Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.09.2014, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 06.09.2014, Qupperneq 34
KYNNING − AUGLÝSINGNámskeið LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 20142 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Kolbeinn Kolbeinsson, kkolbeins@365.is, s. 512-5447 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Lyon í Frakklandi er oft köll-uð matgæðingahöfuðborg heimsins vegna ríkra mat- reiðsluhefða og úrvals matar- markaða. Það var því engin tilvilj- un að Ólöf Birna Garðarsdóttir, grafískur hönnuður og annar eig- andi Reykjavík Letterpress, kaus borgina þegar hún vildi koma eiginmanni sínum á óvart þegar hann varð fimmtugur í sumar. Hjónin eru bæði miklir matgæð- ingar og því fannst Ólöfu tilvalið að skipuleggja óvissuferð til borg- arinnar og bóka þau á matreiðslu- námskeið í klassískri franskri mat- argerð. „Við höfðum áður sótt matreiðslunámskeið hér á landi þar sem við lærðum að elda ind- verskan mat frá grunni. Við hjónin erum mikil matargöt og segja má að það sé sameiginlegt áhugamál okkar að horfa á matreiðsluþætti og elda góðan mat. Og svo auð- vitað að borða!“ Með hjálp Google fann Ólöf kennslueldhúsið Plum Lyon og leist ljómandi vel á. „Eldhúsið er í eigu Lucy sem ættuð er frá New York-ríki en hefur búið í Lyon frá árinu 2000. Hún er lærður eftir- réttakokkur og hefur sérhæft sig í franskri matargerð. Hún opnaði kennslueldhúsið Plum Lyon í árs- byrjun 2012 og býður upp á alls konar námskeið sem sniðin eru bæði fyrir byrjendur og sérfræð- inga í matargerð.“ Ólöfu leist best á námskeið sem kallaðist „Your market basket“ þar sem þátttakendur héldu á mark- að og elduðu mat úr ferskasta hrá- efninu. „Þegar á markaðinn var komið beið okkar litríkt og ilm- andi ævintýri þar sem markaðs- fólkið hafði raðað sér meðfram götunni. Hversu dásamlegt er að geta valið úr ferskasta mögu- legu hráefni á einum stað; allt frá kryddjurtum, safaríkum hvít- lauk, ætiþistli, plómum og hind- berjum til geitaosts, dúfna og kan- ínukjöts.“ Lucy vissi hvar fersk- asta hráefnið var að finna og eftir að hafa keypt inn hélt hópurinn til eldhússins á ný þar sem töfra átti fram gómsætan mat. „Við tók ferðalag þar sem sígild hráefni franskrar matargerðar léku að- alhlutverkið. Eftir að hafa leyst hverja þraut settumst við við mat- arborðið og gæddum okkur á kræsingunum ásamt glasi af eð- alvíni og skemmtilegum sam- ræðum.“ Einfaldleikinn heillandi Það sem heillaði þau mest var þessi einfaldleiki þar sem hráefnið fékk að njóta sín um leið og bragð- laukarnir fengu sitt og dönsuðu dátt. „Að sjóða niður heila rauð- vínsf lösku ásamt kryddjurtum þar til eftir lá kjarni sem enginn kraftur í teningaformi fær fangað er algjört skylduverkefni. Einnig var gaman að sjá hvernig allt hrá- efnið var nýtt til hins ýtrasta og virðing borin fyrir hverjum ein- asta bita. Og, jú jú, það var notað mikið smjör.“ Franskur matur er lýsandi fyrir allsnægtir og ávexti landsins að sögn Ólafar. „En eins um leið og við tengjum franska matargerð- arlist oftast við eitthvað ægilegt „gúrmé“ og miklar tilfæringar þá er fjölbreytnin mikil og það sem boðið er upp á í hverju héraði fyrir sig gjörólíkt því næsta. Svo ekki sé talað um ólík einkenni sveitamat- ar og þess sem borgarbúar færa á sinn fágaða disk. Frönsk matar- menning er því heimur út af fyrir sig.“ Bragðlaukarnir dönsuðu dátt í Lyon Matreiðslunámskeið í matgæðingahöfuðborg heimsins hlýtur að vera draumur hvers sælkera. Ólöf Birna bauð manni sínum til Lyon í Frakklandi á fimmtugsafmæli hans og nutu þau frábærrar kennslu og veitinga úr ferskasta hráefni sem völ var á af mörkuðum Lyon-borgar í Frakklandi. Gómsætar ólífur nýtast í ýmsa rétti. MYND/ÚR EINKASAFNI Úrvalið á götumörkuðum Lyon er engu líkt. MYND/ÚR EINKASAFNI Beint af akri á markaðinn. MYND/ÚR EINKASAFNI Ilmandi ostar af öllum gerðum. MYND/ÚR EINKASAFNI „Við tók ferðalag þar sem sígild hráefni franskrar matargerðar léku aðalhlutverkið,“ segir Ólöf Birna Garðarsdóttir sem bauð manni sínum á matreiðslunámskeið í Lyon. MYND/GVA www.mimir.is Hvað kann tu? Hvað getu rðu? Fáðu það meti ð! Skoðaðu GRUNNMENNTASKÓLANN Fórstu ekki í framhaldsskóla? Skoðaðu AFTUR Í NÁM Er lesblinda í þinni fjölskyldu? Byrja ðu upp á nýtt hjá M ími-s ímen ntun Skráning í síma 580 1800 Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.