Fréttablaðið - 15.10.2014, Síða 32
USD 121,02
GBP 192,98
DKK 20,563
EUR 153,06
NOK 18,47
SEK 16,70
CHF 126,72
JPY 1,13
Netfang rit stjorn@markadurinn.is Sími 512 5000 Fax 512 5301
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is
Gengi gjaldmiðla
Viðskiptavefur Vísis
@VisirVidskipti
STJÓRNAR -
MAÐURINN
@stjornarmadur
Í síðustu viku voru liðin sex ár frá
því að Geir Haarde bað Guð að
blessa Ísland. Óhætt er að segja að
á þeim sex árum sem síðan komu
hafi ýmislegt gerst. Ríkisstjórn-
ir hafa komið og farið, Ísland er
land í höftum og iPadar og snjallúr
eru nú, eða verða brátt, í almenn-
ingseign.
BREYTINGAR eru þó ekki örar á
öllum sviðum, en erlent eignasafn
gamla Kaupþings hefur breyst
hægar en menn hefðu ef til vill
spáð á haustdögum 2008. Ef eignir
félagsins í Bretlandi eru skoðað-
ar er erfitt að draga aðra álykt-
un en að setja megi slitastjórn-
ina í hóp langtímafjárfesta. Það
verður að teljast nokkuð kyndugt
í tilviki banka í slitameðferð, þar
sem markmiðið ætti að vera að
hámarka eignir búsins og ljúka
skiptum á tilhlýðilegum tíma.
NOKKUÐ ERFITT er að nálgast
heildstæðar upplýsingar um eignir
gamla Kaupþings. Stjórnarmað-
urinn getur þó talið eftir minni;
tískuverslanakeðjurnar Karen
Millen, Coast, Oasis og Warehouse,
Asquith-leikskólana, tapaskeðjuna
La Tasca, Stonegate-pöbbakeðj-
una og Stanhope-fasteignafélagið.
Allar þessar eignir og fleiri hafa
verið a.m.k. að hluta í eigu gamla
Kaupþings frá hruni.
Stjórnarmanninn rekur ekki minni
til þess að Kaupþing hafi selt
margar eignir sem telja má veru-
legar, frá sölunni á All Saints vorið
2011. Vera kann að smærri eining-
um hafi verið komið í verð síðan,
og vissulega var bankinn neydd-
ur til að losa sig við danska FIH-
bankann. Að öðru leyti hefur verið
nokkuð tíðindalaust úr herbúðum
gamla Kaupþings.
NOKKUÐ AÐRA SÖGU er að segja
af hinum stóru bönkunum tveimur.
Þannig hafa þeir í samfloti selt
tvær af sínum verðmætustu eign-
um – matvælakeðjuna Iceland og
House of Fraser-verslanirnar.
Erfitt er að staðhæfa af hverju
þessi sölutregða Kaupþings staf-
ar. Ljóst er að það er ekki vegna
áhugaleysis á þeim eignum sem
að ofan eru taldar, en stjórnar-
maðurinn þekkir til a.m.k. nokk-
urra tilvika þar sem viljugir kaup-
endur hafa verið fyrir hendi. Við
þetta má bæta þeirri staðreynd að
ytri aðstæður eru nú hagstæðar í
bresku hagkerfi, og virðast ætla að
vera áfram.
Í KRINGUM SKIPTI á íslensku bönk-
unum hefur orðið til einhvers konar
iðnaður sem margir sækja lífsvið-
urværi sitt í. Sala á þessum erlendu
eignum myndi þýða að margir þess-
ara aðila, bæði innlendir og erlend-
ir, töpuðu tilgangi sínum.
ER ÞAÐ NEMA VON að tregða sé
innbyggð í störf manna sem að
endingu hafa það að markmiði að
gera sjálfa sig óþarfa?
Af hverju
ekki neitt?
F
A
S
TU
S
_H
_4
2.
10
.1
4
Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00
Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is
Glös við öll tækifæri
fyrir veitingastaði með stórar og smáar veislur
Veit á vandaða lausn
Kynntu þér úrvalið og fáðu faglega ráðgjöf hjá sérfræðingum
Fastus þegar kemur að því að velja glös fyrir þinn veitingastað.
ARCOJ1842
Rauðvínsglas 35cl
Axiom
ARCOE5284
Glas Trek 40cl
ARCOE5454
Glas Trek 30cl
DURO9090/07
Púrtvínsglas 7cl
KILN0025.476
Drykkjarkönnur m/ loki
KILN0025.452
Lok á drykkjarkönnu
6 lok í pakka
ARCOJ1840
Hvítvínsglas 24cl
Axiom
ARCOJ0378
Kampavínsglas 17cl
Axiom
DURO71662
Bjórglas á fæti 36cl
Breugel
DURO71671
Bjórglas á fæti 48cl
Breugel
Mikið úrval af glösum fyrir öll tilefni - stór og smá. Þess má geta að Axiom línan frá Arcoroc
er 50% sterkari en aðrar línur frá Arcoroc, þegar kemur að miklu álagi á borðbúnað vegna
almennrar notkunar og slits í uppþvotti. Þetta lágmarkar áhættuna á að það kvarnist upp úr
brúnum eða sprungum í gleri. Eitthvað sem skiptir alla veitingastaði máli.
NÝ
VARA
9.10.2014 „Við sem höfum heimsótt Evrópu
og önnur lönd þekkjum sælkeraverslanir
þar sem hægt er að kaupa ost, kjöt og við-
eigandi vín með. Þetta er svona í mörgum
löndum sem við berum okkur saman við. Í
mörgum löndum sem standa okkur framar
hvað varðar minni unglingadrykkju og færri
vandamál tengd áfengisneyslu. Er þetta ekki
eitthvað sem við eigum að ræða?“
Unnur Brá Konráðsdóttir alþingismaður.
10,1 MILLJARÐS KORTAVELTA
Aukning um 21 prósent
Alls nam kortavelta útlendinga hér á landi 10,1 milljarði króna
í september síðastliðnum. Það er aukning upp á rúmlega 21
prósent í krónum talið á milli ára, samkvæmt tölum Seðlabanka
Íslands um greiðslumiðlun.
Þessi mikla aukning kemur ekki á óvart enda voru erlendir
ferðamenn einnig 21 prósenti fleiri í september en í sama mán-
uði í fyrra, samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu Íslands. Jafn-
framt er þetta sama þróunin og verið hefur samfellt í hverjum
einasta mánuði í fjögur ár, eða allt frá því í október 2010.
247 MILLJARÐA
HAGNAÐUR
Besti mánuður Benz frá upphafi
Einkar vel gengur þessa dagana hjá Daimler, eiganda
bílaframleiðandans Mercedes Benz, en fyrirtækið
greindi frá 29 prósenta hagnaðaraukningu á þriðja
fjórðungi þessa árs miðað við sama ársfjórðung í
fyrra. Hagnaður Daimler á fjórðungnum, það er frá
júlí til september, nam 247 milljörðum króna. Sala
Mercedes Benz-bíla hefur gengið afar vel á árinu og
sækir Benz að BMW og Audi í fjölda seldra bíla.
FTSE
6.392,68
-102,90
(1,58%)