Fréttablaðið - 06.10.2014, Qupperneq 44
MENNING
6. október 2014 MÁNUDAGUR
PI
P
40 MILLJÓNIR
Á EINN MIÐA!
Vænlegast til vinnings
MILLJÓNAVELTAN
AÐALÚTDRÁTTUR
70 MILLJÓNIR
3.000 manns fá allt frá 5 þúsund
k ó
á einn miða.
A
40
PA
R\
T
r num u pp í 25 milljónir.
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
43
26
0
DRÖGUM
10.
OKTÓBER
Tryggðu
þér miða á
hhi.is
miða áTryggðu þér
www.hhi.is síma, í
563 83OO næstaá eða hj
boðsmanni.um averððMi
00 kr.3er aðeins 1.
KAREINN MIÐI, ÞREFALDIR MÖGULEI
MILLJÓN Á MANN
5 x 1 MILLJÓN
5 heppnir vinningshafar fá
eina milljón króna hver.
1
Bernd Ogrodnik brúðulistamað-
ur hefur farið víða um heim með
sýningu sína Umbreytingu eftir
að hún var sýnd hér á landi við
frábærar viðtökur á Listahátíð
árið 2006. Nú gefst einstakt tæki-
færi til að bera þessa sýningu
augum en hún verður sýnd næstu
þrjár helgar í Þjóðleikhúsinu.
Eingöngu verður um þessa þrjá
sýningardaga að ræða og því um
að gera að bregðast hratt við og
tryggja sér miða.
Sýningin sem Bernd býður upp
á að þessu sinni er stytt, fjöl-
skylduvæn útgáfa sem er ferða-
útgáfa sýningarinnar. Eins og
fyrr segir hefur sýningin ferðast
víða um lönd og má meðal annars
nefna Rússland, Havaí, Ísrael,
Þýskaland, Danmörku, Arúba,
Kanada og Kóreu. Nú leggur
Bernd enn eina ferðina upp í
heimsreisu með sýninguna og
meðal þeirra landa sem munu
njóta að þessu sinni eru Taíland,
Indónesía, Egyptaland og Íran.
Bernd mun halda af landi brott
í lok október og fyrstu sýningar
verða í Þjóðleikhúsi Taílands í
Bangkok í byrjun nóvember.
- fsb
Umbreytingin í Þjóðleikhúsinu
Brúðulistamaðurinn Bernd Ogrodnik sýnir hina rómuðu sýningu Umbreyt-
inguna í Þjóðleikhúsinu næstu þrjár helgar. Aðeins þessar þrjár sýningar.
UMBREYTINGIN Að loknum sýningum í Þjóðleikhúsinu leggur Bernd upp í heims-
reisu með sýninguna.
Þetta er fyrsta smásagnasafnið
mitt, hingað til hef ég einungis
gefið út ljóð,“ segir Davíð Stef-
ánsson um nýja bók sína Hlýtt
og satt – átján sögur af lífi og
lygum, sem eins og nafnið bend-
ir til inni heldur átján smásögur.
„Ég átti lengi í erfiðleikum með
að skrifa prósa sem ég var ánægð-
ur með, en eftir að ég uppgötvaði
að ég var alltaf að reyna að skrifa
eins og ég hélt að ætti að skrifa
prósa og hætti því fór þetta að
rokganga.“
Davíð segist hafa átt brot af
smásögum og skáldsögu en ekki
tekið sig til og farið að vinna í
þeim af alvöru fyrr en árið 2011.
„Sumar sögurnar í Hlýtt og satt
eru gamlar sögur sem ég endur-
skrifaði fyrir útgáfuna en aðrar
eru nýjar og komu mun auðveld-
legar til mín. Ég er nokkuð viss
um að glöggur og nærgöngull les-
andi getur séð hvaða sögur það
eru. Ég óska mér slíkra lesenda.“
Spurður hvað það sé sem hann
vilji koma á framfæri í þessum
sögum svarar Davíð að bragði:
„Nú á ég auðvitað að segja að mitt
sé að skrifa og þitt að skilja og
satt best að segja held ég ekki að
ég sé neitt færari um það en aðrir
lesendur að segja þér hver mein-
ing sagnanna sé. Þetta eru marg-
laga sögur sem krefjast nokkuð
gaumgæfilegs lesturs, meining-
in liggur yfirleitt ekki á yfirborði
þeirra. Þarna er fjallað um til-
finningar og samskipti fólks,
einkum ástvina, og ef það ætti að
súmmera upp eitthvert þema yrði
það sennilega eitthvað á þann veg
að sögurnar fjölluðu um hvað það
er að vera manneskja og þurfa að
hafa samskipti við aðrar mann-
eskjur.“
Spurður hvort vænta megi fleiri
prósaverka frá hans hendi seg-
ist Davíð vera kominn vel á veg
með skáldsögu. „Hún er eigin-
lega orðin til í höfðinu á mér og ef
Guð lofar þarftu að hringja aftur
í mig að ári til að ræða við mig um
hana.“ fridrikab@frettabladid.is
Óskar sér glöggra og
nærgöng ulla lesenda
Fyrsta smásagnasafn Davíðs Stefánssonar, Hlýtt og satt – átján sögur af lífi og
lygum, á sér langan aðdraganda, það reyndist skáldinu erfi tt að glíma við prósann.
DAVÍÐ STEFÁNSSON „Satt best að segja held ég ekki að ég sé neitt færari um það en aðrir lesendur að segja þér hver meining
sagnanna sé.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Þetta eru marglaga
sögur sem krefjast
nokkuð gaumgæfilegs
lesturs.
Davíð Stefánsson rithöfundur.