Fréttablaðið - 15.10.2014, Blaðsíða 4
15. október 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4
4.970 kílómetrar mælist strandlína Íslands.
Fiskveiðilögsagan er hins vegar
758.000 ferkílómetrar.
VERSLUN Bónus var með lægsta
verðið á matarkörfunni þegar
verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð
í lágverðsverslunum og stórmörk-
uðum á höfuðborgarsvæðinu á
föstudag. Matarkarfan kostaði
16.086 krónur hjá Bónus en hún
var dýrust hjá Víði á 19.650 krónur
sem er 3.564 króna verðmunur eða
22 prósent.
Oftast var 25-50 prósenta verð-
munur á hæsta og lægsta verði
vöru.
Krónan var með næstlægsta
heildarverðið, karfan þar kostaði
160 krónum meira en í Bónus. - jme
Dýrast að kaupa inn í Víði:
Bónus með
lægsta verðið
FJÁRMÁL Sjóður sem tryggja átti
heyrnarlausum túlkaþjónustu í
daglegu lífi allt yfirstandandi ár
er uppurinn. Þar með eru heyrnar-
lausir sviptir þeim réttindum sem
þeir eiga til þátttöku í daglegu lífi,
segir formaður Félags heyrnar-
lausra sem telur ríkið brjóta lög
með því að veita ekki þessa þjón-
ustu nema hluta úr ári.
Þetta er annað árið í röð sem
sjóðurinn tæmist á miðju ári. Túlk-
unum er ætlað að aðstoða heyrnar-
lausa einstaklinga í daglegu lífi,
hvort heldur það eru vinnustaða-
fundir, tómstundir eða læknisheim-
sóknir.
Lög mæla fyrir um að íslenskt
táknmál sé jafnrétthátt íslensku
og að óheimilt sé að mismuna fólki
eftir því hvort málið það notar.
Formaður Félags heyrnarlausra
er ekki í vafa um að lög séu brotin.
„Það er í raun búið að útiloka
okkur frá þátttöku í þjóðfélaginu.
Það er búið að útiloka okkur frá því
að sinna okkar skyldum sem hús-
eigendur, sem foreldrar, bara sem
virkir þjóðfélagsþegnar,“ segir
Heiðdís og segir að engin svör komi
frá ráðuneytinu. Á meðan þurfa
heyrnarlausir að búa við óvissu.
„Ég starfa líka sem hjúkrunar-
fræðingur. Flest starfsþróunar-
námskeið fyrir okkur eru sett á
laggirnar á haustin. Þannig að þú
getur ímyndað þér að ég hef enga
möguleika átt á að taka þátt núna
undanfarin tvö ár. Þannig að ég
á ekki möguleika á að ná frama í
starfi og ekki að vinna með mína
starfsþróun.“ - hh
Aftur tæmist á miðju ári sjóður sem heyrnarlausir geta notað til að fjármagna túlkaþjónustu:
Túlkasjóður heyrnarlausra er galtómur
Á ALÞINGI Heyrnarlausir segja að á
þeim séu brotin lög þegar túlkaþjónusta
er ekki veitt vegna fjárskorts.
TYRKLAND, AP Tyrkneski herinn
gerði í gær loftárásir á Kúrda í
suðaustanverðu landinu. Þetta er
í fyrsta sinn í tvö ár sem herinn
ræðst á Kúrda.
Tyrknesk stjórnvöld segja
Kúrd ana vera uppreisnarmenn.
Kúrdar í Tyrklandi eru afar
óánægðir með aðgerðarleysi
stjórnvalda og hersins gagnvart
árásum vígasveita Íslamska ríkis-
ins á Kúrdabæinn Kobani, sem er
rétt handan landamæranna í Sýr-
landi. Sumir Kúrdar saka jafnvel
tyrknesk stjórnvöld um að vera
komin í bandalag við Íslamska
ríkið um árásir á Kúrda. - gb
Spenna vex í Tyrklandi:
Tyrklandsher
ræðst á Kúrda
FLÓTTAMENN HANDTEKNIR Hópur
Kúrda, sem flúðu frá Sýrlandi, hefur
verið hafður í haldi í þessu íþróttahúsi í
Suruc í Tyrklandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
STJÓRNMÁL Matvara sem keypt
er á veitinga- og kaffihúsum
og mötuneytum er ekki inni í
dæmum fjármála- og efnahags-
ráðuneytisins um útgjöld heimila
í frumvarpi til laga um breyting-
ar á virðisaukaskatti þótt Hag-
stofa Íslands geri ráð fyrir þeim
í neysluviðmiðum sínum. Að öðru
leyti er vísað til neysluviðmiða
Hagstofunnar í frumvarpinu.
Fjármálaráðuneytið segir að
þjónusta veitinga- og kaffihúsa og
mötuneyta, þar með talinn hlut-
ur matvæla í þeirri þjónustu, sé
metin með annarri vöru og þjón-
ustu í lægra þrepi virðisauka-
skatts. Þetta kemur fram í yfirlýs-
ingu frá ráðuneytinu í gær. Hins
vegar er ekki útskýrt hvers vegna
þessi leið er farin í ráðuneytinu.
Fjármálaráðuneytið sendi frá
sér yfirlýsinguna í kjölfar frétta
Fréttablaðsins af því að í forsend-
um virðisaukaskttsfrumvarpsins
væri gert ráð fyrir að fjögurra
manna fjölskylda eyddi 2.976
krónum á dag, í mat. Fréttablað-
ið óskaði eftir viðtali við Bjarna
Benediksson fjármálaráðherra
um málið í gær en hann veitti það
ekki.
Bjarkey Gunnarsdóttir, þing-
maður VG, segir að viðmiðin í
virðisaukaskattsfrumvarpinu
séu röng.
„Þetta á sér ekki stoð í raun-
veruleikanum og er því ráðu-
neytinu til vansa. Við þurfum að
fá nánari útskýringar á þessu því
þetta lítur út fyrir að vera einhver
fundin tala til að ná fram í fjár-
lögum því sem þeir vilja ná fram
– fjarri öllum raunveruleika.“
Í frumvarpinu er búist við því
að fyrirhuguð hækkun á matar-
skatti kosti heimilin 4.315 krónur
á mánuði. Sé kostnaður við matar-
og drykkjarinnkaup meiri en raun
ber vitni mun hækkun á matar-
skatti hafa mun meiri áhrif á hag
heimilanna en ráð var fyrir gert.
Málið var til umræðu á Alþingi
í gær. Árni Páll Árnason, þing-
maður Samfylkingarinnar sagði
að annaðhvort hefðu orðið mistök
sem hljóti að kalla á endurskoð-
un á virðisaukaskattsfrumvarp-
inu eða þá hitt að ráðherrar rík-
isstjórnarinnar hafi náð slíkum
árangri í sparinnkaupum að þeir
skuldi okkur öllum hinum nám-
skeið í því hvernig eigi að láta
enda ná saman með matarkostnað
upp á 248 krónur á hverja máltíð.
Sigurður Ingi Jóhannsson
atvinnuvegaráðherra varð til
svara og sagði; „Hvað varðar
nýlegar fréttir um neysluverð-
mið tel ég einboðið að þingnefnd-
in sem fjalli um þetta mál taki
það til ítarlegrar skoðunar. Komi
í ljós að miðað sé við röng eða að
einhverju leyti ekki fullnægjandi
viðmið býst ég við að menn taki
það til gagngerrar endurskoðunar
í meðförum þingsins,“ sagði Sig-
urður Ingi.
johanna@frettablaðid.is/ jonhakon
@frettabladid.is sveinn@frettabladidi.is
Neysluviðmiðin skoðuð að
nýju reynist þess vera þörf
Fjármálaráðuneytið skýrir ekki hvers vegna kaup á mat á veitingahúsum og í mötuneytum eru ekki flokkuð
með matarútgjöldum í forsendum virðisaukaskattsfrumvarpsins. Viðmið verða endurskoðuð reynist þau röng.
ÓSKÝRT Þúsundir manna neyta matar í mötuneytum eða á veitingahúsum.
Fjármálaráðuneyti gefur hins vegar ekki skýringar á því hvers vegna kaup á mat á
þessum stöðum eru ekki flokkuð með matarútgjöldum. MYND/GETTY
BJARNI BENE-
DIKTSSON
ÁRNI PÁLL
ÁRNASON
Á vef fj ármálaráðuneytisins kemur fram að starfsmaður
sem dvelur á sex til tíu tíma ferðalagi innanlands fær 5.400
krónur í dagpeninga fyrir mat og 10.800 krónur ef hann
dvelur lengur.
Á sama tíma er neysluviðmið ráðuneytisins fyrir fj ögurra
manna fj ölskyldi 2.976 krónur á dag, eða 248 krónur hver
máltíð á einstakling. Ríkisstarfsmaður gæti því keypt sér
43 máltíðir samkvæmt þessu.
➜ Fá 11 þúsund í dagpeninga
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is,
Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is,
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
Soff ía Sveinsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
ÚRKOMULÍTIÐ Í dag má búast við strekkingi allra syðst en annars hægum vindi.
Stöku skúrir S- og A-til en annars úrkomulítið. Á morgun og föstudaginn má búast við
stöku skúrum eða slydduéljum, einkum á Vestfjörðum og NA-lands.
1°
2
m/s
2°
3
m/s
3°
4
m/s
8°
12
m/s
10-15
m/s við S-
ströndina,
annars
hægviðri.
Yfi rleitt
hæg A-átt
en hvessir
syðst er
líður á
daginn.
Gildistími korta er um hádegi
XX°
XX°
8°
19°
XX°
9°
19°
13°
13°
26°
16°
XX°
25°
26°
20°
15°
16°
18°
4°
3
m/s
6°
6
m/s
3°
3
m/s
4°
2
m/s
4°
2
m/s
3°
2
m/s
-4°
2
m/s
4°
5°
2°
3°
5°
4°
2°
2°
3°
2°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
FÖSTUDAGUR
Á MORGUN