Fréttablaðið - 15.10.2014, Page 24

Fréttablaðið - 15.10.2014, Page 24
FÓLK| kambur var líka mjög erfiður yfirferðar fyrir þá sem ekki voru með brodda undir skóm. Við komum niður í Langadal í myrkri þannig að við þurftum að nota höfuðljós síðasta spölinn sem var nokkuð krefjandi. Við hjálp- uðum svo skálaverði að ganga frá skálanum í Langadal (Skag- fjörðsskála) fyrir veturinn. Við vorum 35 manns í ferðinni og þar af voru fjórtán nýliðar en þeir sem fara í gegnum nýliðaþjálfun þurfa að verða sér úti um ýmsan búnað fyrir fjallaferðamennsku og vera komnir með allan búnað áður en þjálfun lýkur eftir átján mánuði,“ segir Lilja. Hún segir félagsskapinn ekki vera síst mikilvægan þátt í hjálparsveitastarfinu. „Hópurinn er samheldinn og skemmtilegur. Mér finnst líka gott að geta gefið af mér til samfélagsins og tekið þátt í að hjálpa fólki sem lendir í erfiðum aðstæðum í lífinu. Það er alveg ótrúlega gefandi að öðlast þessa reynslu og að geta miðlað henni til samfélagsins á þennan hátt. Þessi þjálfun mun fylgja mér alla ævi og gera mig að hæfari einstaklingi til að bjarga mér við erfiðar aðstæður í lífinu og einnig opnast sá möguleiki að ég geti jafnvel nýtt mér þessa reynslu seinna meir við atvinnu- sköpun í fjallaferðamennsku.“ MAGNAÐ ÚTSÝNI Lilja á Valahnúk en þangað var rölt daginn eftir gönguna yfir Fimm- vörðuháls. KÁTUR HÓPUR Lilja segir félagsskapinn í hjálparsveitinni vera frábæran. HARÐFENNI Hópurinn fór niður Bröttufönn sem var eins og gler vegna hálku. FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kkolbeins@365.is, s. 512 5447 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir One week flat Minnkar Þembu og losar vind úr meltingunni á viku! Meltingin er nánast fullkomin eftir að ég fór að nota OptiBac Probiotics gerlana og ég get ekki hugsað mér að vera án þeirra Marta Eiríksdóttir jógakennari“ ” @OptiBac www.facebook.com/optibaciceland Hátúni 6a • 105 Reykjavík • Sími 552 4420 • www.fonix.is HEIMILISTÆKJADAGAR Í 20% afsláttur Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is FERÐIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.