Fréttablaðið - 08.09.2014, Side 6

Fréttablaðið - 08.09.2014, Side 6
8. september 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6 UMHVERFISMÁL „Ég tek heilshugar undir það að landbúnaðarstyrkirn- ir hvetji til aukins fjölda fjár sem valdi beitarvandamálum og þar með gróður- og jarðvegseyðingu á vissum svæðum,“ segir Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri um þá staðhæfingu í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunar- innar (OECD) að landeyðing sé ein af helstu áskorunum Íslands, og sé vandamál sem knúið er áfram af styrkjakerfi í landbúnaði. Skýrslan fjallar um stöðu og þróun umhverf- ismála á Íslandi frá 2001 til dags- ins í dag. Sveinn segir að með búvöru- samningi ársins 2000 um fram- leiðslu sauðfjárafurða hafi komið inn ákvæði um gæðastýringu, sem hafi verið framfaraspor um land- nýtingu. Ákvæðið um hvað taldist vera sjálfbær landnýting var hins vegar ákaflega vægt, sem þýddi að með því að gera landbóta- og land- nýtingaráætlanir fengu nánast allir svokallað gæðastýringarálag sem viðbótargreiðslu fyrir framleiðslu sína og það jafnvel þó að það þýddi að landnýtingin gæti ekki talist sjálfbær. Um nýliðin áramót hafi verið gefin út reglugerð sem kveð- ur skýrar á um viðmið um sjálf- bæra landnýtingu. Þau viðmið eru strangari en var. „Við vonumst til að þetta leiði til þess að landnýting verði sjálfbær á miklu fleiri afréttum og heimalönd- um en verið hefur,“ segir Sveinn og svarar því játandi að gróður- og jarðvegseyðing sem umhverfis- mál hafi horfið í umræðunni vegna áherslu á virkjanaframkvæmdir. „Þær hafa yfirskyggt þennan mála- flokk og okkur hefur ekki tekist að koma upplýsingum á framfæri um hvað staðan er alvarleg. Við teljum að meira grói upp en eyðist á hverju ári en því miður er það sennilega hlýnandi veðráttu að þakka, en ekki mannshendinni,“ segir Sveinn. En hvernig þarf að bregðast við, vilji menn taka skýrsluhöfunda OECD alvarlega? Sveinn telur að ójafnvægið á milli styrkja og mót- vægisaðgerða verði að jafna; draga úr styrkjum og auka fé til landbóta. „Við höfum kannski liðlega helm- ing þeirrar fjárveitingar sem væri úr að moða með eðlilegri þróun fjárveitinga frá 2007. Þetta hefur dregið gríðarlega úr framkvæmd- um, þó við höfum reynt að láta ýmis verkefni halda sínu striki,“ segir Sveinn. svavar@frettabladid.is Landnýting langt í frá að vera sjálfbær Landgræðslustjóri tekur undir að styrkjakerfi landbúnaðarins valdi gróður- og jarðvegseyðingu á vissum svæðum, eins og OECD bendir á í nýrri umhverfis- skýrslu. Virkjanaframkvæmdir hafa skyggt á landeyðingu sem umhverfisvanda. VANDI Styrkjakerfið hefur orðið til þess að stærð fjárstofns er ekki í takti við beitarþol jarða. MYND/SVEINN Styrkja- kerfið hefur leitt til þess að stór fjárbú hafa risið á jörðum sem hafa ekki beitarþol fyrir stóran bústofn. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri MEXÍKÓ Á síðustu tíu árum hafa pyntingar og önnur ill meðferð á fólki sexfaldast í Mexíkó. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Amnesty Inter- national. Í skýrslunni segir að á árunum 2010 til 2013 hafi meira en sjö þúsund manns tilkynnt pyntingar til mannréttindanefndar Mexíkó. Her og lögregla landsins eru sögð stunda pynt- ingar reglulega til þess að fá fram játningu eða upplýsingar frá einstaklingum sem eru grunaðir um glæpi, jafnvel þótt þær játningar eða upplýs- ingar séu einatt harla óáreiðanlegar. Þeir sem eru handteknir geta átt von á öllu frá raflosti til kæfingar með plastpoka, barsmíða og nauðgana. Amnesty International hefur í rúmlega fimm áratugi rannsakað og skrásett pyntingamál í Mexíkó. Pyntingar voru algengar þar í landi á árunum 1964 til 1982 þegar reynt var að bæla niður alla pólitíska andstæðinga eða vopnaða hópa. Amnesty segir það sérstakt áhyggjuefni að stjórnvöld í Mexíkó virðist ekki viljug til að taka af alvöru og festu á vandanum. - gb Amnesty International vekur athygli á pyntingum í Mexíkó: Pyntingar stundaðar reglulega MÓTMÆLI Í MEXÍKÓ Liðsmenn Amnesty International vöktu athygli á nýju skýrslunni í Mexíkóborg í síðustu viku. NORDICPHOTOS/AFP 1. Hvaða vinsæli, sænski tónlistar- maður kom fram á skólaballi Verzló á fi mmtudaginn? 2. Hvaða íslenska kvikmynd hlaut dræma gagnrýni í The Hollywood Reporter um helgina? 3. Við hvaða vef samdi ríkið um að selja notaða lausamuni fyrir opinberar stofnanir í vikunni sem leið? SVÖR: 1. Basshunter 2. Vonarstræti 3. Bland.is BANDARÍKIN Hinn fransk-kanad- íski Jimmy Cournoeyer hefur verið dæmdur til 27 ára fang- elsisvistar, en dómur féll í máli hans nýlega. Saksóknari lýsir honum sem umfangsmesta kannabissala í sögu New York- ríkis, í samtali við The New York Times í gær. Cournoeyer hefur undanfar- inn áratug selt kannabisefni í New York-borg, en hann kom sér upp smyglhring sem teygði anga sína frá ökrum og verksmiðj- um í Vestur-Kanada, í gegnum verksmiðjur í Montreal, yfir landamærin til Bandaríkjanna á verndarsvæði indjána og að lokum til dreifingar í New York. Cournoeyer, sem hefur smekk fyrir dýrum bílum og bardaga- íþróttum, hafði einnig yfirum- sjón með glæpastarfsemi smygl- ara, meðlima Hells Angels, Mexíkómanna sem sáu um pen- ingaþvætti, kókaínsala í Kali- forníu og bófa frá Staten Island. Öll starfsemin sem um ræðir var upprætt fyrir þremur vikum, þegar dómur féll í máli Courn- oyers, en rannsókn á málinu hafði staðið yfir í tæp sjö ár. Cournoyer hóf ferilinn stuttu eftir aldamótin, þegar hann smyglaði kannabisefnum yfir landamærin frá Kanada á bátum og snjósleðum. Steven L. Tiscione, saksóknari í New York, segist aldrei hafa séð jafn umfangsmikla glæpastarf- semi. - ósk Handtóku stærsta kannabissala í sögu New York: Höfðu hendur í hári dópsalans Cournoyers TEYGÐI ANGA SÍNA VÍÐA Cournoeyer flutti efnin flókna leið til að koma þeim til New York. NORDICPHOTOS/AFP VEISTU SVARIÐ? Alveg mátulegur Heimilis GRJÓNAGRAUTUR H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.