Fréttablaðið - 15.10.2014, Síða 20
| 4 15. október 2014 | miðvikudagur
„Mér fi nnst gagnrýnin hafa verið
ósanngjörn og það hvílir alls engin
leyndarhyggja yfir þessu ferli,“
segir Hlynur Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs
Eiríkssonar, um umdeilt val Isavia
á fyrirtækjum sem fá að sinna smá-
sölu og veitingarekstri í brottfarar-
salnum í Kefl avík.
Eigendur fyrirtækja sem fengu
ekki aðstöðu í flugstöðinni hafa
gagnrýnt forval Isavia og sagt það
einkennast af leynd og ógagnsæi.
Samtök verslunar og þjónustu hafa
tekið undir þau orð.
„Sömu aðilar og töluðu áður um
að ferlið væri faglegt hafa síðar
gefi ð í skyn að það hafi verið óljóst
hvaða gögn þeir áttu að senda inn
með sínum umsóknum og gagnrýnt
upplýsingagjöf Isavia,“ segir Hlyn-
ur.
Funduðu með fyrirtækjunum
Isavia hefur meðal annars verið
gagnrýnt fyrir að fara ekki í útboð
á verslunar- og veitingarýminu
þar sem fyrirtækið, sem er hluta-
félag í eigu ríkisins, hefði þurft að
fara eftir útboðslögum sem eiga að
tryggja opið og gagnsætt ferli.
„Ef við hefðum farið í útboð hefðu
umsækjendurnir getað gert ráð
fyrir óraunhæfum tekjum af sölu í
fl ugstöðinni í sínum tilboðum og þar
af leiðandi unnið með ranga spá um
hvað Isavia fengi í sinn hlut. Regl-
ur um útboð hefðu þýtt það að við
hefðum þurft að taka þeim tilboð-
um. Forvalið kemur hins vegar í veg
fyrir að menn séu að taka of háum
tilboðum sem eru ekki raunhæf og
það er mjög mikilvægt í rekstri sem
þessum þar sem við getum ekki jafn
auðveldlega skipt út verslunum og
veitingastöðum.“
Hlynur segir alla umsækjend-
ur hafa setið við sama borð. Það
hafi legið fyrir frá upphafi hvaða
umsóknargögn Isavia myndi láta af
hendi að forvalinu loknu.
„Útboðsskyldan nær ekki yfi r
útleigu á plássi og í forvalinu erum
við að gefa upp ákveðin trúnað-
argögn, þar á meðal upplýsingar
um rekstraraðila á svæðinu, svo
aðrir umsækjendur geti setið við
sama borð. Að sama skapi erum við
bundin trúnaði um hvað viðkomandi
bauð, hvað hann skrifaði í sína við-
skiptaáætlun og hvernig við mátum
umsóknir þeirra,“ segir Hlynur.
Meðlimir úr valnefnd Isavia hafa
að hans sögn fundað með forsvars-
mönnum nokkurra fyrirtækja sem
óskuðu eftir frekari rökstuðningi.
Þeir hafi fengið útskýringar á ein-
kunnagjöf Isavia og hvar fyrirtæki
þeirra hafi staðið í sínum fl okkum.
„Það gætir misskilnings að við
höfum ekki gert það. Hins vegar eru
sumir að sækjast eftir því að fá ein-
kunnir annarra fyrirtækja og það
gefum við ekki upp. Ég skil þó vel
að það er mikilvægt fyrir þessi fyr-
irtæki að ná árangri og fl ugstöðin er
auðvitað mjög ákjósanlegur staður.“
Spurður hvort Isavia hefði mögu-
lega átt að fara aðrar leiðir í val-
ferlinu, í ljósi umræðunnar í kring-
um forvalið, segir Hlynur að hann
telji ferlið hafa verið eins opið og
gagnsætt og mögulegt hafi verið.
„Hins vegar höfum við skrif-
að hjá okkur einhver smáatriði
sem betur hefðu mátt fara. Þegar
við förum í okkar næsta forval þá
munum við að sjálfsögðu byggja
á því sem við punktuðum niður í
þessu ferli.“
Fá meira fyrir plássin
Hlynur segir ýmsar ástæður liggja
að baki ákvörðun Isavia um að
breyta brottfararsal fl ugstöðvar-
innar og fara í forval. Farþegum
sem fari um Leifsstöð hafi fjölgað,
og muni fjölga, og því þurfi meðal
annars að stækka vopnaleitar-
svæðið og haga rekstrinum þannig
að hann skili Isavia tekjum í hlut-
falli við farþegafjölgunina. Einnig
renna núgildandi samningar um
verslana- og veitingarými út um
næstu áramót en þeir voru gerðir
á árunum 2004-2006. Hlynur segir
það hafa ráðið miklu hvað fyrir-
tækin sáu fram á að geta skilað til
Isavia með veltutengdri leigu.
„Auknar tekjur þýða að við getum
boðið lægri flugvallarskatta og
önnur gjöld. Við höfum að undan-
förnu séð að við erum töluvert langt
á eftir öðrum flugvöllum þegar
kemur að veltutekjum. Með þessum
breytingum getum við aukið tekjur
af þessum hluta verslunarsvæðisins
um sextíu prósent. Ástæðan er sú
að við munum bæði fá hærri veltu-
tengda leigu frá fyrirtækjunum og
síðan erum við að auka plássið um
20-30 prósent.“
Þrettán umsóknir af 71 urðu á
endanum fyrir valinu og var niður-
staðan kynnt á blaðamannafundi í
byrjun októbermánaðar. Sex versl-
anir og einn veitingastaður munu
halda áfram rekstri í fl ugstöðinni
en fjórir nýir veitingastaðir og
tvær verslanir koma inn til við-
bótar. Á meðal þeirra eru franska
fyrirtækið Lagardère Services,
sem fékk aðstöðu til reksturs sæl-
keraverslunar og fjögurra veitinga-
staða sem verða rekin í samstarfi
við íslenska fyrirtækið Nord, og
norska tískuvöruverslunin Airport
Retail Group.
„Um allan þann rekstur sem
erlendir aðilar koma að verða stofn-
uð íslensk fyrirtæki sem greiða
hér skatta og gjöld. Það er því
ekki verið að taka allan arðinn út
úr landinu eins og einhverjir hafa
gefi ð til kynna. Einnig lögðum við
áherslu á að fá inn íslenskar vörur
en þær geta líka verið dýru verði
keyptar ef tilboðin sem við fáum
eru ekki góð,“ segir Hlynur.
Hann segir breytingarnar í brott-
fararsalnum eiga að auka sýnileika
verslana og veitingastaða og þá um
leið veltu þeirra. Í núverandi skipu-
lagi séu verslanir í einhverjum til-
vikum faldar úti í hornum á bak við
veitingastaði og aðrar verslanir.
„Ferlið hefst í byrjun nóvember
en þá munum við byrja á að skipta
um gólfefni og færa ákveðnar versl-
anir til í smáum skrefum. Ef þessi
farþegafjölgun sem við höfum séð
heldur áfram þá fl ýtir það síðan fyrir
því að við þurfum að taka ákvörðun
um að stækka brottfararsalinn sjálf-
an. Hvenær það verður veit ég ekki
en það verður jafnvel fyrr en menn
reiknuðu upphafl ega með.“
Þykir gagnrýnin hafa verið ósanngjörn
Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, gefur lítið fyrir ásakanir um að leyndar-
hyggja hafi hvílt yfir forvali Isavia. Valferlið hafi verið opið og gagnsætt. Framkvæmdir hefjast í nóvember.
Fríhöfnin, dótturfyrirtæki Isavia, mun áfram sjá um sölu
á áfengi, tóbaki og snyrtivörum í Leifsstöð enda féll sá
rekstur ekki undir forvalið.
Umsókn Fríhafnarinnar um áframhaldandi rekstur
tískuvöruverslunarinnar DutyFree Fashion var hins vegar
hafnað af valnefnd Isavia, eins og komið hefur fram í
Markaðinum. Norska fyrirtækið Airport Retail Group
(ARG) mun yfirtaka rekstur verslunarinnar. Hlynur segir
Fríhöfnina hafa þurft að lúta sömu reglum og aðrir
umsækjendur. Viðskiptaáætlun dótturfyrirtækisins hafi
á endanum tapað fyrir áætlun ARG.
„Þar urðu þau undir og urðu að lúta því,“ segir
Hlynur.
Sex mánaða uppgjör Fríhafnarinnar var kynnt í sept-
ember. Þá kom fram að fyrirtækið var rekið með tapi
upp á 61 milljón króna á tímabilinu, þrátt fyrir að tekjur
hefðu aukist um 14,5 prósent frá fyrra ári.
„Það er ekkert óeðlilegt að fyrstu sex mánuðirnir séu
í mínus því seinni hluti ársins er mjög sterkur. Fyrir-
tækið greiðir hátt veltugjald til Isavia enda megintil-
gangur Fríhafnarinnar að velta sem mestu og skila sem
mestu til móðurfélagsins sem síðan fer í uppbyggingu
flugvallarins,“ segir Hlynur.
„Það er mjög mikilvægt að menn átti sig á því að Frí-
höfnin hefur verið að greiða um átta og hálfan milljarð
til Isavia á síðustu fjórum árum. Velta Fríhafnarinnar er
meiri en allra hinna verslananna í brottfararsalnum til
samans.“
FRÍHÖFNIN VELTIR MEIRA EN AÐRAR VERSLANIR TIL SAMANS
VIÐTAL
Haraldur Guðmundsson
haraldur@frettabladid.is Isavia samdi meðal annars við Joe Ísland ehf. sem mun reka
djús- og samlokubar Joe and the Juice í brottfararsalnum. Fyrir-
tækin gerðu einnig samning um að Joe Ísland fái aðstöðu við
innritunarsal Leifsstöðvar á fyrstu hæð undir veitingastað þar sem
farþegar og aðrir geta verslað.
Kaffitár rekur nú kaffihús á sama stað og annað í brottfarar-
salnum á hæðinni fyrir ofan en verður að loka þeim á næstu
mánuðum. Aðalheiður Héðinsdóttir, framkvæmdastjóri og einn
af stofnendum Kaffitárs, hefur gagnrýnt forvalið harðlega og sagt
leikreglurnar hafa verið óskýrar og ógagnsæjar.
„Þetta var ekki hluti af forvalinu. Ástæðan fyrir þessu er að
það er mjög dýrt að vera með rekstur í flugstöðinni og ákveðin
stærðarhagkvæmni í því fyrir Joe and the Juice að geta selt sínar
vörur og samnýtt starfsfólk á báðum stöðum. Einnig spilar inn
í að í flugstöðinni starfa um fimmtán hundruð til tvö þúsund manns sem mega ekki kaupa mat í brottfararsalnum.
Þess vegna ákváðum við að það myndi þjóna breiðari markhópi að bjóða djús, samloku og kaffiþjónustu Joe and the
Juice heldur en að gera áframhaldandi samning við Kaffitár,“ segir Hlynur.
JOE AND THE JUICE VERÐUR Á TVEIMUR STÖÐUM
STÝRIR LEIFSSTÖÐ Hlynur
Sigurðsson segir ýmsar
ástæður liggja að baki
ákvörðun Isavia um að
breyta brottfararsal
flugstöðvarinnar.
FRÉTTABLAÐ
IÐ
/G
VA