Fréttablaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 10
23. október 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Fyrri heimsstyrjöld Alþjóðlegt málþing Sögutúlkanir og samtímaáhrif, 1914–2014 Þjóðminjasafninu föstudaginn 24. október kl. 13–17 Í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá upphafi fyrri heims styrjaldar býður Sagfræðistofnun HÍ í samstarfi við sendiráð Bretlands og Þýskalands til alþjóðlegs málþings um sögutúlkanir og samtímaáhrif ófriðarins. Erindi flytja Christoph Cornelißen, prófessor í sam tíma - sögu við Goethe-háskóla í Frankfurt og Christopher Coker, prófessor í alþjóðasamskiptum við London School of Economics. Auk þess munu fjórir íslenskir sagnfræðingar flytja erindi. Málþingið fer fram á ensku og er opið öllum meðan húsrúm leyfir. Dagskrá þess má nálgast á vefnum; á viðburðatali HÍ, Sagnfræðistofnun eða Facebook VERÐ FRÁ Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Frá kr. 59.900 31. okt. í 3 nætur Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Ró r bb ur b ur b yeyeyrerer th . th . . . th . th . th . h.th . th . th . th . h..th . th ... th .hthth ..h.th .h.thh .h.h.h.h..hhthhhhthhhhhhhhhtt að v e að v e að v e að v e að v e að v e að v e að v eve ð ve ðð v eve að ve að v eveveveve að ve að ve að ve að v að v að v að v að v að v að aðaðaa ee gg e g e g e rð g e g e rð gggggggggg ð g rð g rð gggggggg ðððð rð rð rð rð ðrð rðð rð rð ðððrðððrðððrððrðrððððrðððrðrðrðrðrðrðrðrðrðrðrðrðrðrðrðrrrrrrrrrrrrrr ttt a.ra SÉ RT ILB OÐ VELFERÐARMÁL Velferðarnefnd fundaði í gær um ábendingar landlæknis vegna eftirlits með lyfjaávísunum og lyfjanotkun. Fundurinn var haldinn í fram- haldi fundar með Geir Gunn- laugssyni landlækni á mánudag. Að sögn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, formanns velferðar- nefndar, var ákveðið að óska eftir því að fá fulltrúa ráðuneytisins á fund nefndarinnar á miðviku- dag í næstu viku. „Þá munum við ræða viðbrögð þeirra við ábendingum landlæknis,“ segir Sigríður. Á mánudag afhenti landlæknir nefndinni bréf sitt til heilbrigðisráðherra um veikleika í kerfinu og hvað þurfi að gera til þess að hægt sé að sinna ávísun ávanabindandi lyfja betur. Til stóð að fara yfir málið í gær en því var frestað. „Við tókum þá ákvörðun, þegar fólk sá að þetta væru umfangs- miklar ábendingar, að það væri ástæða til þess að ræða þetta við ráðuneytið,“ segir Sigríður. - vh Velferðarnefnd Alþingis óskar eftir að fá fulltrúa ráðuneytisins á sinn fund: Ræða ábendingar landlæknis SIGRÍÐUR INGIBJÖRG INGADÓTTIR Formaður velferðarnefndar segir lyfja- eftirlitsmálið umfangsmikið. Save the Children á Íslandi DÓMSTÓLAR Á síðasta áratug hafa átta dómar fallið gegn íslenska ríkinu hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Í flestum tilfellum er um að ræða dóma Hæstaréttar sem Mannréttindadómstóllinn hefur fundið að. Þann 21. október síðastliðinn vann Erla Hlynsdóttir blaðamaður mál fyrir Mannréttindadómstóln- um. Þótti sýnt að vegið hefði verið að frjálsri tjáningu Erlu og frelsi fjölmiðla til að taka við og miðla efni. Er þetta í annað sinn sem Erla Hlynsdóttir vinnur mál fyrir dóm- stólnum. Í ljós kemur að á síðastliðnum tíu árum sem dómstóllinn hefur tekið fyrir mál sem snúa að íslenska rík- inu, og þar sem hann finnur brota- lamir á dómum Hæstaréttar, hefur Gunnlaugur Claessen fellt fimm þessara dóma. Ingibjörg Benedikts- dóttir, Árni Kolbeinsson og Hrafn Bragason felldu fjóra dóma sem Mannréttindadómstóllinn hefur fundið að. Jó n S te i n - ar Gunnlaugs- son, fyrrverandi hæstaréttardóm- ari, segir mála- fjöldann sem liggur fyrir dóm- stólnum standa honum fyrir þrif- um. „Við Íslend- i nga r höfu m verið aðilar að þessu samstarfi í nokkra áratugi. Þróunin ytra hefur verið á þá leið að málafjöldinn hefur vaxið gríðarlega fyrir dómstólnum. Nú er svo komið að hann ræður ekki við allan þennan fjölda,“ segir Jón Steinar. Einnig kemur í ljós, þegar hæsta- réttardómarnir eru skoðaðir, að aðeins tvisvar hafa dómarar verið ósammála. Markús Sigurbjörnsson og Gunnlaugur Claessen skrifuðu sérálit í dómi sem féll í Hæstarétti í máli Péturs Þórs Sigurðssonar gegn Landsbankanum. Þar voru þeir þó í aðalatriðum sammála dómsniður- Átta dómar gegn Íslandi á tíu árum Mannréttindadómstóll Evrópu hefur átta sinnum á tíu árum dæmt íslenska ríkið skaðabótaskylt vegna brota á Mannréttindasáttmála Evrópu. „Málafjöldinn við dómstólinn hefur vaxið gríðarlega síðustu ár,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson. MANNRÉTTINDADÓMSTÓLL EVRÓPU Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, segir að kanna þurfi hvort Íslendingar eigi að eiga aðild að dóm- stólnum. NORDICPHOTOS/AFP stöðu meirihluta Hæstaréttar. Ólafur Börkur Þorvaldsson er eini hæstaréttardómarinn sem skrifað hefur sérálit þar sem hann er ósammála meirihluta Hæsta- réttar. Benti Ólafur Börkur ein- mitt á lög um Mannréttindasátt- mála Evrópu áliti sínu til stuðnings. Að öðru leyti hafa dómarnir fallið samhljóða. Jón Steinar segir dómstólinn ekki hafinn yfir gagnrýni. „Nú getur einn dómari tekið ákvörðun um að vísa máli frá án þess að neinn rök- stuðningur fylgi ákvörðuninni,“ segir Jón Steinar sem vill að kannað verði hvort Íslendingar eigi að taka þátt í þessu samstarfi. „Við getum ekki verið aðilar að dómstól þar sem málum er vísað frá með þess- um hætti,“ segir Jón Steinar. sveinn@frettabladid.is BRETLAND, AP Alan Knight, íbúi í Swansea í Wales, þóttist í tvö ár vera lamaður á höndum og fótum, algerlega fastur í rúminu heima hjá sér þar sem konan hans sinnti honum. Hann sagði lögreglu að hann væri svo veikur að stundum félli hann í dá. Og svo sagðist hann fá flog. Þegar farið var að rannsaka málið náðust myndir af honum gangandi um í verslunarmið- stöðvum. Einnig sást hann aka bifreið. Hann hefði kannski kom- ist upp með þetta ef hann hefði ekki farið að nota afsláttarkort í búðunum. Tilgangurinn virðist hafa verið sá að koma sér undan málaferl- um. Saksóknari segir Knight hafa stolið stórfé af öldruðum nágranna sínum. Hann mætti til réttarhaldanna í hjólastól, en viður kenndi allt þegar honum voru sýndar myndirnar. - gb Upp komst um svikara sem forðaðist málaferli með lygum um veikindi: Þóttist lamaður en gekk í búðir JÓN STEINAR GUNNLAUGSSON DÓMAR SEM ATHUGASEMDIR VORU GERÐAR VIÐ Dómar íslenskra hæstaréttardómara sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur gert athugasemdir við síðastliðin tíu ár Gunnlaugur Claessen Ingibjörg Benediktsdóttir Árni Kolbeinsson Hrafn Bragason Guðrún Erlendsdóttir Pétur Kr. Hafstein Haraldur Henryson Markús Sigurbjörnsson Ólafur Börkur Þorvaldsson Garðar Gíslason Hjörtur Torfason 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 3 3 3 3 3 3 3 4 4 4 4 ➜ ➜ ➜ ➜ ➜ ➜ ➜ ➜ ➜ ➜ ➜ 5 ALAN KNIGHT Sprækur í verslunarleiðangri. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.