Fréttablaðið - 15.10.2014, Side 8

Fréttablaðið - 15.10.2014, Side 8
15. október 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Skoðaðu úrvalið á Bilaland.is GERÐU FRÁBÆR KAUP NISSAN MICRA VISIA Nýskr. 06/13, ekinn 42 þús. km. bensín, beinskiptur. VERÐ kr. 1.670 þús. Rnr. 142445. NISSAN PATHFINDER SE Nýskr. 08/08, ekinn 84 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 3.990 þús. Rnr. 142427. Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is DACIA DUSTER 4x4 Nýskr. 04/13, ekinn 88 þús. km. dísil, beinskiptur. Rnr. 142443. SUZUKI SWIFT 4WD Nýskr. 06/13, ekinn 39 þús km. bensín, beinskiptur. VERÐ kr. 2.490 þús. Rnr. 142447. HYUNDAI i20 CLASSIC Nýskr. 05/13, ekinn 48 þús km. dísil, beinskiptur. VERÐ kr. 2.190 þús. Rnr. 120474. HYUNDAI i10 Nýskr. 06/12, ekinn 57 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 1.540 þús. Rnr. 142446. NISSAN QASHQAI SE Nýskr. 06/13, ekinn 35 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 4.990 þús. Rnr. 142450. Frábær kaup! 2.780 þús. TÖKUM NOTAÐAN UPPÍ NOTAÐAN! GERÐU FRÁBÆR KAUP! ALLT AÐ 80% LÁNAMÖGULEIKAR GENF, AP Innan tveggja mánaða gæti farið svo að tíu þúsund ný ebólusmit greindust í viku hverri, en til þessa hefur tíðnin verið um eitt þúsund tilfelli á viku. Þetta segir Bruce Aylward, aðstoðarframkvæmdastjóri Al- þjóða heilbrigðisstofnunarinnar WHO. Hann skýrði jafnframt frá því að dánartíðni þeirra sem smitast mælist nú um sjötíu prósent, en til þessa hefur WHO metið það svo að dánartíðnin sé um eða innan við fimmtíu prósent. Á blaðamannafundi í Genf sagði Aylward að verði heilbrigðisráð- stafanir í Afríku ekki hertar til muna og meira fé lagt í viðbrögð gegn sjúkdómnum, þá muni það kosta mörg mannslíf. Jafnvel þótt faraldurinn haldist í svipuðum tölum og til þessa, þá muni heilbrigðisstarfsfólk í Afr- íkuríkjunum eiga í mestu vand- ræðum með að sinna þeim sem veikjast. Alls hefur ebólufaraldurinn kostað 4.447 manns lífið á þessu ári, en 8.914 manns hafa smit- ast, samkvæmt nýjustu tölum frá WHO. Nánast allir eru þeir íbúar í ríkjum vestanverðrar Afríku, flestir í Síerra Leóne, Gíneu og Líberíu. Aylward segir ekki miklar líkur á því að faraldurinn breiðist svo nokkru nemi út um heimsbyggð- ina alla: „Ég býst ekki við að þessi veira sé að fara neitt. Það er fylgst með öllum sem fara og veikt fólk verður ekkert á ferðinni.“ Hann segir mikið álag vera á heilbrigðisstarfsfólki og heilbrigð- isstofnunum í Afríkuríkjunum, sem engan veginn hafa bolmagn til þess að takast á við vandann. Áherslan sé því fyrst og fremst á það að veita veikum meðferð. „Það væri hræðilega siðlaust að segja að við ætlum bara að ein- angra fólk,“ segir hann, og tekur fram að helsta forgangsmálið nú sé að útdeila varnarbúnaði til almennings og koma upp ein- földum heilsugæslustöðvum, þar sem hægt sé að veita lágmarks- meðferð. Nokkrir sjúklingar hafa verið fluttir til Vesturlanda, þar sem sjúkrahús bjóða upp á mun full- komnari meðferð. Sumir þeirra hafa náð sér, en tveir heilbrigð- isstarfsmenn þar hafa smitast – annar á Spáni en hinn í Banda- ríkjunum. Spænska hjúkrunarkonan Ter- esa Romero er sögð þungt hald- in, en þó hafi henni skánað eilítið á ný. Grannt er fylgst með fimm- tán manns, sem hún hafði umgeng- ist eftir að hafa smitast. Enginn þeirra hefur þó sýnt nein einkenni ebólusmits. gudsteinn@frettabladid.is Tíu þúsund manns gætu smitast á viku Alþjóðleg heilbrigðisyfirvöld segja hættu á að ebólufaraldurinn í Afríku muni versna enn frekar á næstu mánuðum, takist ekki að ná tökum á honum með hertum heilbrigðisaðgerðum. Sem fyrr er samt sáralítil hætta á heimsfaraldri. EBÓLU- FRÆÐSLA Í LÍBERÍU Börn lesa dreifibréf um varnir gegn ebólu. NORDICPHOTOS/AP Ég býst ekki við því að þessi veira sé að fara neitt. Það er fylgst með öllum sem fara og veikt fólk verður ekkert á ferðinni. Bruce Aylward, aðstoðarframkvæmdastjóri WHO. MEXÍKÓ, AP Hundruð námsmanna og kennara brutu rúður og kveiktu elda í stjórnarráðsbyggingu í Chilp- ancingo í Mexíkó í fyrrinótt. Fólk- ið krefst þess að 43 námsmönnum, sem rænt var 26. september, verði skilað aftur heilum á húfi. Talið er að lögreglumenn tengd- ir fíkniefnaklíkum hafi rænt náms- fólkinu úr litlum kennaraskóla í smábæ í Guerrero-héraði, en Chilp- ancingo er höfuðborg héraðsins. Jose Villanueva Manzanarez, tals- maður héraðsstjórnarinnar, segir að mótmælendurnir hafi upphaf- lega reynt að komast inn í þinghús- ið í Chilpancingo, en lögreglan hafi komið í veg fyrir það. Þá hafi þeir haldið að stjórnarráðsbyggingunni. Fyrir rúmlega hálfum mánuði lét- ust að minnsta kosti sex námsmenn í bænum Iguala, sem er í Guerrero- héraði, þegar lögreglan tók að skjóta á hóp námsmanna þar. Átökin hafa dregið fram í dags- ljósið tengsl lögreglunnar víða í Mexíkó við fíkniefnahringi og aðra skipulagða glæpastarfsemi. - gb Hörð átök hundruð námsmanna og háskólakennara við lögreglu í Mexíkó: Kveiktu í stjórnarráðsbyggingu STJÓRNARBYGGING Í LJÓSUM LOGUM Háskólakennarar og náms- menn mótmæla ofríki lögreglunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÁLANDSEYJAR Þegar fyrrverandi framkvæmdastjóri Jarðamælinga ríkisins í Finnlandi hélt ræðu fyrir gamla hermenn síðastliðinn mánu- dag var eins og hann hefði varp- að sprengju, að því er segir í frétt á vef finnska blaðsins Hufvud- stadsbladet. Framkvæmdastjórinn greindi nefnilega frá því að Pútín Rússlandsforseti ætti 1,7 hektara land með aðgangi að sjó í Saltvik á Álandseyjum í Eystrasalti, sem eru sjálfsstjórnarsvæði undir finnsk- um yfirráðum. Greint er frá því að samkvæmt friðarsamkomulagi frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar hafi Rússar fengið allar eigur Þjóð- verja í Finnlandi en jörðin, sem var 10 hektarar, var í eigu þýsks pars. Árið 2010 kom rússneski ræðismað- urinn til jarðamælingaskrifstofunn- ar á Álandseyjum og vildi skipta jörðinni, sem tilheyrði utanríkis- ráðuneyti Rússlands, í tvennt þann- ig að 1,7 hektarar yrðu eign forseta- embættisins, það er í raun forseta Rússlands, en þá var Medvedev forseti. Nú er það Pútín sem hefur aðgang að jörðinni sem enginn býr á. Þeir einu sem hafa verið á jörð- inni eru starfsmenn rússnesku ræð- ismannsskrifstofunnar. - ibs Fregnin um jarðareign Rússlandsforseta kom mönnum í opna skjöldu: Pútín á lóð á Álandseyjum RÚSSLANDSFORSETI Rússar eignuðust allar eigur Þjóðverja í Finnlandi eftir seinni heimsstyrjöldina. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.