VERÐA STÍLISTI? SAMSTARF VIÐ KVIKMYNDASKÓLA ÍSLANDS Dæmi um það sem tekið er fyrir í náminu: Lita- og línufræði Tónalgreining Vaxtarbygging Heitt og kalt rými Stórt og lítið rými Uppröðun hluta Stílistun á: Baðherbergi Svefnherbergi Barnaherbergi Eldhúsi Garðhýsi Stofu Og margt fleira. The Academy of Colour and Style býður nú upp á nám í innanhússtílistun. Farið er í helstu grunnþætti í lita- og línufræði. Einnig er kennt að meta stíl út frá persónunni sjálfri. Þá er hún greind út frá vaxtarbyggingu og litgreiningu en þær upplýsingar segja mikið til um hvernig einstaklingur vill hafa sitt nánasta umhverfi eins og liti og fyrir stílistun á stofu, baðherbergi, barnaherbergi o.fl. stíl. Nemendur vinna svo verkefni í hverri viku og taka þá Gestafyrirlesarar koma í tíma og kynna fyrir nemendum ýmis atriði sem koma þeim til góða. Hver önn tekur þrjá mánuði. Kennsla fer fram í Tækniskólanum einu sinni í viku frá 18-22. UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533 5101 www.utlit.is www.utlit.is UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533 5101 Anna F. Gunnarsdóttir Stílisti Helga Sigurbjarnadóttir Innanhúsarkitekt Þorsteinn Haraldsson Byggingafræðingur INNANHÚSSTÍLISTANÁM The Academy of Colour and Style og Kvikmyndaskóli Íslands hafa hafið samstarf sín á milli, sem felst í því að nemendur í innanhússtílistanámi og útlits- og förðunarnámi koma að verkefnum nemenda í Kvikmynda- skólanum. Nemendur í útlits- og förðunarnáminu vinna að búninga- gerð og förðun fyrir verkefni í skólanum en nemendur í innanhús- stílistanáminu aðstoða við þróun á leikmynd og útfærslu hennar. ATLI RAFN SIGURÐARSON ÓLAFUR EGILL EGILSSON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.