Fréttablaðið - 06.09.2014, Page 80

Fréttablaðið - 06.09.2014, Page 80
KYNNING − AUGLÝSINGNámskeið LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 20148 Þótt Power Point-forritið geti verið gagnlegt hjálpartæki eru alls ekki allir sem kunna með það að fara. Algeng mistök er að hafa of mikinn texta á hverri glæru, of marga liti í texta og illæsilega fonta. Best er ef glærurnar eru aðallega notaðar til minnis og áhersluauka fyrir fyrirles- arann og að nánari útlistun fari fram munnlega. Þeir sem styðjast mikið við Power Point geta haft gagn af námskeiðum þar sem farið er ítarlega í alla mögu- leika sem forritið hefur upp á að bjóða en þau eru í boði nokkuð víða. Fyrir þá sem hyggjast spreyta sig sjálfir eru hér nokkrir punktar til að hafa bak við eyrað. Glærugerð ■ Hafðu eitt aðalatriði á hverri glæru. ■ Minna er betra en meira. Hafðu setningar stuttar og fáar setningar á hverri glæru. ■ Ekki nota of marga og of skæra liti. ■ Hafðu að minnsta kosti 24 punkta letur. ■ Ef um töluleg gögn er að ræða ætti að draga saman niðurstöðurnar í fyrir- sögn glærunnar. Til dæmis svona margir kjósa tiltekinn flokk. ■ Notaðu hreyfimyndir og hljóð í hófi. Framkoma ■ Talaðu hátt og skýrt án þess þó að öskra. Talaðu á jöfnum hraða og með jöfnum hljóðstyrk. Forðastu tækni- mál/fagmál. Vendu þig af hikorðum. ■ Hafðu líkamsstöðuna opna. Ekki krossleggja hendur og ekki setja hendur í vasa. ■ Ekki lesa bara af glærunum. Áhorf- endurnir sjá um það. Þú átt aðeins að nota þær til minnis og bæta við af blaði eða eftir minni. ■ Reyndu að hafa gaman. Til þess þarftu að þekkja efnið vel. Öryggi kemur með æfingu. Æfðu þig fyrir framan spegil. ■ Eigðu í samræðum við hlustendur í stað þess að halda einhliða tölu. Gættu þess þó að taka ekki aðeins stöku áhorfendur fyrir. ■ Það er í góðu lagi að nota húmor en ekki reyna að kreista hann fram. Þú þarft ekki að vera með uppistand. ■ Það er í lagi að nota grínglærur stund- um. Gættu þess þó að ofnota þær ekki. Til minnis og áhersluauka Fyrirlesarar og kennarar styðjast flestir við PowerPoint til að halda skjásýningar en það auðveldar mörgum að flytja og leggja áherslu á mál sitt. Forritinu tilheyra fjölmargir tilbúnir bakgrunnar. Notandinn bætir svo texta og myndum við og jafnvel hreyfimyndum og hljóðupptökum til að auka áhrifin. Það er þó nokkur kúnst að búa til góðar glærur. Hér eru nokkur gagnleg ráð. Séu PowerPoint-glærur vel unnar geta þær verið afar gagnlegt hjálpartæki. Það eru þó nokkur atriði sem ber að varast við glærugerðina. NORDICPHOTOS/GETTY Matreiðslunámskeið Salt eldhúss eru ekki bara fyrir þá sem hafa brenn- andi áhuga á matargerð heldur líka þá sem vilja upplifa skemmti- lega kvöldstund,“ segir Auður Ögn Árnadóttir, sem stofnaði hið vin- sæla Salt eldhús árið 2012. Salt eldhús er kennslueld- hús sem býður upp á fjölbreytt úrval matreiðslunámskeiða og verður opnað senn í nýju hús- næði á sjöttu og efstu hæðinni í Þórunnar túni 2. „Við opnum í gamla mötuneyti borgarstjórnar þann 10. septem- ber og er skráning á haustnám- skeiðin í fullum gangi. Fyrsta námskeiðið verður undir hand- leiðslu Sigurveigar Kárad óttur, sem kennir sultun og súrsun grænmetis, og í kjölfarið taka við freistandi ný námskeið í bland við vinsælustu námskeið áranna á undan,“ upplýsir Auður. Vinsælustu námskeið Salt eld- húss hafa hingað til verið jóla- galdrar og franskar makka rónur og hefur Auður haldið alls 56 námskeið í makkarónugerð. „Taílensk, indversk og ítölsk matargerð er einnig sívinsæl og á jólanámskeiðin komast allt- af færri en vilja. Sumir hafa fyrir hefð að fara á jólanámskeið í stað jólahlaðborðs og þá göldrum við saman mat sem hægt er að njóta heima eða gefa í gjafir; paté, krydduð ávaxtamauk, sultur og fleira gómsætt, sem við pökkum inn með slaufum og merkimiðum í jólapakkann.“ Heimilislegt andrúmsloft Í Salt eldhúsi er lögð áhersla á skemmtilega umgjörð, fagurt um- hverfi, góða stemningu og lítinn hóp nemenda á hverju námskeiði. „Andrúmsloftið er heimilislegt og í lok hvers námskeiðs setjumst við niður við stórt fjölskylduborð og njótum afrakstursins með glasi af góðu víni,“ segir Auður og bætir við að eini munurinn á því að fara á námskeið Salt eldhúss og út að borða sé að kokkurinn eldi frammi með gestum sínum í stað þess að elda fyrir þá einn inni í eldhúsi. „Námsfólkið fær að gera allan matinn frá grunni og við þjónum til borðs, vöskum upp og göngum frá. Upplifunin er því sannkallað dekur um leið og nemendur öðlast meira sjálfstraust, færni og þekk- ingu í eldhúsinu.“ Matreiðslunámskeið Salt eld- húss njóta vinsælda allra aldurs- hópa, bæði kvenna og karla. „Vinkonur koma saman á makkarónunámskeið, hjón læra matarhætti framandi landa og karlmenn eru duglegir að læra brauðbakstur. Þá koma vina- og vinnuhópar í hópefli á matreiðslu- námskeiðin og hafa gaman af.“ Kennarar á námskeiðum Salt eldhúss eru allir sérfræðingar á sínu sviði; fólk sem er fætt og upp- alið við efnistök námskeiðanna. „Námsframboðið er fjölbreytt og spennandi og enn á eftir að bætast við. Því er um að gera að skrá sig sem fyrst til að missa ekki af vinsælustu námskeiðunum,“ segir Auður. Skoðið haustdagskrá Salt eld- húss nánar á salteldhus.is. Heimilislegt matardekur Það er óhætt að segja að Salt eldhús hafi slegið í gegn frá því það opnaði fyrir tveimur árum. Þar er hægt að læra sælkeramatseld í góðra vina hópi eða hreinlega skrá sig á eitt af þeim fjölmörgu opnu námskeiðum sem boðið er upp á. Auður Ögn Árnadóttir stofnaði hið vinsæla kennslueldhús Salt eldhúss fyrir tveimur árum. Salt eldhús er nýflutt í fyrrverandi mötuneyti borgar- stjórnar í Þórunnar- túni 2 sem áður var Skúlatún 2, skammt frá Hlemmi. M Y N D /G VA Sushi er með vinsælustu námskeiðum Salt eldhúss.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.