Fréttablaðið - 15.10.2014, Síða 17

Fréttablaðið - 15.10.2014, Síða 17
www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 15. október 2014 | 27. tölublað | 10. árgangur 20% GENGI 11.10.2013 I 29,9 10.10.2014 I 23,8 13% GENGI 11.04.2014 I 13.7 10.10.2014 I 11,9 24% GENGI 11.10.2013 I 10,9 10.10.2014 I 8,3 Markaðsverðmæti trygginga- félaganna í Kauphöll Íslands hefur lækkað töluvert í ár. SÍÐA 6 STAFRÆN PRENTUN! Þykir gagnrýnin ósanngjörn Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Flugstöðv- ar Leifs Eiríkssonar, gefur lítið fyrir ásakanir um að leyndarhyggja hafi hvílt yfir forvali Isavia. Val- ferlið hafi verið opið og gagnsætt. „Mér finnst gagnrýnin hafa verið ósanngjörn og það hvílir alls engin leyndarhyggja yfir þessu ferli. Sömu aðilar og töluðu áður um að ferlið væri faglegt hafa síðar gefið í skyn að það hafi verið óljóst hvaða gögn þeir áttu að senda inn með sínum umsóknum og gagn- rýnt upplýsingagjöf Isavia,“ segir Hlynur. ➜ SÍÐA 4 Samherji vill kaupa 80% í ESTIA Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji verður meirihluta- eigandi í Slippnum Akureyri ehf. ef kaup fyrirtækis- ins á 80 prósenta hlut í fjárfestingarfélaginu ESTIA hf. verða samþykkt af Samkeppniseftirlitinu. „Við gerðum öllum eigendum ESTIA, sem ekki tengjast Samherja, nýverið tilboð í þeirra hluta- bréf. Við vonumst eftir því að þetta gangi í gegn hjá Samkeppniseftirlitinu sem fyrst,“ segir Eiríkur S. Jóhannsson, stjórnarformaður Samherja. ➜ SÍÐA 2 Ólst upp í bíóinu hjá Árna Sam „Ég er á harða hlaupum við að koma mér inn í alla þá hluti sem tengjast starfi nu enda fyrirtækið með mörg stór verk- efni í pípunum,“ segir Björn Þórir Sigurðsson, sem var í síðustu viku ráðinn til að hafa umsjón með inn- lendri framleiðslu RVK Studios. Björn, eða Bússi eins og hann er kallaður, hefur lengi starfað við dag- skrárgerð, bæði fyrir sjón- varp og útvarp, og fékk sitt uppeldi í viðskiptum hjá Árna Samúelssyni, eig- anda Sambíóanna. ➜ SÍÐA 8

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.