Fréttablaðið - 15.10.2014, Side 14

Fréttablaðið - 15.10.2014, Side 14
15. október 2014 MIÐVIKUDAGUR| SKOÐUN | 14 Á undanförnum mánuð- um hefur mikill árangur náðst á vinnumarkaði sem kemur bæði fyrirtækjum og heimilum til góða. Á tæpu ári hefur verðbólg- an hjaðnað hratt og er nú aðeins 1,8% á ársgrunni. Undanfarna átta mán- uði hefur hún verið undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans sem er lengsta samfellda tíma- bil verðstöðugleika frá árinu 2003. Þessi hraða hjöðnun verðbólgu ber árangri síðustu kjarasamninga glöggt vitni. Þar lögðu aðilar vinnumarkaðar upp með að hóflegar launahækkanir myndu stuðla að lægri verðbólgu og meiri kaupmáttaraukningu en ella. Minna gæti orðið meira. Þetta hefur gengið eftir. Kaup- máttur launa í september er 4% hærri en fyrir ári. Á árinu má ætla að kaupmáttur launa vaxi um 3,5% sem er einsdæmi á síð- ustu fimmtán árum að undan- skyldu ofþensluárinu 2007. Við erum komin á ákjósanlegan stað en ákvarðanir aðila vinnumark- aðar og stjórnvalda á næstu vikum og mánuðum munu ráða því hvort árangurinn verði var- anlegur. Það eru jákvæð merki til staðar. Til dæmis gera stjórnend- ur 400 stærstu fyrirtækja lands- ins ráð fyrir því að verðlag fyrir- tækja þeirra hækki aðeins um 1% á næstu 6 mánuðum sem er vel undir verðbólgumarkmiði Seðla- bankans. En varanlegur árangur í bar- áttunni við verðbólguna verður ekki tryggður ef hækkun launa- kostnaðar heldur áfram að vera tvöfalt til þrefalt meiri en í við- skiptalöndunum og langt umfram það sem aukin framleiðni og bætt frammistaða skapar svig- rúm fyrir. Verðbólgunni má í grófum dráttum skipta í þrennt; í hækkun inn- lendra vöru- og þjónustu- liða, innfluttra vara og húsnæðiskostnaðar. Inn- lendu liðirnir vega 44% í vísitölu neysluverðs, inn- fluttu vörurnar 34% og húsnæðisliðurinn 22%. Í mælingu Hagstofunnar á verðlagi í september var tólf mánaða hækkun innlendu liðanna 2,1%, innflutningsverð lækkaði um 1,8% en húsnæðis- liðurinn hækkaði um 6,7%. Með öðrum orðum hefur styrking gengis og lækkun innflutnings- verðs fært verðbólguna undir verðbólgumarkmiðið. Ekki er hægt að búast við því að gengi krónunnar styrkist frek- ar og leggi lóð á þær vogarskálar að halda verðlagi niðri og ekkert lát er á verðhækkunum húsnæðis. Það er því undir innlendri vöru og þjónustu komið hvort verðbólg- an helst undir markmiði, en það eru einkum þeir liðir sem næmir eru fyrir launabreytingum hér á landi. Af þeim sökum er þess ekki að vænta að verðbólgan verði undir markmiði Seðlabankans ef launabreytingar halda áfram að vera eins miklar og raun ber vitni. Betri vinnubrögð Enn ríkir of mikil óvissa um verðbólgu á komandi misserum. Ný peningastefna hefur ekki verið mótuð, líkt og stefnt var að. Launahækkanir á vinnumarkaði eru meiri en ráð var fyrir gert og samrýmast ekki verðstöðug- leika til lengri tíma. Síðast en ekki síst er ekki samstaða milli aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda um efnahagsstefnuna. Gamalkunnug hringekja gæti brátt farið af stað og snúist með ógnarhraða. Vaxandi viðskipta- halli sem endar með gengisfalli, vaxandi verðbólgu og lífskjara- skerðingu í kjölfarið. Vonir um áframhaldandi hagvaxtarskeið á komandi árum geta brostið á skömmum tíma, verði ekki gripið í taumana. Forsenda þess að gerðir verði kjarasamningar á grundvelli verðstöðugleika er að traust og gott samstarf sé á milli stjórn- valda og aðila vinnumarkaðar. Þar má margt betur fara og að óbreyttu stefnir í óefni á vinnu- markaði í vetur ef ekkert verður að gert. Sameiginleg sýn á megin- línur efnahagsstefnunnar er nauð- synleg forsenda slíks trausts. Það verður að vera forgangsverkefni stjórnvalda og aðila vinnumark- aðar að stilla betur saman strengi. Við verðum að taka höndum saman og koma í veg fyrir hörð átök á vinnumarkaði. Það hlýtur að vera sameigin- legt markmið okkar allra að við- halda þeim góða árangri sem náðst hefur á undanförnum miss- erum. Áframhaldandi uppbygging kaupmáttar á grundvelli verðstöð- ugleika er besta leiðin til að bæta lífskjör hér á landi. Þar verða allir að axla ábyrgð. Ávinningur fyrirtækja og heimila Sérhver maður sem býr á Íslandi eða dvelur hér á ákveðnu tímabili vegna vinnu sinnar eða náms hefur rétt til þess að auð- kenna sig. Og raunar er það svo að um þessi réttindi er fjallað í íslenskum stjórn- sýslulögum, þar sem þau eru nefnd kennitala. Ef um ferðamenn er að ræða, geta þeir vísað til vegabréfs síns eða ökuskír- teinis ef þeir þurfa að auðkenna sig af einhverri ástæðu. Auðkenningin snýst um mannréttindi, er grund- vallaratriði og ómissandi í athöfn- um daglegs lífs. Utan kerfisins En þetta eru ekki sjálfssögð rétt- indi eins og fólk sem sækir um alþjóðlega vernd hérlendis, eða svokallaðir „hælisleitendur“, veit svo vel. Auðvitað fær fólk á flótta kennitölu. Það er utan kerfisins á Íslandi. Þegar slík manneskja er svo heppin að öðlast dvalarleyfi hérlendis til bráðabirgða og vinnu fær hún fyrst gefna út kennitölu, sem samt er bara til bráðabirgða. Reglugerð um útlendingalög kveð- ur á að „Umsækjandi (um hæli) skal afhenda með umsókninni vegabréf eða önnur ferðaskilríki sem hann hefur í fórum sínum“ (88 gr. 1. mgr.) en: „Umsækj- andi um hæli […] skal eins fljótt og verða má eftir komu til lands- ins, fá í hendur skráningarskír- teini hælisumsækjanda …“ (92 gr. 1. mgr.) Það er hins vegar ekki alltaf farið eftir hinu síðarnefnda. Stað- reyndin er sú að fólk á flótta verður að afhenda Útlendingastofnun skjöl sem það hefur með sér, en fær ekk- ert skírteini um hæli. Næstum eng- inn sem dvelur í Fit hosteli hefur skírteini sem auðkennir hann, þó að viðkomandi hafi verið hérlendis hálft ár eða jafnvel lengur. Þetta getur skapað margvís- leg vandræði, jafnt stór sem smá. Það getur verið vesen að fara inn á skemmtistað ef maður getur ekki framvísað skírteini. Einnig er mér minnisstætt þegar strákur frá Afr- íku lenti í bílslysi og kalla þurfti á sjúkrabíl. Þá kom í ljós að enginn gat staðfest hver hann var eða hvar hann bjó. Sem betur fer var slysið ekki alvarlegt en það gæti gerst í dag eða á morgun. Hver á að bera ábyrgð á slíku tilfelli? Auðkennisleysi fólks á flótta er ekkert nýtt mál. Við áhugafólk um flóttafólk höfum margsinnis bent Útlendingastofnun á vandamálið og krafist útbóta. Það tók ár þar til allir fengu skírteini. Við vorum ánægð í bili en núna, nokkrum árum seinna hef ég tekið eftir að flest flóttafólk sem ég þekki hefur ekki fengið skír- teini aftur. Hvað er svona erfitt við að það gefa út auðkennisskírteini fyrir fólk á flótta á Íslandi sem staðfest- ir hvert það er (a.m.k. segist vera)? Eða eru réttindi fólks á flótta svo ómerkileg að það megi ekki einu sinni auðkenna sig sem manneskju, sem sjálfa sig. Ég óska þess að allir umsækjendur um alþjóðlega vernd fái auðkennisskíreini fljótt og vel eins og reglugerðin kveður á um. Auðkennisrétturinn ➜ Það verður að vera for- gangsverkefni stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar að stilla betur saman strengi. Við verðum að taka höndum saman og koma í veg fyrir hörð átök á vinnumarkaði. ➜Auðkennisleysi fólks á fl ótta er ekkert nýtt mál. Við áhuga- fólk um fl óttafólk höfum margsinnis bent Útlendinga- stofnun á vandamálið og krafi st úrbóta. FJÁRMÁL Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SA HÆLISLEITENDUR Toshiki Toma prestur innfl ytjenda Kolabrautin er á fjórðu hæð Hörpu Borðapantanir +354 519 9700 info@kolabrautin.is www.kolabrautin.is antipasti Parmaskinka á glóðuðu brauði með geitaostasósu og klettakáli secondi Spaghetti með humar, chili og hvítlauk dolci Tíramísú 6.900 kr. Þó að nú sé farið að kólna eru kokkarnir okkar eru enn með glóð í hjarta og bjóða upp á þriggja rétta seðil til að fagna því.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.