Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.10.2014, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 15.10.2014, Qupperneq 22
 | 6 15. október 2014 | miðvikudagur Markaðsverðmæti tryggingafélag- anna þriggja sem skráð eru í Kaup- höll Íslands hefur lækkað verulega á síðastliðnum tólf mánuðum. Þó ber að hafa í huga að tvö af félögunum hafa greitt út arð sem hefur áhrif á gengi bréfanna. Stærsta félagið á markaðnum er Vátryggingafélag Íslands (VÍS). Markaðsverðmæti félagsins var 27,3 milljarðar þann 11. október 2013. Það fór svo alla leið upp í 28,1 millj- arð þann 31. október 2013 en þann 10. október síðastliðinn var það komið niður í 20,8 milljarða króna. VÍS var fyrst tryggingafélaganna til þess að verða skráð á aðallista Kauphallarinnar eftir bankahrun. Það gerðist í apríl 2013. Með því varð Sigríður Ragna Ólafsdóttir, sem hafði verið fengin til að stýra félaginu í gegnum skráningu, fyrsti kvenforstjórinn sem stýrði skráðu félagi eftir hrun. Hún er enn í dag eina konan sem stýrir skráðu félagi. Félagið var skráð að undangengnu útboði þar sem 70 prósenta hlutur í félaginu var seldur. Tæplega 5.000 fjárfestar óskuðu eftir að kaupa hlutabréf í útboðinu fyrir samtals um 150 milljarða króna. Söluand- virði hlutarins sem var seldur nam hins vegar 14,3 milljörðum króna og umframeftirspurnin var því liðlega tíföld. Rekstur félagsins hefur geng- ið ágætlega, en hagnaðurinn dróst verulega saman á fyrri helmingi þessa árs. Var 451 milljón króna núna samanborið við 1.094 millj- óna króna hagnað á sama tímabili árið 2013. Í afkomutilkynningu eftir annan fjórðung 2014 sagði Sigríður Ragna að þróun á fjármálamörkuð- um á tímabilinu hefði leitt af sér að ávöxtun af fjárfestingasafni félags- ins væri nokkuð undir væntingum. Tryggingamiðstöðin fylgdi fast á eftir VÍS og var skráð á markað í maí 2013 eftir að hlutabréfaút- boði lauk þann 24. apríl. Sjö þúsund áskriftir bárust að heildarandvirði 357 milljarðar króna, en verðmæti þess 28,7% hlutar sem var seldur nam 4,4 milljörðum króna. Eftir- spurnin var því áttatíuföld. Bréfi n hækkuðu nokkuð eftir skráningu og nam heildarverðmæti Trygg- ingamiðstöðvarinnar 22,7 milljörð- um íslenskra króna þann 11. októ- ber 2013. Það fór hæst upp í 25,2 milljarða króna þann 11. desember, en hefur lækkað og stóð í 18,1 millj- arði króna síðastliðinn föstudag. Á einu ári hefur markaðsverðmætið því lækkað um 7,1 milljarð, eða um 28,1 prósent. Sjóvá var skráð á markað 11. apríl síðastliðinn. Markaðsverð- mæti félagsins var 21,8 milljarð- ar í lok fyrsta dagsins, en var 18,9 milljarðar á föstudaginn. Breyting- in frá skráningu nemur 2,9 millj- örðum króna eða 13,3 prósentum. Í afkomutilkynningu vegna fyrri árs- helmings 2014 kemur fram að hagn- aður af rekstri Sjóvár á þeim árs- helmingi var 205 milljónir króna, eða 0,13 krónur á hlut samanbor- ið við 843 milljóna króna hagnað á sama tíma árið 2013, sem var 0,53 krónur á hlut. Hagnaður af vátrygg- ingastarfsemi nam 792 milljónum króna samanborið við 1.092 millj- ónir á sama tíma árið á undan, en tap af fjárfestingarstarfsemi nam 539 milljónum samanborið við 58 miljóna króna tap á fyrri árshelm- ingi 2013. Miklar arðgreiðslur Lakari afkomutölur eru ekki einu skýringarnar á lægra hlutabréfa- verði, eins og Stefán Broddi Guð- jónsson hjá Greiningadeild Arion banka bendir á. „Frá skráningu á markað hafa tryggingafélögin TM og VÍS greitt um 3,3 milljarða króna í arð til eigenda sinna. Til viðbótar kaupa þau nú eigin bréf á markaði í samræmi við endurkaupaáætlun,“ segir Stefán Broddi. Hann bendir á að þriðja trygg- ingafélagið, Sjóvá, hafi verið skráð síðar á markað en hafi sett sér það markmið að greiða að minnsta kosti helming hagnaðar hvers árs í arð. „Ég hugsa að fjárfestar vænti þess að meirihluti hagnaðar trygginga- félaganna á hverju ári verði greidd- ur út í arð. Þeir virðast hins vegar meta afkomuhorfur lakari en þeir gerðu áður. Þar kemur aðallega tvennt til, annars vegar að tjónaþró- un virðist neikvæðari á þessu ári en VERÐMÆTI SKRÁÐRA TRYGGINGAFÉLAGA Í KAUPHÖLL ÍSLANDS Tryggingamiðstöðin Sjóvá VÍS Nafnverð hlutafjár 760.000.000 kr. 1.593.000.000 kr. 2.503.000.000 kr. Gengi bréfa 11. október 2013 29,90 kr. 13,70 kr.* 10,92 kr. Hæsta verð á síðustu 12 mánuðum 33,10 kr. 13,70 kr. 11,22 kr. Gengi bréfa 10. október 2014 23,80 kr. 11,87 kr. 8,32 kr. Markaðsverðmæti 10. október 2014 18.088.000.000 kr. 18.908.910.000 kr. 20.824.960.000 kr. Breyting á tólf mánuðum 28,10% 13,30%* 23,81% * Sjóvá var sett á markað 11. apríl 2014 og miðast tölurnar við þann tíma. Tryggingafélögin hafa öll tekið dýfu í Kauphöll Íslands á yfirstandandi ári Markaðsverðmæti tryggingafélaganna þriggja sem skráð eru í Kauphöll Íslands hefur lækkað nokkuð á undan- förnum mánuðum. Arðgreiðslur skýra hluta lækkunarinnar. En lækkunina má hugsanlega einnig skýra á þann hátt að fjárfestar telji afkomuhorfur lakari en áður, tjónaþróun neikvæðari og ávöxtun á mörkuðum sé minni. SJÓVÁ Almennar hf. tekin inn í Kauphöll Íslands Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá Páll Harðarsson, forstjóri Kauphallarinnar (Nasdaq OMX Iceland) Ég hugsa að fjárfestar vænti þess að meirihluti hagnaðar trygginga- félaganna á hverju ári verði greiddur út í arð. Þeir virðast hins vegar meta afkomuhorfur lakari en þeir gerðu áður. Þar kemur aðallega til tvennt, neikvæðari tjónahorfur og minni ávöxtun. ÚTTEKT Jón Hákon Halldórsson jonhakon@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.