Fréttablaðið - 06.10.2014, Page 12

Fréttablaðið - 06.10.2014, Page 12
6. október 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 12 Úrval Útsýn er í Hlíðasmára 19, Kópavogi. Sími 585 4000 www.uu.is VERÐ FRÁ: ÁSTAND HEIMSINS FLJÚGA YFIR ÍRAK Tvær herflugvélar frá bandaríska sjóhernum af tegundinni F-18E Super Hornets á flugi eftir að hafa fengið eldsneyti yfir Írak, skömmu eftir að hafa varpað þangað sprengjum. Bandaríski herinn hélt áfram loftárásum sínum á skotmörk Íslamska ríkisins í Sýrlandi og Írak um helgina. NORDICPHOTOS/AFP NÚMER FJÖGUR Marina Silva, forseta- frambjóðandi fyrir hönd brasilíska sósíal- istaflokksins, heldur fjórum fingrum á loft eftir að hafa kosið í gær. Silva er númer fjögur á kjörseðlinum en búist er við því að annaðhvort hún eða Aecio Neves etji kappi við sitjandi forseta, Dilma Rousseff, í þriggja vikna kosningabaráttu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐ FJÖLDAGRÖF Liðsmaður mexíkóska sjóhersins stendur vörð við veg hjá fjöldagröf sem fannst skammt frá borginni Iguala á laugardag. 43 stúdentar hurfu og sex manns dóu í borginni 27. september síðastliðinn. Þar höfðu stúdentarnir tekið þátt í mótmælum vegna bágrar stöðu kennara. Lögreglan skaut á rútu þeirra og drap sex manns. Alls 22 lög- reglumenn eru í haldi vegna árásarinnar. ÞAÐ FYRSTA Í HEIMINUM Fyrsta barn heimsins sem kemur í heiminn í gegnum leg sem hafði verið grætt í móðurina fæddist í Gautaborg í Svíþjóð um helgina. Vegna þess hversu vel tókst til ákváðu foreldrar barnsins að nefna barnið Vincent, sem þýðir „að bera sigur úr býtum“. Móðirin, sem er 36 ára Svíi, komst að því þegar hún var 15 ára að hún væri ekki með leg, sér til mikilla vonbrigða. KINDUR YFIR LUND- ÚNABRÚ Fjárhirðar nýttu í gær rétt sinn til að reka kindur yfir Lundúnabrú. Með atburðinum var endur- vakin 800 ára gömul hefð frá því þegar eingöngu var hægt að fara yfir Lundúnabrú til að komast yfir Thames- ána án þess að þurfa að borga skatta. SMITUÐ Heilbrigðisstarfsmenn leiða í burtu hina níu ára Nowa Paye frá Líb- eríu eftir að í ljós kom að hún sýndi merki þess að hafa sýkst af ebóla-veirunni. Þrír heilbrigðisstarfsmenn sóttu sex manneskjur sem eru grunaðar um að hafa smitast af ebóla í þorpinu Freeman. 1 1 4 4 2 2 5 5 3 3 6 6

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.