Fréttablaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 1
FRÉTTIR CARROLL FYRIR H&MKnattspyrnumaðurinn Andy Carroll liðs-maður West Ham og enska landsliðsins, hefur fengið sitt fyrsta fyrirsætuhlutverk. Hann situr fyrir í herferð fatarisans H&M fyrir línu Alexanders Wang. S errapeptase inniheldur gerjað ensím úr silki-ormi sem getur haft góð áhrif á margs konar bólgusjúkdóma sem herja á nútímafólk sök-um streitu, mataræðis, lífsstíls og margra annarra umhverfisþátta ásamt því að virka græðandi á ör og sár. MARGRANNSAKAÐ EFNIÁ síðastliðnum þrjátíu árum hafa verið gerðar að minnsta kosti 23 rannsóknir á virka ensíminu í Serrapeptase. Virkni þess felst í því að brjóta niður óæskileg prótein, dauða vefi og úrgangsefni sem annars geta hlaðist upp í líkamanum og valdið bólgum. Sannkallað tiltektarensím. ÁRANGUR EINS OG Í LYGASÖGU Guðbjörg B. Petersen hefur þjáðst af óvirkum skjaldkirtli og hægum efnaskiptum um árabil. „Ég er svona gigtargemsi. Ég safna miklum bjúg, sérílagi í öll liðamót en get ekki tekið vatnslosandi lyf vegna lágs blóðþrýstings. Ég er líka afskaplega stirð og á oft erfitt með hreyfingu sem og kyrrsetu. Einnig fæ ég bólgur í ennisholur, barka og vélinda þannig að oft á ég erfitt með að kyngja föstu fæði án óþægind á mig hringa. Sláttur í liðum KRAFTAVERKA-ENSÍM VIÐ BÓLGUGENGUR VEL KYNNIR Serrapeptase, ensím unnið úr silkiormi, virkar einkar vel við bólgukvillum svo sem vöðvabólgu, vefjagigt, magabólgum og þrota. SLÁTTUR Í LIÐUM, BÓLGUR OG STIRÐLEIKI MINNI „Núna er bjúgmyndunin ótrúlega lítil og þar af leiðandi á ég mun auð- veldara með hreyfingu.” FRÁBÆRT BUXNAÚRVALHÁAR Í MITTIÐ MEÐ STRETCH! BESTA ALHLIÐA FÆÐUBÓTAREFNIÐ Á MARKAÐNUM SUPERCHARGER! Keyrir upp orku og brennsluMeiri einbeiting Eykur styrk og úthald www.leanbody.is EKKERT ANNAÐ! LAGNI , KYNDING FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 & SNJÓBRÆÐSL MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl-júní 2014 Fimmtudagur 22 2 SÉRBLÖÐ Lagnir, kynding og snjóbræðsla | Fólk Sími: 512 5000 23. október 2014 249. tölublað 14. árgangur MENNING Stefán Máni fetar nýjar slóðir í skáldsög- unni Litlu dauðunum. 30 LÍFIÐ Nanna Rögnvaldsdóttir náði neysluviðmiði með því að lifa á 80 ára kreppumat. 50 SPORT Sara Björk tók við bikarnum umkringd stór- stjörnum Rosengård. 46 FÁÐU AFSLÁTT Á FACEBOOK Opið allan sólarhringinn í Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka SKOÐUN Bregðast þarf án tafar við bráðavanda Land- spítala. 24 Bolungarvík 1° NA 8 Akureyri 0° A 3 Egilsstaðir 0° A 2 Kirkjubæjarkl. 2° SV 4 Reykjavík 3° SV 4 Úrkoma í öllum landshlutum og fremur hægur vindur en strekkingur á annesjum SA- og NV-lands. Hiti 1-6 stig syðra, en frost að 5 stigum N- og A-til. 4 LÖGREGLUMÁL Öll lögregluemb- ætti á landinu hafa sent lög- regluþjóna á námskeið í notk- un MP5-hríðskotabyssa. Ekkert embættanna hefur þó enn óskað eftir að fá hríðskotabyssurnar til afnota. „Það hefur ekki verið tekin formleg ákvörðun um að fá MP5- hríðskotabyssur en í ljósi þess að MP5 er mun öruggara og betra vopn, komi til þess að beita þurfi skotvopnum, en Glock-skamm- byssur þá er líkleg niðurstaða að embættið fari fram á að fá þær til afnota,“ segir Ásdís Ármanns- dóttir, sýslumaður á Siglufirði. Ásdís er jafnframt æðsti yfir- maður lögreglunnar á Akureyri og Dalvík. Lögreglan í umdæmi lögreglustjórans á Akureyri er ekki með vopn í bílum sínum og Ásdís segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um að breyta því. Yfirmenn í lögreglunni í Reykjavík, Húnavatnssýslum, Suður nesjum, Árnessýslu og Borgarfirði segja engin vopn í bílum á vegum embætta þeirra. Úlfar Lúðvíksson, sýslumaður á Vestfjörðum, hefur upplýst að lögreglan sé með vopn í bílum sínum en þar hefur ekki verið ákveðið hvort MP5 verði bætt í vopnasafnið. Á Austurlandi er lögreglan stundum með vopn í bílunum og stundum ekki, að sögn Jónas- ar Vilhelms sonar, yfirlögreglu- þjóns á Eskifirði. „Við eigum eftir að sjá hvort við höfum not fyrir MP5-byssur,“ segir Jónas. - jme / sjá síðu 8 Lögreglumenn á öllu landinu hafa farið á hríðskotabyssunámskeið: Engin ósk um hríðskotabyssur Það hefur ekki verið tekin formleg ákvörðun um að fá MP5- hríðskota- byssur. Ásdís Ármannsdóttir sýslumaður. Á LANDAMÆRAGIRÐINGU MAROKKÓ OG MELILLA Melilla er spænsk borg á norðurströnd Afríku. Flóttamenn vilja gjarnan komist yfi r rammgirt landamærin á spænskt yfi rráðasvæði. Þessir sátu sem fastast á girðingunni eft ir að lögreglan lét til skarar skríða. Mannréttindasamtök hafa sakað lögregluna um að beita óhófl egu ofb eldi. NORDICPHOTOS/AFP TÓKU AFSTÖÐU ➜ Finnst þér að leyfa eigi sölu á öllu áfengi í matvöru- verslunum? Já 33% Nei 67% STJÓRNMÁL Það kemur Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðis- flokksins, á óvart að næstum 70 prósent landsmanna séu á móti sölu alls áfengis í verslunum. „Miðað við kannanir sem hafa komið áður og líka þann stuðning sem ég hef fundið við meðferð málsins á meðal almennings, þá gerir það það,“ segir Vilhjálmur. Um 62 prósent svarenda í nýrri könnun Fréttablaðsins eru á móti sölu áfengis í búðum, 30 prósent eru hlynnt, sex prósent óákveð- in en eitt prósent svaraði ekki spurningunni. Þegar einungis er litið til svara þeirra sem tóku afstöðu er hlutfallið 67 á móti 33. Vilhjálmur hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að einkasala ríkisins á áfengi verði afnumin. Meðflutningsmenn Vil- hjálms á frumvarpinu eru úr öllum þingflokkum nema Sam- fylkingunni og VG. Frumvarpið gekk til allsherjar- og mennta- málanefndar í gær eftir fyrstu umræðu í þinginu. Vilhjálmur segir að andstæð- ingar frumvarpsins hafi verið áberandi í umræðunni að undan- förnu. „Þannig að við eigum eftir að koma betri svörum á framfæri og þá held ég að þessi hlutföll muni breytast,“ segir Vilhjálmur. Ögmundur Jónasson, þingmað- ur VG, er ósammála Vilhjálmi. „Mér finnst þetta ánægjuleg tíðindi og nokkuð í samræmi við það sem ég hafði búist við. Maður heyrir þessi viðhorf mjög víða, ekki bara frá heilbrigðisstéttum og lýðheilsufólki heldur almenn- ingi líka. Fólk skynjar að þetta yrði ekki heillaspor.“ Hringt var í 1.241 mann á öllu landinu dagana 21. og 22. október þangað til náðist í 801. - jhh, hó Nærri 70 prósent á móti sölu áfengis í matvöruverslunum Um það bil tveir af hverjum þremur eru á móti sölu áfengis í matvöruverslunum. Þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins segir niðurstöðurnar koma á óvart. Þingmaður Vinstri grænna segir tíðindin hins vegar vera ánægjuleg. Lepja dauðann úr skel Sauðfjárbændur á Íslandi hanga á horriminni ef marka má hagtölur sem sýna að þeir hafa 129 þúsund króna meðallaun á mánuði. 4 Átta dómar með falleinkunn Mannréttindadómstóll Evrópu hefur átta sinnum á tíu árum dæmt íslenska ríkið skaðabótaskylt vegna brota á Mannréttindasáttmála Evrópu. 10 Erfiðir frídagar Skipulagsdagar í skólum sem stangast á gera barna- fjölskyldum erfitt fyrir. 18 KANADA Árásarmaðurinn, sem myrti einn hermann fyrir utan þinghúsið í Ottawa og hleypti af skotum inni í þinghúsinu, hét Michael Zehaf-Bibeau. Hann féll síðan sjálfur fyrir skotum lög- reglu. Hann var 32 ára gamall og sagður ættaður frá Alsír. Í skot- árásinni særðust tveir aðrir og var ástand þeirra sagt stöðugt. Einnig var hleypt af skotum inni í verslunarmiðstöð skammt frá þinghúsinu. Lögreglu grunaði að fleiri hefðu staðið að verki og leitaði eins eða tveggja annarra til- ræðismanna. - gb / sjá síðu 12 Skotárás í Ottawa: Einn látinn auk árásarmanns VIÐBÚNAÐUR Í OTTAWA Eitt fórnar- lamba árásarinnar flutt af vettvangi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.