Fréttablaðið - 08.09.2014, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 08.09.2014, Blaðsíða 20
KYNNING − AUGLÝSINGStofan MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 20142 Myndirnar keypti Hildur árið 2006 í IKEA og rammana líka. Þegar þeir komu upp úr kafinu nokkrum árum síðar voru rammarnir litaðir með svartri krítarmálningu og sóma sér vel í stofunni á veggnum fyrir ofan sófann. Silfurskórnir sem prýða hilluna eru Hildi dýrmætir. „Oft var farið í Fram fram fylking heima hjá ömmu. Við frænka mín fengum þá að velja silfur- eða gullskó í leikinn. Þegar amma lést fékk ég að eiga silfurskóna. Maðurinn minn er orð-inn rafvirki, píp-ari og smiður eftir þessa lífsreynslu,“ segir Hild- ur glettin um eiginmanninn, Sigurð Jens Sæmundsson. Frá árinu 2008 hafa þau hjónin byggt hús og búið sér og börn- um sínum þremur heimili í Bauganesi. Hildur er uppal- in í Skerjafirði og vildi búa þar með fjölskyldu sinni. „Eina leiðin sem við sáum var að byggja sjálf. Við bönkuðum því upp á hjá nágrannanum og spurðum hvort við mætt- um kaupa framgarðinn hans,“ segir Hildur glaðlega, en þau hjónin teiknuðu húsið sjálf í Excel en fengu hjálp tækni- teiknara á lokasprettinum. Fjölskyldan flutti inn árið 2009 í fremur hrátt hús- næði og Hildur og Sigurður ákváðu að taka eitt herbergi fyrir í einu. Þau gera flestallt sjálf og eru skipulögð í öllum framkvæmdum. „Við gerum þetta eftir því sem við náum að safna okkur,“ segir Hildur og lýsir því að ýmislegt í hús- inu hafi verið keypt til bráða- birgða á Bland-síðunni og bíði þess að verða skipt út þegar tækifæri gefist. Hún held- ur úti blogginu heimilisfru- in.blogspot.com um framgang þessa stóra verkefnis og birtir myndir og lýsingar af því sem er á döfinni hverju sinni. Fjölskyldurými Stofan er eitt þeirra herbergja sem er tilbúið en hún er í opnu rými ásamt borðstofu og eldhúsi. „Stofan varð að vera flott og fín fyrir mömm- una en samt þannig að krakk- arnir gætu verið þar líka,“ segir Hildur en fjölskyldan ver löngum stundum saman í þessu opna rými. Hildur seg- ist kunna að meta fallega hluti en hins vegar þurfi þeir ekki endilega að vera dýrir. „Ég vel það sem mér finnst fallegt og er sama hvaðan það kemur,“ segir Hildur sem tímir ekki að eyða of miklum fjárhæðum í húsgögn. „Við viljum heldur geta farið saman í frí.“ Í betri stofu Heimilisfrúarinnar Hildur Arna Hjartardóttir heldur úti bloggsíðunni heimilisfruin.blogspot.com. Þar leyfir hún fólki að fylgjast með hvernig hún og eiginmaður hennar taka fyrir herbergin í húsinu sem þau byggðu í Skerjafirði fyrir nokkrum árum. Kertastjakinn heitir String, er úr Epal og lífgar upp á stofuna. Eames-ruggustólinn fékk Hildur í þrítugsafmælisgjöf frá Sigurði. Þar sem gluggarnir í stofunni eru stórir vildi Hildur ekki velja fyrirferðarmikil borð. Hún valdi því þessi skemmtilegu, gegnsæju borð frá IKEA. Gráu plötuna utan um sjónvarpið smíðuðu hjónin sjálf. Skenkurinn er úr IKEA en hugmyndina að hillueiningunum sá Hildur á netinu. Stofuboðið er úr Ilvu líkt og teppið. „Mig hafði langað í þetta teppi í mörg ár en Sigga fannst það ljótt og kallaði það heilateppi. Það tók hann sjö ár að samþykkja það en svo kom hann mér á óvart einhvern daginn og gaf mér það,“ segir Hildur. Hildur Arna í stofunni fínu. Á bloggsíðunni sinni heimilisfruin.blogspot.com segir hún ekki aðeins frá því hvernig gengur með fram- kvæmdir á heimilinu heldur gefur kökuupp- skriftir og góð skipulagsráð. MYNDIR/ANTON Allar smávörur með 40% afslætti Útstillingavörur á góðu verði S y r u s s o n H ö n n u n ar h ú s Erum að rýma fyrir nýjum vörum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.