Fréttablaðið - 08.09.2014, Page 62

Fréttablaðið - 08.09.2014, Page 62
8. september 2014 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 30 „Á inntökuprófinu í FÍH spilaði ég fyrir þrjá kennara. Ég tók stef af nótum sem þeir höfðu sent og líka nokkur lög, til dæmis Immigrant Song, Moby Dick og Fool in the Rain með Led Zeppelin en tromm- arinn í henni, John Bonham, er uppáhaldstrommarinn minn,“ segir Þórarinn Þeyr Rúnarsson, tíu ára. Hann lemur húðir í hljóm- sveitinni Meistarar dauðans við góðan orðstír og er yngsti nemand- inn í FÍH á þessum vetri. Aldurstakmark í FÍH er fimm- tán ár og Þórarinn Þeyr segir ýmislegt fylgja því að vera lang- yngstur. „Ég vildi læra tónfræði og reyna að komast í sama skóla og Ásþór Loki bróðir minn því við spilum alltaf saman og er voða ánægður með að það tókst. En það verður erfitt í tónfræðinni því þetta er harður skóli. Sumum unglingum og fullorðnum finnst líka kannski skrítið að spila með krakka en ég ætla að passa að trufla engan og hlusta á alla bara eins og á hljómsveitaræfingum.“ Þórarinn Þeyr fékk fyrsta trommusettið fimm ára, þangað til sló hann á potta og hvað sem var. „Ég hlustaði mikið á Trass- ana, hljómsveit sem pabbi var í, og Metallicu og vildi alltaf hlusta á þau lög sem voru með flottustu trommutöktunum. Við Ásþór Loki bróðir minn sem nú er 15 ára og spilar á gítar æfðum mikið í stof- unni heima. Pabbi kenndi okkur til dæmis Lóa, Lóa eftir Megas en við heimtuðum að læra Master of Pupp ets með Metallica,“ segir Þórarinn. Hann kveðst hafa lært mest af Kristni Snæ Agnarssyni trommuleikara. „Kiddi kenndi mér tækni, takta og trommubreik en líka að hlusta á hina og hvað það er mikilvægt að halda jöfnum takti og geta spilað bæði laust og fast.“ En skyldi Þórarinn ekki vera að gera alla vitlausa í hverfinu þar sem hann býr?! „Nei. Eða jú, svo- lítið. Við æfum í bílskúr og erum búnir að hljóðeinangra hann en það stoppar samt ekki allt hljóð. Við erum með reglur um að spila ekki á trommurnar eftir klukkan 18 nema stundum til 19 um helg- ar. Svo reyni ég að spila ekki fast.“ Trommusláttur er ekki eina áhugamál Þórarins Þeys. Hann hefur æft júdó frá fjögurra ára aldri og er bæði Íslandsmeistari og Bandaríkjameistari í sínum flokki. Svo er hann að skrifa bók. Hann kveðst líka spila oft á gítar og mandólín heima og stundum píanó þegar hann komist í það. „Mér finnst þetta allt gaman,“ segir hann. „Skemmtilegustu lögin sem ég kann á gítarinn eru Out on the Tiles og Ramble On með Led Zeppelin.“ gun@frettabladid.is Yngsti nemandi FÍH Hinn tíu ára trommari Þórarinn Þeyr hefur vakið athygli fyrir fl otta takta á tónleikum með hljómsveitinni Meistarar dauðans, nú síðast á Menningarnótt. Hann er kominn inn í Tónlistarskóla FÍH þótt aldurstakmarkið sé fi mmtán. LITLI TROMMULEIKARINN „Kiddi, trommukennarinn minn, átti þetta sett áður og mér finnst það flott og grúví,“ segir Þórarinn Þeyr. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Meistarar dauðans var stofnuð árið 2011 af þeim bræðrum Ásþóri á gítar og Þórarni Þey á trommum ásamt Alberti Elíasi Arasyni á bassa. Þeir hafa spilað á mörgum tónleikum, síðast á Óðinstorgi á Menningarnótt og þar áður á góðgerðartónleikum á Gauki á Stöng þar sem safnað var fyrir barnahjálp á Gasa. Næsta gigg er í Hörpunni á Stóra hvelli, minningartón- leikum um John Bonham, trommara í Led Zeppelin. Þeir tónleikar verða til styrktar rannsóknum á sjúkdómnum MND. Meistarar dauðans ➜ Sumum unglingum og full- orðnum finnst líka kannski skrítið að spila með krakka en ég ætla að passa að trufla engan og hlusta á alla bara eins og á hljómsveitaræfingum „Þetta byrjaði frekar fátæklega sem pallborðsumræður haustið 2010 fyrir ung börn þar sem ég kynnti verk Charlie Chaplin fyrir þeim. Þetta gekk vonum framar og í framhaldi af því var þessu kvikmyndalæsisverkefni hleypt af stokkunum í samstarfi við grunnskóla Reykjavíkurborgar og frístundasvið,“ segir Oddný Sen, verkefnastjóri kvikmyndafræðsl- unnar. „Verkefnið hefur svo sann- arlega undið upp á sig og er þetta orðið umfangs- og yfirgripsmikið verkefni með íburðarmikilli dag- skrá þar sem við veljum myndir í samráði við aðalnámská grunn- skólanna. Við erum svo að þróa þetta verkefni með leikskólum borgarinnar einnig,“ segir Oddný en framboð kvikmyndanna í ár er einstaklega fjölbreytt og fræð- andi. Má til dæmis nefna Biophi- liu Bjarkar Guðmundsdóttur þar sem notast er við appið sem þróað var í kringum hana og frönsku heimildamyndina „Á leið í skól- ann“ þar sem fylgst er með börn- um á leið í skólann í mismunandi heimsálfum. Þar kynnast börnin meðal annars börnum í Afríku sem þurfa að ferðast langa leið yfir hættusvæði til þess að kom- ast í skólann. Bíó Paradís stendur fyrir kvik- myndafræðslu fyrir börn og ung- linga sex vikur í senn á hvorri önn skólaársins en sýningar eru á þriðjudögum og fimmtudögum á skólatíma. Tilgangurinn með sýn- ingunum er að veita börnum og unglingum möguleika á að kynnast kvikmyndum sem hafa alþjóðlega gæðastimpla, eru ýmist klassísk- ar perlur frá öllum skeiðum kvik- myndasögunnar og eru lykilkvik- myndir sem hafa skapað sér sess innan kvikmyndasögunnar. - asi Kvikmyndafræðsla inn í námskrána „Pælingin á bak við verkin er helst skynfærin okkar og hvað snerting er okkur mikilvæg. Skynjunin er eitt af því fyrsta sem við þróum eftir fæðingu og er það síðasta sem við missum. Hún er okkur svo mik- ilvæg bæði fyrir þroska og geð- heilsu,“ segir Silja Hinriksdótt- ir myndlistarkona, sem er nýflutt heim til Íslands eftir fjögurra ára myndlistarnám í London við Uni- versity of the Arts. Verkin vinnur hún þannig að hún þrýstir líkama sínum í málningu sem hún þrykk- ir svo á striga. Hún vinnur mikið með mismun- andi áferð á striganum og er hann ekki endi- lega rennislétt- ur, heldur er búið að krumpa hann eða brjóta saman. Á sýn- i ng u n n i er u ekki einungis málverk held- ur hefur Silja einnig gert lampa- skerma sem hún kallar fingraverk. „Á þá þrykki ég með fingrunum og geri mismunandi munstur,“ segir Silja, Innblástur fær hún úr íslenskri náttúru og þá sérstaklega við litasamsetningu og áferð í verk- um. Framtíðina segir Silja óráðna, en hún ætlar að halda áfram að vinna að sinni list og halda fleiri sýningar, jafnvel með fleiri lista- mönnum. Sýning Silju heitir Skyn- færi og verður opnuð í Gróskusaln- um eða gamla Betrunarhúsinu á Garðatorgi, Garðabæ, fimmtudag- inn 11. september kl 18. Sýningin verður opin yfir helgina frá klukk- an 12-18. - asi Líkaminn er lifandi pensill Áferð og snerting er þemað í sýningu Silju Hinriksdóttur myndlistarkonu. SILJA HINRIKSDÓTTIR „Lagið State Trooper með Trente- möller. Það jafnast ekkert á við að byrja vikuna með þessu lagi!“ Natalie G. Gunnarsdóttir, betur þekkt sem Dj Yamaho MÁNUDAGSLAGIÐ VERKEFNA- STJÓRI KVIKMYNDA- FRÆÐSL- UNNAR Oddný Sen vill veita börnum og unglingum möguleika á að kynnast kvik- myndum sem hafa alþjóðlega gæðastimpla. MYND/ÚR EINKASAFNI NOTAÐIR BÍLAR Kletthálsi 2 · 110 Reykjavík Sími 590 2160 · www.notadir.is Suzuki Grand Vitara Árgerð 2012, ekinn 31 þús. km., bensín, beinskiptur 4x4. Verð: 4.090.000 kr. Honda CRV Árgerð 2012, ekinn 48 þús. km., bensín, sjálfskiptur 4x4. Verð: 4.690.000 kr. Nýlegir bílar á betra verði Bílaleigubílarnir komnir í sölu Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-164x4 4x4

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.